Borgarlínan er samfélagslega arðbær Lilja Guðríður Karlsdóttir skrifar 13. október 2020 07:00 Sameiginlegir sjóðir skattgreiðenda eru takmörkuð auðlind og því mikilvægt fyrir stjórnvöld að forgangsraða verkefnum. Í efnahagslegri greiningu OECD á Íslandi árið 2019 var ein helsta ráðleggingin til að bæta opinberar fjárfestingar sú að framkvæma ítarlega félagshagfræðilega greiningu (arðsemismat) áður en ráðist er í stór innviðaverkefni. Nú er slíkri greiningu á fyrsta áfanga Borgarlínunnar lokið en samkvæmt henni mun verkefnið skila samfélagslegum ábata sem nemur 26 milljörðum króna umfram kostnað. Innri arðsemi er metin rétt tæp 7% að raunvirði. Hvað er félagshagfræðileg greining? Félagshagfræðileg greining (en. Socioeconomic analysis) metur kostnað og ábata verkefnis og lýsir þeim áhrifum sem ólíkir aðilar eða þættir verða fyrir, t.d. notendur, yfirvöld, helstu ferðamátar og umhverfið. Þannig næst heildrænt og samanburðarhæft mat á arðsemi verkefnis sem skoðað er: Ef ábatinn er meiri en kostnaðurinn þá er almennt talið fýsilegt að framkvæma verkefnið. Þeir þættir sem metnir voru í félagshagfræðilegri greiningu á Borgarlínunni voru stofnkostnaður, rekstrarkostnaður, tekjur, ferðatímasparnaður, ferðakostnaður, slysakostnaður, CO2 útblástur, mengun og hávaði. Greiningin var unnin af verkfræðistofunni Mannviti og dönsku ráðgjafastofunni COWI samkvæmt leiðbeiningum Evrópusambandsins en reiknilíkanið sem notast var við er þróað af danska samgönguráðuneytinu. 26 milljarða samfélagslegur ábati Helstu niðurstöður félagshagfræðilegu greiningarinnar á fyrsta áfanga Borgarlínu er að verkefnið er samfélagslega arðbært: Samfélagslegur ábati verkefnisins er metinn tæpir 26 milljarðar króna að núvirði umfram stofn- og rekstrarkostnað á því 30 ára tímabili sem greiningin nær yfir. Innri arðsemi verkefnisins er metin rétt tæp 7%. Þar sem verkefnið er ennþá á frumdragastigi, og því enn töluverð óvissa í forsendum, var næmnigreining unnin á þónokkrum þáttum í þeim tilgangi að skoða hvaða áhrif það hefur á niðurstöður félagshagfræðilegu greiningarinnar ef tilteknar forsendur breytast eftir því sem verkefninu vindur fram, t.d. ef rekstrarkostnaður myndi hækka um helming, ef stofnkostnaður myndi hækka um fjórðung eða ef árleg umferðaraukning á höfuðborgarsvæðinu yrði meiri eða minni en gert var ráð fyrir. Niðurstöður næmnigreiningarinnar voru skýrar og sýndu að verkefnið hélst samfélagslega arðsamt þrátt fyrir breytingar á öllum þáttum næmnigreiningarinnar. Jákvæðar niðurstöður fyrir samfélag og umhverfi Félagshagfræðilega greiningin gefur sterklega til kynna að Borgarlínan muni reynast jákvæð fyrir bæði samfélagið og umhverfið sem er mikið ánægjuefni. Stefnt er að því að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjast á þarnæsta ári og ég hvet alla áhugasama um að kynna sér verkefnið nánar á www.borgarlinan.is en þar er meðal annars að finna félagshagfræðilegu greininguna í heild sinni ásamt öðru ítarefni. Höfundur er samgönguverkfræðingur á Verkefnastofu Borgarlínunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Sameiginlegir sjóðir skattgreiðenda eru takmörkuð auðlind og því mikilvægt fyrir stjórnvöld að forgangsraða verkefnum. Í efnahagslegri greiningu OECD á Íslandi árið 2019 var ein helsta ráðleggingin til að bæta opinberar fjárfestingar sú að framkvæma ítarlega félagshagfræðilega greiningu (arðsemismat) áður en ráðist er í stór innviðaverkefni. Nú er slíkri greiningu á fyrsta áfanga Borgarlínunnar lokið en samkvæmt henni mun verkefnið skila samfélagslegum ábata sem nemur 26 milljörðum króna umfram kostnað. Innri arðsemi er metin rétt tæp 7% að raunvirði. Hvað er félagshagfræðileg greining? Félagshagfræðileg greining (en. Socioeconomic analysis) metur kostnað og ábata verkefnis og lýsir þeim áhrifum sem ólíkir aðilar eða þættir verða fyrir, t.d. notendur, yfirvöld, helstu ferðamátar og umhverfið. Þannig næst heildrænt og samanburðarhæft mat á arðsemi verkefnis sem skoðað er: Ef ábatinn er meiri en kostnaðurinn þá er almennt talið fýsilegt að framkvæma verkefnið. Þeir þættir sem metnir voru í félagshagfræðilegri greiningu á Borgarlínunni voru stofnkostnaður, rekstrarkostnaður, tekjur, ferðatímasparnaður, ferðakostnaður, slysakostnaður, CO2 útblástur, mengun og hávaði. Greiningin var unnin af verkfræðistofunni Mannviti og dönsku ráðgjafastofunni COWI samkvæmt leiðbeiningum Evrópusambandsins en reiknilíkanið sem notast var við er þróað af danska samgönguráðuneytinu. 26 milljarða samfélagslegur ábati Helstu niðurstöður félagshagfræðilegu greiningarinnar á fyrsta áfanga Borgarlínu er að verkefnið er samfélagslega arðbært: Samfélagslegur ábati verkefnisins er metinn tæpir 26 milljarðar króna að núvirði umfram stofn- og rekstrarkostnað á því 30 ára tímabili sem greiningin nær yfir. Innri arðsemi verkefnisins er metin rétt tæp 7%. Þar sem verkefnið er ennþá á frumdragastigi, og því enn töluverð óvissa í forsendum, var næmnigreining unnin á þónokkrum þáttum í þeim tilgangi að skoða hvaða áhrif það hefur á niðurstöður félagshagfræðilegu greiningarinnar ef tilteknar forsendur breytast eftir því sem verkefninu vindur fram, t.d. ef rekstrarkostnaður myndi hækka um helming, ef stofnkostnaður myndi hækka um fjórðung eða ef árleg umferðaraukning á höfuðborgarsvæðinu yrði meiri eða minni en gert var ráð fyrir. Niðurstöður næmnigreiningarinnar voru skýrar og sýndu að verkefnið hélst samfélagslega arðsamt þrátt fyrir breytingar á öllum þáttum næmnigreiningarinnar. Jákvæðar niðurstöður fyrir samfélag og umhverfi Félagshagfræðilega greiningin gefur sterklega til kynna að Borgarlínan muni reynast jákvæð fyrir bæði samfélagið og umhverfið sem er mikið ánægjuefni. Stefnt er að því að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjast á þarnæsta ári og ég hvet alla áhugasama um að kynna sér verkefnið nánar á www.borgarlinan.is en þar er meðal annars að finna félagshagfræðilegu greininguna í heild sinni ásamt öðru ítarefni. Höfundur er samgönguverkfræðingur á Verkefnastofu Borgarlínunnar.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar