Ætla að bæta leiðsögumönnum og sviðslistafólki tapaðar tekjur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2020 12:18 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að samþykkja að leggja fyrir Alþingi frumvarp um svokallaða tekjufallsstyrki. Frumvarpið felur í sér að einyrkjar og smærri rekstraraðilar sem hafa haft einn til þrjá starfsmenn í vinnu geti sótt um styrki að allt 400 þúsund krónum fyrir hvert stöðugildi á mánuði hafi þeir orðið fyrir 50 prósent tekjufalli eða meira á þessu ári, miðað við árið í fyrra. Tímabilið sem myndu ná til er 1. apríl til 30. september 2020, það er annar og þriðji ársfjórðungur. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, eftir ríkisstjórnarfundinn en hann ræddi við fréttamenn að fundi loknum nú skömmu eftir klukkan 12. Klippa: Ætla að bæta leiðsögumönnum og sviðslistafólki tapaðar tekjur Ættu að nýtast leiðsögumönnum og sviðslistafólki Þessir styrkir ættu meðal annars að gagnast ferðaleiðsögumönnum og sviðslistafólki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Báðir hópar hafa gagnrýnt að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til hingað til í efnahagsaðgerðum vegna faraldursins hafi ekki gagnast þeim, til að mynda eigi fáir rétt á atvinnuleysisbótum. Katrín Jakobsdóttir ræddi aðgerðirnar sömuleiðis við fréttastofu í dag. Bjarni sagði að erfitt væri að áætla nákvæman kostnað ríkissjóðs af þessum aðgerðum en ef gert væri ráð fyrir því að allir þeir sem rétt eiga á styrkjunum væru með þrjá starfsmenn og styrkur fyrir hvern starfsmann væri hæsta mögulega upphæð, 400 þúsund krónur, næmi kostnaður ríkissjóðs um 14,4 milljörðum króna. Það væri hins vegar ólíklegt að svo há upphæð færi í þessa tilteknu aðgerð en engu að síður væri um að ræða mikla fjármuni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að um væri að ræða gríðarlega mikilvæga aðgerð. Mikil vinna hefði verið lögð í fyrirkomulagið til að það gæti reynst auðvelt í framkvæmd. Tilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytisins: Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Frumvarpinu er ætlað að aðstoða einyrkja og litla rekstraraðila sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi og er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að draga úr tjóni vegna faraldursins og leggja grunn fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfar hans. Tekjufallsstyrkjum er m.a. ætlað að styðja minni rekstraraðila sem starfa í menningar- og listgreinum, ferðaleiðsögumenn og aðra minni aðila í rekstri. Styrkirnir munu jafngilda rekstrarkostnaði (þ.m.t. reiknuðu endurgjaldi) á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020 en geta þó ekki orðið hærri en 400 þús. kr. fyrir hvert stöðugildi á mánuði hjá rekstraraðila á tímabilinu. Tekjufallsstyrkir eru hluti af viðamiklum ráðstöfunum sem ríkisstjórnin hefur gripið til vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins. Meðal aðgerða sem þegar hafa komið til framkvæmda eru greiðsla atvinnuleysisbóta samhliða skertu starfshlutfalli, lenging tímabils tekjutengdra atvinnuleysisbóta, greiðslur vegna launa einstaklinga á uppsagnarfresti, frestun á skattgreiðslum, veiting lokunarstyrkja auk brúar- og stuðningslána. Helstu skilyrði þess að rekstraraðili geti sótt um tekjufallsstyrk: Hann hafi orðið fyrir minnst 50% tekjufalli á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september 2020. Að hámarki þrír launamenn starfi hjá rekstraraðila. Umsækjendur þurfa að auki að uppfylla skilyrði um skattskyldu á Íslandi, lágmarksveltu, skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins og áframhaldandi rekstur. Verði frumvarpið óbreytt að lögum mun Skatturinn sjá um afgreiðslu tekjufallsstyrkja. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Leikhús Ferðamennska á Íslandi Uppistand Tónlist Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að samþykkja að leggja fyrir Alþingi frumvarp um svokallaða tekjufallsstyrki. Frumvarpið felur í sér að einyrkjar og smærri rekstraraðilar sem hafa haft einn til þrjá starfsmenn í vinnu geti sótt um styrki að allt 400 þúsund krónum fyrir hvert stöðugildi á mánuði hafi þeir orðið fyrir 50 prósent tekjufalli eða meira á þessu ári, miðað við árið í fyrra. Tímabilið sem myndu ná til er 1. apríl til 30. september 2020, það er annar og þriðji ársfjórðungur. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, eftir ríkisstjórnarfundinn en hann ræddi við fréttamenn að fundi loknum nú skömmu eftir klukkan 12. Klippa: Ætla að bæta leiðsögumönnum og sviðslistafólki tapaðar tekjur Ættu að nýtast leiðsögumönnum og sviðslistafólki Þessir styrkir ættu meðal annars að gagnast ferðaleiðsögumönnum og sviðslistafólki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Báðir hópar hafa gagnrýnt að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til hingað til í efnahagsaðgerðum vegna faraldursins hafi ekki gagnast þeim, til að mynda eigi fáir rétt á atvinnuleysisbótum. Katrín Jakobsdóttir ræddi aðgerðirnar sömuleiðis við fréttastofu í dag. Bjarni sagði að erfitt væri að áætla nákvæman kostnað ríkissjóðs af þessum aðgerðum en ef gert væri ráð fyrir því að allir þeir sem rétt eiga á styrkjunum væru með þrjá starfsmenn og styrkur fyrir hvern starfsmann væri hæsta mögulega upphæð, 400 þúsund krónur, næmi kostnaður ríkissjóðs um 14,4 milljörðum króna. Það væri hins vegar ólíklegt að svo há upphæð færi í þessa tilteknu aðgerð en engu að síður væri um að ræða mikla fjármuni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að um væri að ræða gríðarlega mikilvæga aðgerð. Mikil vinna hefði verið lögð í fyrirkomulagið til að það gæti reynst auðvelt í framkvæmd. Tilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytisins: Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Frumvarpinu er ætlað að aðstoða einyrkja og litla rekstraraðila sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi og er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að draga úr tjóni vegna faraldursins og leggja grunn fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfar hans. Tekjufallsstyrkjum er m.a. ætlað að styðja minni rekstraraðila sem starfa í menningar- og listgreinum, ferðaleiðsögumenn og aðra minni aðila í rekstri. Styrkirnir munu jafngilda rekstrarkostnaði (þ.m.t. reiknuðu endurgjaldi) á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020 en geta þó ekki orðið hærri en 400 þús. kr. fyrir hvert stöðugildi á mánuði hjá rekstraraðila á tímabilinu. Tekjufallsstyrkir eru hluti af viðamiklum ráðstöfunum sem ríkisstjórnin hefur gripið til vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins. Meðal aðgerða sem þegar hafa komið til framkvæmda eru greiðsla atvinnuleysisbóta samhliða skertu starfshlutfalli, lenging tímabils tekjutengdra atvinnuleysisbóta, greiðslur vegna launa einstaklinga á uppsagnarfresti, frestun á skattgreiðslum, veiting lokunarstyrkja auk brúar- og stuðningslána. Helstu skilyrði þess að rekstraraðili geti sótt um tekjufallsstyrk: Hann hafi orðið fyrir minnst 50% tekjufalli á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september 2020. Að hámarki þrír launamenn starfi hjá rekstraraðila. Umsækjendur þurfa að auki að uppfylla skilyrði um skattskyldu á Íslandi, lágmarksveltu, skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins og áframhaldandi rekstur. Verði frumvarpið óbreytt að lögum mun Skatturinn sjá um afgreiðslu tekjufallsstyrkja. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Leikhús Ferðamennska á Íslandi Uppistand Tónlist Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent