Helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vill þjóðaratkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2020 18:46 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, bróðurpartur þingmanna Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þetta er í fimmta skipti sem tillaga sem þessi er lögð fram á Alþingi, nú síðast á nýliðnum vetri en aldrei náð fram að ganga. Tæpt ár er liðið frá því Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag um rannsóknir á möguleikum á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Samkomulagið byggði á skýrslu stýrihóps um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins. Hér sést dreifing þingmanna eftir flokkum og kjördæmum sem skrifa upp á þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Grafík/HÞ Athygli vekur að helmingur þingmanna stjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skrifa undir tillöguna. Þingmennirnir tuttugu og fjórir vilja að þjóðin verði spurð: Foto: HÞ Flestir koma þingmennirnir úr Suðvesturkjördæmi eða sex. Fimm koma úr Norðausturkjördæmi og annar eins fjöldi úr Norðvesturkjördæmi, fjórir koma úr suðurkjördæmi og fjórir úr Reykjavíkurkjördæmunum, þar sem umræddur flugvöllur er staðsettur, þar af einn stjórnarþingmaður úr Sjálfstæðisflokknum. Átta af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fjórir af átta Framsóknarflokksins, níu af ellefu þingmönnum Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn af níu þingmönnum Vinstri grænna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Grafík/HÞ Samkvæmt samkomulagi samgönguráðherra og borgarstjóra frá 28. nóvember í fyrra hefur verið skipaður stýrihópur til að fylgjast með rannsóknum á kostum Hvassahrauns fyrir nýjan flugvöll. Borgini og ríkið skipta méð sér 200 milljóna framlagi til rannsóknanna. Stefnt er að því að taka ákvörðun hvort af byggingu flugvallarins verði fyrir lok árs 2024. Reykjavíkurflugvöllur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Fréttir af flugi Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. 29. nóvember 2019 22:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, bróðurpartur þingmanna Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þetta er í fimmta skipti sem tillaga sem þessi er lögð fram á Alþingi, nú síðast á nýliðnum vetri en aldrei náð fram að ganga. Tæpt ár er liðið frá því Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag um rannsóknir á möguleikum á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Samkomulagið byggði á skýrslu stýrihóps um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins. Hér sést dreifing þingmanna eftir flokkum og kjördæmum sem skrifa upp á þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Grafík/HÞ Athygli vekur að helmingur þingmanna stjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skrifa undir tillöguna. Þingmennirnir tuttugu og fjórir vilja að þjóðin verði spurð: Foto: HÞ Flestir koma þingmennirnir úr Suðvesturkjördæmi eða sex. Fimm koma úr Norðausturkjördæmi og annar eins fjöldi úr Norðvesturkjördæmi, fjórir koma úr suðurkjördæmi og fjórir úr Reykjavíkurkjördæmunum, þar sem umræddur flugvöllur er staðsettur, þar af einn stjórnarþingmaður úr Sjálfstæðisflokknum. Átta af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fjórir af átta Framsóknarflokksins, níu af ellefu þingmönnum Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn af níu þingmönnum Vinstri grænna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Grafík/HÞ Samkvæmt samkomulagi samgönguráðherra og borgarstjóra frá 28. nóvember í fyrra hefur verið skipaður stýrihópur til að fylgjast með rannsóknum á kostum Hvassahrauns fyrir nýjan flugvöll. Borgini og ríkið skipta méð sér 200 milljóna framlagi til rannsóknanna. Stefnt er að því að taka ákvörðun hvort af byggingu flugvallarins verði fyrir lok árs 2024.
Reykjavíkurflugvöllur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Fréttir af flugi Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. 29. nóvember 2019 22:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45
Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. 29. nóvember 2019 22:05