Verslun víða blómleg í draugalegum miðbæ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. október 2020 18:31 Samkvæmt könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar voru 57 laus rými í miðbænum í júní og 43 á sama tíma fyrir ári. Samkvæmt upplýsingum frá Kringlunni og Smáralind eru afar fá laus rými þar og verslun hefur gengið vel síðustu mánuði. Kaupmenn í miðbænum segja skýringuna á þessum mun vera að margar ferðamannaverslanir hafi lokað. Guðrún Jóhannesdóttir einn af eigendum Kokku segir söluna hafa aukist mikið síðustu mánuði.Vísir/Egill „Þær verslanir sem hafa átt erfitt uppdráttar eru lundabúðirnar og það má kannski alveg leiða að því líkum að það hafi verið orðin ofmetun á þeim markaði áður en kófið hófst,“ segir Guðrún Jóhannesdóttir enn af eigendum Kokku á Laugavegi. Kaupmenn finna breytingar á kauphegðun fólks. „Kúnninn er búinn að stúdera okkur á netinu til að athuga hvað skal kaupa, og kemur því inn í ákveðnum erindagjörðum og fer svo beint út,“ segir Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum í Bankastræti. Guðrún eigandi Kokku er á sama máli. Hún segir að sala bæði í verslun og á vefnum hafi aukist mikið. Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum segir netsöluna hafa aukist mikið.Vísir „Það hefur orðið tuga prósenta aukning á sölu í versluninni okkar það sem af er ári. Þá var sexföldun í mars á netsölu og tíföldun í apríl. Við höfum selt meira á netinu nú en allt árið í fyrra og söluhæstu mánuðirnir eru eftir,“ segir Guðrún. „Það hefur orðið samdráttur í búðinni en salan á vefnum hefur margfaldast,“ segir Karl Jóhann í Aurum. Rammagerðin hefur verið afar vinsæl meðal ferðamanna og hefur verslunarfólk þar fundið vel fyrir samdrætti. „Við erum ekki einu sinni að skoða þær tölur lengur út af ástandinu. Við erum bara einblína á hvernig við getum siglt í gegnum þetta tímabil og hvað er hægt að gera til að halda starfseminni gangandi,“ segir Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg. Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar segir áherslu lagða á að sigla gegnum kófið.Vísir/Egill En hvað skyldi seljast best? „Við erum öll heima og höfum það kósý og þá viljum við eiga ullarteppi og þau hafa selst vel,“ segir Fjalar í Rammagerðinni. Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur í giftingahringjum og greinilegt að fólk er ekki að láta ástandið stoppa sig, segir Jóhann í Aurum. . Hér hefur verið ótrúlegur vöxtur í öllu sem tengist súrdeigsbakstri,“ segir Guðrún í Kokku. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Samkvæmt könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar voru 57 laus rými í miðbænum í júní og 43 á sama tíma fyrir ári. Samkvæmt upplýsingum frá Kringlunni og Smáralind eru afar fá laus rými þar og verslun hefur gengið vel síðustu mánuði. Kaupmenn í miðbænum segja skýringuna á þessum mun vera að margar ferðamannaverslanir hafi lokað. Guðrún Jóhannesdóttir einn af eigendum Kokku segir söluna hafa aukist mikið síðustu mánuði.Vísir/Egill „Þær verslanir sem hafa átt erfitt uppdráttar eru lundabúðirnar og það má kannski alveg leiða að því líkum að það hafi verið orðin ofmetun á þeim markaði áður en kófið hófst,“ segir Guðrún Jóhannesdóttir enn af eigendum Kokku á Laugavegi. Kaupmenn finna breytingar á kauphegðun fólks. „Kúnninn er búinn að stúdera okkur á netinu til að athuga hvað skal kaupa, og kemur því inn í ákveðnum erindagjörðum og fer svo beint út,“ segir Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum í Bankastræti. Guðrún eigandi Kokku er á sama máli. Hún segir að sala bæði í verslun og á vefnum hafi aukist mikið. Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum segir netsöluna hafa aukist mikið.Vísir „Það hefur orðið tuga prósenta aukning á sölu í versluninni okkar það sem af er ári. Þá var sexföldun í mars á netsölu og tíföldun í apríl. Við höfum selt meira á netinu nú en allt árið í fyrra og söluhæstu mánuðirnir eru eftir,“ segir Guðrún. „Það hefur orðið samdráttur í búðinni en salan á vefnum hefur margfaldast,“ segir Karl Jóhann í Aurum. Rammagerðin hefur verið afar vinsæl meðal ferðamanna og hefur verslunarfólk þar fundið vel fyrir samdrætti. „Við erum ekki einu sinni að skoða þær tölur lengur út af ástandinu. Við erum bara einblína á hvernig við getum siglt í gegnum þetta tímabil og hvað er hægt að gera til að halda starfseminni gangandi,“ segir Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg. Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar segir áherslu lagða á að sigla gegnum kófið.Vísir/Egill En hvað skyldi seljast best? „Við erum öll heima og höfum það kósý og þá viljum við eiga ullarteppi og þau hafa selst vel,“ segir Fjalar í Rammagerðinni. Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur í giftingahringjum og greinilegt að fólk er ekki að láta ástandið stoppa sig, segir Jóhann í Aurum. . Hér hefur verið ótrúlegur vöxtur í öllu sem tengist súrdeigsbakstri,“ segir Guðrún í Kokku.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent