Skipstjóri og útgerðarfélag sýknuð af ákæru um brottkast á grásleppuveiðum Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2020 13:33 Við skýrslutöku hafði skipstjórinn neitað að hafa hent nýtilegum fiski í sjóinn og að það væri hagstæðast fyrir hann að koma með allan þorsk að landi og landa honum. Getty Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað skipstjóra á grásleppubát og útgerðarfélag af ákæru um ólöglegt brottkast á fiski. Ákæruvaldið byggði ákæru á myndum úr eftirlitsmyndavél flugvélar Landhelgisgæslunnar, en dóminum þótti ekki sannað að um nytjafisk hafi verið að ræða sem kastað var fyrir borð. Dómur héraðsdóms féll í september en var fyrst birtur á heimasíðu dómstólsins í dag. Í ákæru kom fram að skipstjórinn hafi gerst brotlegur við lög um umgengni við nytjastofna sjávar með því að hafa losað úr neti og hent aftur í sjóinn átta fiskum af ótilgreindum tegundum nytjafiska. Hafi þetta átt sér stað við veiðar í apríl á síðasta ári. Byggði á myndbandsupptöku Landhelgisgæslan hafði sent lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra kæru þar sem kom fram að fylgst hafi verið með bátnum í gegnum eftirlitsmyndavél flugvélarinnar og þá komið í ljós að fiski var kastað í sjóinn. Með kærunni fylgdi myndbandsupptaka sem kæran byggði á. Við skýrslutöku hafði skipstjórinn neitað að hafa hent nýtilegum fiski í sjóinn og að það væri hagstæðast fyrir hann að koma með allan þorsk að landi og landa honum. Hann sagðist þó henda, tindabikkjukrossfiskum, ígulkerjum, þara og þess háttar aftur í sjóinn. Lúðu kvað hann skylt að sleppa og sagði hann óvenju mikið hafi verið af henni á þessum tíma. Ómögulegt að fullyrða um tegund fiskanna Í niðurstöðu dómsins segir að umrætt myndband úr flugvél Landhelgisgæslunnar hafi verið tekið í töluverðri hæð sem skýri það að það sé ekki skýrara en raun ber vitni. Dómurinn fellst á orð ákæruvaldsins að í flest skiptanna sé um fisk að ræða. Hins vegar sé það, eftir ítrekaða skoðun á myndbandinu, ómögulegt að fullyrða nokkuð um það hverrar tegundar fiskarnir eru þó „einhverjir þeirra séu að öllum líkindum bolfiskar“. Ennfremur segir að ákærði hafi ítrekað neitað sök í málinu. „Þar sem ógerningur er að greina hverrar tegundar fiskurinn var sem varpað var í sjóinn er ekki útilokað að það hafi verið fiskur sem samkvæmt 2. mgr. reglugerðar nr. 468/2013 var refsilaust að varpa í sjóinn,“ segir í dómnum. Því sé skipstjórinn sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og því beri um leið að sýkna útgerðarfélagið. Allir sakarkostnaður og málsvarnarlaun verjanda skuli greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað skipstjóra á grásleppubát og útgerðarfélag af ákæru um ólöglegt brottkast á fiski. Ákæruvaldið byggði ákæru á myndum úr eftirlitsmyndavél flugvélar Landhelgisgæslunnar, en dóminum þótti ekki sannað að um nytjafisk hafi verið að ræða sem kastað var fyrir borð. Dómur héraðsdóms féll í september en var fyrst birtur á heimasíðu dómstólsins í dag. Í ákæru kom fram að skipstjórinn hafi gerst brotlegur við lög um umgengni við nytjastofna sjávar með því að hafa losað úr neti og hent aftur í sjóinn átta fiskum af ótilgreindum tegundum nytjafiska. Hafi þetta átt sér stað við veiðar í apríl á síðasta ári. Byggði á myndbandsupptöku Landhelgisgæslan hafði sent lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra kæru þar sem kom fram að fylgst hafi verið með bátnum í gegnum eftirlitsmyndavél flugvélarinnar og þá komið í ljós að fiski var kastað í sjóinn. Með kærunni fylgdi myndbandsupptaka sem kæran byggði á. Við skýrslutöku hafði skipstjórinn neitað að hafa hent nýtilegum fiski í sjóinn og að það væri hagstæðast fyrir hann að koma með allan þorsk að landi og landa honum. Hann sagðist þó henda, tindabikkjukrossfiskum, ígulkerjum, þara og þess háttar aftur í sjóinn. Lúðu kvað hann skylt að sleppa og sagði hann óvenju mikið hafi verið af henni á þessum tíma. Ómögulegt að fullyrða um tegund fiskanna Í niðurstöðu dómsins segir að umrætt myndband úr flugvél Landhelgisgæslunnar hafi verið tekið í töluverðri hæð sem skýri það að það sé ekki skýrara en raun ber vitni. Dómurinn fellst á orð ákæruvaldsins að í flest skiptanna sé um fisk að ræða. Hins vegar sé það, eftir ítrekaða skoðun á myndbandinu, ómögulegt að fullyrða nokkuð um það hverrar tegundar fiskarnir eru þó „einhverjir þeirra séu að öllum líkindum bolfiskar“. Ennfremur segir að ákærði hafi ítrekað neitað sök í málinu. „Þar sem ógerningur er að greina hverrar tegundar fiskurinn var sem varpað var í sjóinn er ekki útilokað að það hafi verið fiskur sem samkvæmt 2. mgr. reglugerðar nr. 468/2013 var refsilaust að varpa í sjóinn,“ segir í dómnum. Því sé skipstjórinn sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og því beri um leið að sýkna útgerðarfélagið. Allir sakarkostnaður og málsvarnarlaun verjanda skuli greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira