Að hlýða eða hlýða ekki – þar er efinn Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2020 17:36 Eins og frægt er orðið var golfvöllum höfuðborgarsvæðisins lokað í sóttvarnarskyni og kylfingum sem þar búa bannað að sækja golfvelli utan þess svæðis. Málið virðist við fyrstu sýn pínlega hjákátlegt. Hver vorkennir fólki í köflóttum buxum það að komast ekki til að slá litla kúlu um koppagrundir? Ekki ég. Ekki hætishót. Eru ekki önnur mál mikilvægari? Höfum við ekki feitari gelti að flá en eltast við þessa vitleysu? Í alvöru? Jú, nema meinið er að þetta litla skrítna kjánalega mál varpar ljósi á mikilvæga þætti sóttvarna og hvernig að þeim er staðið. Hvar samstaðan er lykilatriði, eins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt. Með lögum skal land byggja OG ólögum eyða eins og segir í Njálu. Seinni hluti þessarar setningar sem lögreglan gerði að einkunnarorðum sínum vill oft gleymast. Hvorki sóttvarnalæknir né Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ hafa í ýmsum viðtölum um málið svarað þeim gildu spurningum sem eru uppi. Annað hvort skilja þeir málið ekki og/eða vilja eyða því með afvegaleiðingum. Því annað hvort er það nema spyrlum hafi láðst að spyrja hreint út? Málið snýst nefnilega ekki um spæling kylfinga að komast ekki í golf. Reyndar er móðgandi að stilla málum þannig upp. Ekkert skortir á gremju kylfinga en þar í hópi eru einnig margir sem hafa ama að þessari umræðu og óttast hana jafnvel. Telja hana sem slíka meinsemd. En þetta snýst ekki um að „eitt verði yfir alla að ganga“ og við „verðum að hlýða“ hlýðninnar og samstöðunnar vegna. Hér er öllu á haus snúið. Það eru ekki þeir sem benda á misræmi sem bera ábyrgð á hugsanlegum skorti hinnar mikilvægu samstöðu heldur þeir sem setja ólögin. Þetta er ekki ákall um að hlýða ekki — því er öfugt farið. Spurningunum sem er ósvarað eru eftirfarandi: a) Ljóst er að reglurnar standast ekki skoðun, um það þarf ekki að deila — um þetta eru allir sammála að hætta á smiti í golfi er nánast engin — og því er spurt: Er ekki hætta á því þegar fólki er gert að fara eftir reglum sem ekki standast skoðun að slíkt grafi undan þeim reglum sem sannarlega eiga fullan rétt á sér? (Ef einhver sér reglu sem hann telur ekki ástæðu til að taka mark á er hætt við að sá hinn sami telji það eiga við um næstu reglu einnig.) b) Um er að ræða tilmæli (ekki „bein tilmæli“ né „beina tilskipun“ – sic) sem snúa að íþróttahreyfingunni í heild sinni. Þar er augljóslega verið að vísa til keppnisíþrótta og þá ekki síst íþrótta sem krefjast snertingar. Í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins er hvatt til þess að fólk stundi útivist og lýðheilsulega hætti. Golfíþróttinni eins og hún er stunduð á Íslandi og víðar svipar að 90 prósentum til almennrar heilsuræktar, 10 prósent hennar (ef það) gengur út á keppni sem þá flokkast sem íþróttastarf. Meira að segja án snertingar. Í ljósi þessa: Af hverju stekkur GSÍ til, þegar um er að ræða almenn tilmæli til íþróttahreyfingarinnar, að teknu tilliti til aðstæðna vel að merkja; hoppar, veifar og hrópar og kallar og spyr: Eigum við ekki alveg örugglega að loka öllu líka? Það er nefnilega svo að kreddur hlýðninnar fólks geta reynst helsti óvinur sóttvarna. Kannski óvænt niðurstaða? Höfundur er blaðamaður og áhugakylfingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Eins og frægt er orðið var golfvöllum höfuðborgarsvæðisins lokað í sóttvarnarskyni og kylfingum sem þar búa bannað að sækja golfvelli utan þess svæðis. Málið virðist við fyrstu sýn pínlega hjákátlegt. Hver vorkennir fólki í köflóttum buxum það að komast ekki til að slá litla kúlu um koppagrundir? Ekki ég. Ekki hætishót. Eru ekki önnur mál mikilvægari? Höfum við ekki feitari gelti að flá en eltast við þessa vitleysu? Í alvöru? Jú, nema meinið er að þetta litla skrítna kjánalega mál varpar ljósi á mikilvæga þætti sóttvarna og hvernig að þeim er staðið. Hvar samstaðan er lykilatriði, eins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt. Með lögum skal land byggja OG ólögum eyða eins og segir í Njálu. Seinni hluti þessarar setningar sem lögreglan gerði að einkunnarorðum sínum vill oft gleymast. Hvorki sóttvarnalæknir né Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ hafa í ýmsum viðtölum um málið svarað þeim gildu spurningum sem eru uppi. Annað hvort skilja þeir málið ekki og/eða vilja eyða því með afvegaleiðingum. Því annað hvort er það nema spyrlum hafi láðst að spyrja hreint út? Málið snýst nefnilega ekki um spæling kylfinga að komast ekki í golf. Reyndar er móðgandi að stilla málum þannig upp. Ekkert skortir á gremju kylfinga en þar í hópi eru einnig margir sem hafa ama að þessari umræðu og óttast hana jafnvel. Telja hana sem slíka meinsemd. En þetta snýst ekki um að „eitt verði yfir alla að ganga“ og við „verðum að hlýða“ hlýðninnar og samstöðunnar vegna. Hér er öllu á haus snúið. Það eru ekki þeir sem benda á misræmi sem bera ábyrgð á hugsanlegum skorti hinnar mikilvægu samstöðu heldur þeir sem setja ólögin. Þetta er ekki ákall um að hlýða ekki — því er öfugt farið. Spurningunum sem er ósvarað eru eftirfarandi: a) Ljóst er að reglurnar standast ekki skoðun, um það þarf ekki að deila — um þetta eru allir sammála að hætta á smiti í golfi er nánast engin — og því er spurt: Er ekki hætta á því þegar fólki er gert að fara eftir reglum sem ekki standast skoðun að slíkt grafi undan þeim reglum sem sannarlega eiga fullan rétt á sér? (Ef einhver sér reglu sem hann telur ekki ástæðu til að taka mark á er hætt við að sá hinn sami telji það eiga við um næstu reglu einnig.) b) Um er að ræða tilmæli (ekki „bein tilmæli“ né „beina tilskipun“ – sic) sem snúa að íþróttahreyfingunni í heild sinni. Þar er augljóslega verið að vísa til keppnisíþrótta og þá ekki síst íþrótta sem krefjast snertingar. Í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins er hvatt til þess að fólk stundi útivist og lýðheilsulega hætti. Golfíþróttinni eins og hún er stunduð á Íslandi og víðar svipar að 90 prósentum til almennrar heilsuræktar, 10 prósent hennar (ef það) gengur út á keppni sem þá flokkast sem íþróttastarf. Meira að segja án snertingar. Í ljósi þessa: Af hverju stekkur GSÍ til, þegar um er að ræða almenn tilmæli til íþróttahreyfingarinnar, að teknu tilliti til aðstæðna vel að merkja; hoppar, veifar og hrópar og kallar og spyr: Eigum við ekki alveg örugglega að loka öllu líka? Það er nefnilega svo að kreddur hlýðninnar fólks geta reynst helsti óvinur sóttvarna. Kannski óvænt niðurstaða? Höfundur er blaðamaður og áhugakylfingur.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun