Aukið gagnsæi og jafnræði styrkveitinga hjá Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 14. október 2020 20:24 Nú mætist hið gamla og hið nýja. Á morgun klukkan tólf rennur út umsóknarfrestur fyrir árlegar styrkveitingar úr borgarsjóði. Fjöldi fólks um allan bæ situr líklega sveitt við og tekur lokahnykkinn á sínum umsóknum. Gangi ykkur vel! Líklega verður þetta í síðasta sinn að styrkjum er veitt úr þessum sjóð með ,,gamla laginu" en við samþykktum í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í vor nýtt fyrirkomulag með aukið gagnsæi og jafnræði styrkveitinga að leiðarljósi. Þegar ég kom inn í borgarkerfið stakk strax í augun hve óaðgengilegt og ógagnsætt núverandi fyrirkomulag er að mínu mati. Ég hlakka til að sjá aukið gagnsæi og aukið aðgengi að styrkjum borgarinnar til að styðja við jafnræði þannig að öll standi sem jöfnust þegar kemur að tækifærum til að fá úthlutað styrkjum. Það er lýðræðislegt! Það er réttlæti! Nýtt fyrirkomulag styrkveitinga þýðir meðal annars þetta: Settur verður upp styrkjavefur Reykjavíkurborgar sem mun halda utan um upplýsingar og leiðbeiningar um alla styrki þar sem notandi verður leiddur áfram að umsókn. Gögn um úthlutanir styrkja verða birtar þar til þess að auka gagnsæi. Reglur Reykjavíkurborgar um styrki verða yfirfarnar og sameinaðar reglum í Styrkjahandbók þar sem farið verður markvisst yfir allar sérreglur um styrkveitingar og tryggt að þær séu í samræmi við meginreglur. Styrkjum úr borgarsjóði verður framvegis úthlutað tvisvar á ári í gegnum nýja rafræna umsóknarferlið þannig að alltaf verði opið fyrir umsóknir. Ég er mjög stolt af þessu verkefni. Ég elska að vinna að auknu gagnsæi og auknu aðgengi fyrir alla. Með betra upplýsingaaðgengi fyrir þá sem skilja og skilja ekki íslensku. Með því að ýta stanslaust á eftir algildri hönnun við þróun borgarlands og bygginga. Með stafrænni umbreytingu þjónustu þar sem við einföldum þjónustuferla. Með nýjum gagnsæis- og lýðræðisgáttum þar sem verður auðveldara að kynna sér málin og taka þátt. Með því að pönkast í kerfunum þegar fólk upplifir að á þeim hafi verið brotið. Mig langar bara til þess að við getum öll átt hér gott líf. Að það skipti ekki máli hvaðan við komum eða hvernig staða okkar er. Að spilling fái ekki að grassera og að við fáum öll sömu tækifærin. Að samfélagið sé opið, réttlátt og nútímalegt. Til þess að fólk nenni hreinlega að búa hér og geti notið þess. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú mætist hið gamla og hið nýja. Á morgun klukkan tólf rennur út umsóknarfrestur fyrir árlegar styrkveitingar úr borgarsjóði. Fjöldi fólks um allan bæ situr líklega sveitt við og tekur lokahnykkinn á sínum umsóknum. Gangi ykkur vel! Líklega verður þetta í síðasta sinn að styrkjum er veitt úr þessum sjóð með ,,gamla laginu" en við samþykktum í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í vor nýtt fyrirkomulag með aukið gagnsæi og jafnræði styrkveitinga að leiðarljósi. Þegar ég kom inn í borgarkerfið stakk strax í augun hve óaðgengilegt og ógagnsætt núverandi fyrirkomulag er að mínu mati. Ég hlakka til að sjá aukið gagnsæi og aukið aðgengi að styrkjum borgarinnar til að styðja við jafnræði þannig að öll standi sem jöfnust þegar kemur að tækifærum til að fá úthlutað styrkjum. Það er lýðræðislegt! Það er réttlæti! Nýtt fyrirkomulag styrkveitinga þýðir meðal annars þetta: Settur verður upp styrkjavefur Reykjavíkurborgar sem mun halda utan um upplýsingar og leiðbeiningar um alla styrki þar sem notandi verður leiddur áfram að umsókn. Gögn um úthlutanir styrkja verða birtar þar til þess að auka gagnsæi. Reglur Reykjavíkurborgar um styrki verða yfirfarnar og sameinaðar reglum í Styrkjahandbók þar sem farið verður markvisst yfir allar sérreglur um styrkveitingar og tryggt að þær séu í samræmi við meginreglur. Styrkjum úr borgarsjóði verður framvegis úthlutað tvisvar á ári í gegnum nýja rafræna umsóknarferlið þannig að alltaf verði opið fyrir umsóknir. Ég er mjög stolt af þessu verkefni. Ég elska að vinna að auknu gagnsæi og auknu aðgengi fyrir alla. Með betra upplýsingaaðgengi fyrir þá sem skilja og skilja ekki íslensku. Með því að ýta stanslaust á eftir algildri hönnun við þróun borgarlands og bygginga. Með stafrænni umbreytingu þjónustu þar sem við einföldum þjónustuferla. Með nýjum gagnsæis- og lýðræðisgáttum þar sem verður auðveldara að kynna sér málin og taka þátt. Með því að pönkast í kerfunum þegar fólk upplifir að á þeim hafi verið brotið. Mig langar bara til þess að við getum öll átt hér gott líf. Að það skipti ekki máli hvaðan við komum eða hvernig staða okkar er. Að spilling fái ekki að grassera og að við fáum öll sömu tækifærin. Að samfélagið sé opið, réttlátt og nútímalegt. Til þess að fólk nenni hreinlega að búa hér og geti notið þess. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun