Glímir enn við höfuðmeiðsli og mætir ekki Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2020 17:45 Sofia Jakobsson og Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni þegar Svíþjóð og Ísland gerðu 1-1 jafntefli í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Svíar verða með enn sterkari leikmannahóp en á Laugardalsvelli í september, í seinni leiknum við Íslendinga í baráttunni um sæti á EM kvenna í fótbolta. Svíþjóð og Ísland mætast í annað sinn á skömmum tíma í Gautaborg 27. október, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í Reykjavík. Liðin eru jöfn á toppi síns riðils með 13 stig en Svíar hafa fjórum mörkum betri markatölu. Liðið sem vinnur leikinn í Gautaborg á því góða von um að vinna riðilinn og komast beint á EM, en liðið í 2. sæti gæti einnig komist á EM. Här är damtruppen som samlas på måndag för nya EM-kvalmatcher 22 okt: - 18.4527 okt: - 18.30 pic.twitter.com/17r6etjXSM— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) October 13, 2020 Líkt og í fyrri leiknum verða Svíar án Fridolinu Rolfö, leikmanns Wolfsburg. Hún fékk heilahristing í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, þar sem Wolfsburg tapaði 3-1 gegn Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon, og hefur ekki jafnað sig. „Við vonumst til þess að hún verði með í næsta verkefni,“ sagði Peter Gerhardsson, þjálfari Svía, þegar hann kynnti hópinn sinn í dag. „Það er erfitt fyrir okkur að vera að ræða um þessi meiðsli og Wolfsburg verður að gera það. En það er þó hægt að segja að það var ekki rétt sem heyrðist sagt, að um „minni háttar heilahristing“ hefði verið að ræða“ sagði Gerhardsson. Svíar verða áfram án síns aðalmarkmanns, Hedvig Lindahl, vegna meiðsla. Þeir endurheimta hins vegar bakvörðinn Hönnu Glas sem leikur með Bayern München. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og kom til Reykjavíkur. Svíþjóð mætir Lettlandi í aðdraganda leiksins við Ísland, og getur með sigri í báðum leikjum tryggt sér sæti á EM. Ísland leikur aðeins gegn Svíþjóð í þessu verkefni en Jón Þór Hauksson kynnti hópinn sinn fyrir skömmu. Hópinn má sjá hér að neðan. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór búinn að tilkynna hópinn fyrir Svíaleikinn og gerir eina breytingu Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í íslenska landsliðshópinn fyrir útileikinn á móti Svíum seinna í þessum mánuði. 9. október 2020 10:16 „Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Svíar verða með enn sterkari leikmannahóp en á Laugardalsvelli í september, í seinni leiknum við Íslendinga í baráttunni um sæti á EM kvenna í fótbolta. Svíþjóð og Ísland mætast í annað sinn á skömmum tíma í Gautaborg 27. október, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í Reykjavík. Liðin eru jöfn á toppi síns riðils með 13 stig en Svíar hafa fjórum mörkum betri markatölu. Liðið sem vinnur leikinn í Gautaborg á því góða von um að vinna riðilinn og komast beint á EM, en liðið í 2. sæti gæti einnig komist á EM. Här är damtruppen som samlas på måndag för nya EM-kvalmatcher 22 okt: - 18.4527 okt: - 18.30 pic.twitter.com/17r6etjXSM— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) October 13, 2020 Líkt og í fyrri leiknum verða Svíar án Fridolinu Rolfö, leikmanns Wolfsburg. Hún fékk heilahristing í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, þar sem Wolfsburg tapaði 3-1 gegn Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon, og hefur ekki jafnað sig. „Við vonumst til þess að hún verði með í næsta verkefni,“ sagði Peter Gerhardsson, þjálfari Svía, þegar hann kynnti hópinn sinn í dag. „Það er erfitt fyrir okkur að vera að ræða um þessi meiðsli og Wolfsburg verður að gera það. En það er þó hægt að segja að það var ekki rétt sem heyrðist sagt, að um „minni háttar heilahristing“ hefði verið að ræða“ sagði Gerhardsson. Svíar verða áfram án síns aðalmarkmanns, Hedvig Lindahl, vegna meiðsla. Þeir endurheimta hins vegar bakvörðinn Hönnu Glas sem leikur með Bayern München. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og kom til Reykjavíkur. Svíþjóð mætir Lettlandi í aðdraganda leiksins við Ísland, og getur með sigri í báðum leikjum tryggt sér sæti á EM. Ísland leikur aðeins gegn Svíþjóð í þessu verkefni en Jón Þór Hauksson kynnti hópinn sinn fyrir skömmu. Hópinn má sjá hér að neðan.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór búinn að tilkynna hópinn fyrir Svíaleikinn og gerir eina breytingu Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í íslenska landsliðshópinn fyrir útileikinn á móti Svíum seinna í þessum mánuði. 9. október 2020 10:16 „Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Jón Þór búinn að tilkynna hópinn fyrir Svíaleikinn og gerir eina breytingu Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í íslenska landsliðshópinn fyrir útileikinn á móti Svíum seinna í þessum mánuði. 9. október 2020 10:16
„Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03