Stuðningsmannasveitin FH-hjartað hefur sett skemmtilegan svip á leiki FH í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta.
Sveitina skipa ungir en gallharðir FH-ingar sem fylgdu liðinu sínu m.a. til Vestmannaeyja á dögunum.
Helena Ólafsdóttir fór í Kaplakrika í vikunni og hitti FH hjartað. Innslagið var sýnt í Pepsi Max mörkum kvenna í fyrradag.
„Okkur fannst það bara nauðsynlegt og við höldum að það skili sér inni á vellinum,“ sagði Emil, einn strákanna, en hann hannaði einmitt merki FH-hjartans.
Helena spurði strákana út í Vestmannaeyjaförina en þeir voru sannfærðir um að stuðningur þeirra hafi hjálpað til en FH vann 1-3 sigur.
Strákarnir eiga þrjár trommur þeir söfnuðu fyrir þeim með því að ganga í hús og selja egg og sælgæti.
Innslagið um FH-hjartað má sjá hér fyrir neðan.