Sex smit rakin til morgunsunds á Hrafnagili Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 17:40 Sundlaugin Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Mynd/NorthIceland.is Svo virðist sem rekja megi uppruna covid-19 smits í sex af þeim átta tilfellum, sem staðfest hafa verið í Eyjafjarðarsveit, til sundlaugarinnar á Hrafnagili í byrjun síðustu viku. Smitrakningarteymi vinnur nú að rakningu en svo virðist sem hægt sé að rekja þau flest saman að því er fram kemur í tilkynningu frá sveitarfélaginu. „Það er ákveðinn hópur sem að mætir reglulega í morgunsund, svona einangraður hópur, sem að hefur lent í þessu smiti og vonandi eru tilfellin tiltölulega einangruð út frá því,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit í samtali við Vísi. Hann segir þau smit sem upp hafa komið í sveitarfélaginu til þessa ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi þess. „Það fór eitt smit af stað föstudaginn síðasta og þá ákváðum við strax að herða aðgerðir hjá okkur af því þetta er svo lítið samfélag og þá jukum við við sóttvarnir í skólunum og drógum úr samgangi og lokuðum meðal annars á sundlaugina fyrir klukkan fjögur, það er að segja á meðan skólatími var,“ segir Finnur. „Þessi tilfelli sem eru að koma upp núna eru ekki að hafa áhrif umfram það, alla veganna ekki að svo stöddu. Við vinnum bara mjög náið með aðgerðastjórninni hérna fyrir norðan og þeir hjálpa okkur að taka ákvarðanir ef að við þurfum að bregðast meira við.“ Ekki hafi að svo stöddu þótt tilefni til þess að loka sundlauginni. „Af því að þetta er svo einangrað, og það einangrað við ákveðinn hóp og ákveðinn tíma skilst mér, þannig að þeir hafa rekið það á mjög afmarkaðan tíma á mjög afmarkaðan hátt,“ segir Finnur. Næstu dagar muni leiða það betur í ljós hvort þeim muni fjölga sem reynist smitaðir eða sem þurfi að fara í sóttkví. Þá er honum ekki kunnugt um nein tilfelli meðal barna, foreldra eða kennara í leik- og grunnskóla. Nokkur börn og foreldrar séu þó í sóttkví. Eyjafjarðarsveit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Svo virðist sem rekja megi uppruna covid-19 smits í sex af þeim átta tilfellum, sem staðfest hafa verið í Eyjafjarðarsveit, til sundlaugarinnar á Hrafnagili í byrjun síðustu viku. Smitrakningarteymi vinnur nú að rakningu en svo virðist sem hægt sé að rekja þau flest saman að því er fram kemur í tilkynningu frá sveitarfélaginu. „Það er ákveðinn hópur sem að mætir reglulega í morgunsund, svona einangraður hópur, sem að hefur lent í þessu smiti og vonandi eru tilfellin tiltölulega einangruð út frá því,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit í samtali við Vísi. Hann segir þau smit sem upp hafa komið í sveitarfélaginu til þessa ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi þess. „Það fór eitt smit af stað föstudaginn síðasta og þá ákváðum við strax að herða aðgerðir hjá okkur af því þetta er svo lítið samfélag og þá jukum við við sóttvarnir í skólunum og drógum úr samgangi og lokuðum meðal annars á sundlaugina fyrir klukkan fjögur, það er að segja á meðan skólatími var,“ segir Finnur. „Þessi tilfelli sem eru að koma upp núna eru ekki að hafa áhrif umfram það, alla veganna ekki að svo stöddu. Við vinnum bara mjög náið með aðgerðastjórninni hérna fyrir norðan og þeir hjálpa okkur að taka ákvarðanir ef að við þurfum að bregðast meira við.“ Ekki hafi að svo stöddu þótt tilefni til þess að loka sundlauginni. „Af því að þetta er svo einangrað, og það einangrað við ákveðinn hóp og ákveðinn tíma skilst mér, þannig að þeir hafa rekið það á mjög afmarkaðan tíma á mjög afmarkaðan hátt,“ segir Finnur. Næstu dagar muni leiða það betur í ljós hvort þeim muni fjölga sem reynist smitaðir eða sem þurfi að fara í sóttkví. Þá er honum ekki kunnugt um nein tilfelli meðal barna, foreldra eða kennara í leik- og grunnskóla. Nokkur börn og foreldrar séu þó í sóttkví.
Eyjafjarðarsveit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira