Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2020 21:00 Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu, reitti hægriöfgahópa til reiði með því að grípa til aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Hópur þeirra ræddi um að ræna honum og ríkisstjóra Michigan. Vísir/EPA Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. Alríkislögreglumaður bar vitni í dag um að fimm af þrettán mönnum sem voru handteknir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í síðustu viku hafi rætt um að myrða hana. Þeir hafi einnig talað um að ræna Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu. „Á þessum fundi ræddu þeir um möguleg skotmörk, að taka sitjandi ríkisstjóra, sérstaklega álitaefni varðandi ríkisstjóra Michigan og Virginíu á grundvelli sóttvarnaskipana,“ sagði Richard Trask, alríkislögreglumaður, og vitnaði í heimildarmenn og dulkóðuð samskipti sakborninganna. Hann bar vitni þegar tekin var fyrir krafa fimm sakborninga um lausn gegn tryggingu fyrir svæðisdómstól í dag. Einn mannanna stakk upp á í skilaboðum að skjóta Whitmer, mögulega dulbúinn sem flatbökusendill. Mennirnir vildu „rétta“ yfir Whitmer sem þeir töldu seka um landráð. Vildu þeir grípa til aðgerða fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Að minnsta kosti sjö sakborningar af þrettán tengjast vopnaðri sveit hægrimanna í Michigan. Þeir eru ákærðir fyrir brot í ríkinu. Sex sakborninganna sæta aftur á móti alríkisákæru fyrir að leggja á ráðin um mannrán. Þeir gætu átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump forseti og ýmsir hægriöfgahópar hafa deilt hart á Whitmer vegna aðgerða hennar gegn kórónveirufaraldrinum. Hvatti forsetinn íbúa bæði Michigan og Virginíu til þess að „frelsa“ ríkin í apríl. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. Alríkislögreglumaður bar vitni í dag um að fimm af þrettán mönnum sem voru handteknir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í síðustu viku hafi rætt um að myrða hana. Þeir hafi einnig talað um að ræna Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu. „Á þessum fundi ræddu þeir um möguleg skotmörk, að taka sitjandi ríkisstjóra, sérstaklega álitaefni varðandi ríkisstjóra Michigan og Virginíu á grundvelli sóttvarnaskipana,“ sagði Richard Trask, alríkislögreglumaður, og vitnaði í heimildarmenn og dulkóðuð samskipti sakborninganna. Hann bar vitni þegar tekin var fyrir krafa fimm sakborninga um lausn gegn tryggingu fyrir svæðisdómstól í dag. Einn mannanna stakk upp á í skilaboðum að skjóta Whitmer, mögulega dulbúinn sem flatbökusendill. Mennirnir vildu „rétta“ yfir Whitmer sem þeir töldu seka um landráð. Vildu þeir grípa til aðgerða fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Að minnsta kosti sjö sakborningar af þrettán tengjast vopnaðri sveit hægrimanna í Michigan. Þeir eru ákærðir fyrir brot í ríkinu. Sex sakborninganna sæta aftur á móti alríkisákæru fyrir að leggja á ráðin um mannrán. Þeir gætu átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump forseti og ýmsir hægriöfgahópar hafa deilt hart á Whitmer vegna aðgerða hennar gegn kórónveirufaraldrinum. Hvatti forsetinn íbúa bæði Michigan og Virginíu til þess að „frelsa“ ríkin í apríl.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02
Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04
Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09
Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49