Innlent

Þrettán sjúklingar á Kristnesspítala í sóttkví vegna covid-19 smits starfsmanns

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kristnesspítali í Eyjafjarðarsveit.
Kristnesspítali í Eyjafjarðarsveit. Mynd/Sjúkrahúsið á Akureyri

Þrettán sjúklingar og tíu starfsmenn Kristnesspítala í Eyjafirði eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður spítalans greindist smitaður af covid-19. Talið er að viðeigandi sóttvörnum hafi verið fylgt að því er segir í tilkynningu frá viðbragðsstjórn Sjúkrahússins á Akureyri og vonast er til þess að það muni lágmarka smithættu.

Staðan kalli þó á viðbrögð sem hafi áhrif á starfsemi spítalans en gert er ráð fyrir að starfsemin verði takmörkuð næstu tvær vikur. Átján sjúklingar sem ekki þurfa að fara í sóttkví verða útskrifaðir og ekki er gert ráð fyrir nýjum innlögnum á sama tímabili að því er segir í tilkynningunni. Önnur starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri helst óbreytt að sinni.

Kristnesspítali í Eyjafjarðarsveit er staðsettur um tíu kílómetrum sunnan við Akureyri en þar fara fram endurhæfinga og öldrunarlækningar Sjúkrahússins á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×