Kristján Þór þurfi að skýra betur lög um fiskveiðar Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2020 13:44 Frá Rifi á Snæfellsnesi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. Er það gert eftir að umboðsmaður tók mál til umfjöllunar sem var til þess að nú sé bent á tiltekin atriði í tengslum við setningu laga og reglna á þessu sviði sem geti leitt til að óskýrt geti verið hver sé gildandi réttur hverju sinni. Á áliti umboðsmanns segir að tilefni þess hafi verið kvörtun útgerðarfélags yfir úrskurði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem hafi staðfest ákvörðun Fiskistofu að áminna það vegna veiða á kúfskel með plógi án þess að hafa til þess leyfi. Hafi útgerðin hins vegar talið að slíkar veiðar til beitu hafi ekki verið háðar leyfi og áminningin því ekki í samræmi við lög. Skýrleiki í lögum Fram kemur að umrætt mál, sem og fleiri á sviði fiskveiða er varða stjórnun þeirra og viðurlög við brotum, hafi orðið umboðsmanni tilefni til að fjalla um hvort lög og stjórnvaldsfyrirmæli á þessu sviði séu haldin meinbugum. „Benti hann á að þar þyrfti að hafa í huga að um væri að ræða lög sem takmörkuðu atvinnufrelsi og gætu verið grundvöllur viðurlaga. Mikilvægt væri að huga að skýrleika við setningu á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum og samræmi ákvæða, bæði innan laganna og við önnur lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Ítrekaðar lagabreytingar yfir langt árabil án þess að hugað væri að heildarendurskoðun viðkomandi laga hefði í för með sér að óskýrt gæti verið hvaða reglur væru í gildi hverju sinni. Þá skorti oft skýrar tilvísanir til lagaheimilda í reglugerðum á þessu sviði og því óljóst hver væri lagastoð þeirra. Hvað kvörtun útgerðarfélagsins snerti var það álit umboðsmanns að úrskurður ráðuneytisins hefði ekki byggst á fullnægjandi lagagrundvelli. Beindi umboðsmaður því til þess að taka málið til meðferðar að nýju, kæmi fram ósk þess efnis, og leysa þá úr því í samræmi við þau sjónarmið sem rakin hefðu verið í álitinu. Jafnframt að taka framvegis mið af þeim í störfum sínum auk þess að huga að því hvort og þá hvaða breytingar þyrfti að gera á lögum og reglum á sviði fiskveiða af þessu tilefni,“ segir í álitinu. Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. Er það gert eftir að umboðsmaður tók mál til umfjöllunar sem var til þess að nú sé bent á tiltekin atriði í tengslum við setningu laga og reglna á þessu sviði sem geti leitt til að óskýrt geti verið hver sé gildandi réttur hverju sinni. Á áliti umboðsmanns segir að tilefni þess hafi verið kvörtun útgerðarfélags yfir úrskurði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem hafi staðfest ákvörðun Fiskistofu að áminna það vegna veiða á kúfskel með plógi án þess að hafa til þess leyfi. Hafi útgerðin hins vegar talið að slíkar veiðar til beitu hafi ekki verið háðar leyfi og áminningin því ekki í samræmi við lög. Skýrleiki í lögum Fram kemur að umrætt mál, sem og fleiri á sviði fiskveiða er varða stjórnun þeirra og viðurlög við brotum, hafi orðið umboðsmanni tilefni til að fjalla um hvort lög og stjórnvaldsfyrirmæli á þessu sviði séu haldin meinbugum. „Benti hann á að þar þyrfti að hafa í huga að um væri að ræða lög sem takmörkuðu atvinnufrelsi og gætu verið grundvöllur viðurlaga. Mikilvægt væri að huga að skýrleika við setningu á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum og samræmi ákvæða, bæði innan laganna og við önnur lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Ítrekaðar lagabreytingar yfir langt árabil án þess að hugað væri að heildarendurskoðun viðkomandi laga hefði í för með sér að óskýrt gæti verið hvaða reglur væru í gildi hverju sinni. Þá skorti oft skýrar tilvísanir til lagaheimilda í reglugerðum á þessu sviði og því óljóst hver væri lagastoð þeirra. Hvað kvörtun útgerðarfélagsins snerti var það álit umboðsmanns að úrskurður ráðuneytisins hefði ekki byggst á fullnægjandi lagagrundvelli. Beindi umboðsmaður því til þess að taka málið til meðferðar að nýju, kæmi fram ósk þess efnis, og leysa þá úr því í samræmi við þau sjónarmið sem rakin hefðu verið í álitinu. Jafnframt að taka framvegis mið af þeim í störfum sínum auk þess að huga að því hvort og þá hvaða breytingar þyrfti að gera á lögum og reglum á sviði fiskveiða af þessu tilefni,“ segir í álitinu.
Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira