Hugsað með hjartanu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 19. október 2020 07:01 Í dag, 19 október, hefði Guðrún Ögmundsdóttir orðið sjötug ef hún hefði lifað. Fyrirsögn þessarar greinar vísar til þess hvernig hún nálgaðist öll mál sem hún lét til sín taka en hún hugsaði alltaf með hjartanu. Þegar henni fannst vitsmunirnar vera um of ráðandi í umræðunni á kostnað tilfinninganna þá átti hún það til að hvessa sig, banka í hjartastað og biðja fólk að hlusta á þau skilaboð sem þaðan kæmu. Gunna kom víða við og lagði mörgum réttlætismálum lið. Jöfnuður og kvenfrelsi gengu eins og rauður þráður í gegnum öll hennar verk en þegar öllu er á botninn hvolft var það alltaf félagsráðgjafinn Gunna sem var að störfum. Sem félagsráðgjafi nálgaðist hún öll mál með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi og lagði áherslu á að þeir sem þyrftu á aðstoð að halda ættu sjálfstæðan og sjálfsagðan rétt en væru ekki þiggjendur þess sem væri að þeim rétt. Allir þekkja framlag Gunnu til réttindabaráttu samkynheigðra og að sanngirnisbótum fyrir þá sem voru órétti beittir á vistheimilum ríkisins en færri þekkja hvernig hún lét um sig muna á ýmsum öðrum sviðum. Hún var um tíma félagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítalans og vann þar mikið að málum kvenna sem þurftu að sækja um þungunarrof eftir að tímafrestir voru útrunnir. Sú reynsla skaut sterkum stoðum undir þá skoðun hennar að konur ættu sjálfar að ráða yfir eigin líkama en ekki einhverjir nefndarmenn sem hefðu takmarkaðar forsendur til að setja sig í spor kvenna. Þarna hugsaði Gunna með hjartanu. Gunna var virkur þátttakandi í Reykjavíkurlistanum sem komst til valda í Reykjavík vorið 1994 eftir nær 60 ára samfellda valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Reykjavíkurlistinn lagði áherslu á að breyta menningunni í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar úr menningu valdstjórnar í menningu og viðhorf sem byggðust á því að þjóna. Gunna var formaður Félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar og hún hófst þegar handa, í samstarfi við Láru Björnsdóttur félagsmálastjóra og hennar fólk, við að breyta fjárhagsaðstoð úr n.k. ölmusu í réttindi byggð á gegnsæjum reglum. Á þessu ári eru einmitt 25 ár síðan þessi breyting var innleidd hjá Reykjavíkurborg sem óhætt er að segja að hafði afgerandi áhrif á vinnubrögð og viðhorf félagsráðgjafa sem unnu með fjárhagsaðstoð og félagslega ráðgjöf. Ég var borgarstjóri á þessum tíma og með þessu fækkaði þeim verulega sem töldu sig þurfa að fara á fund borgarstjóra til að biðja um framfærslu. Rétturinn var tryggður. Breytingarnar hjá Reykjavíkurborg gengu ekki átakalaust fyrir sig og við vorum gagnrýnd fyrir að gera of vel við skjólstæðingana og kostnaður borgarinnar yrði of mikill. En eins og Gunna sagði í viðtali við Mbl. Í maí 1995, ,,af hverju á þetta fólk að vera fimmta flokks sem lendir í tímabundum erfiðleikum? Af hverju á fólk að þurfa að suða sig í gegnum kerfið?“ Því miður erum við ennþá með einhver kerfi sem miðast meira við að vera valdstjórn en þjónusta við fólkið og ennþá eru þess dæmi að fólk þurfi að suða sig í gegnum kerfið. Við erum nokkur, vinir Gunnu, vandamenn og fyrrum samstarfsmenn, sem ætlum nota afmælisdaginn hennar til að halda minningu hennar á lofti á Facebook með því að skoða hvernig við getum fylgt hennar fordæmi, hugsað með hjartanu og látið það vísa okkur veginn í umbótastarfi sem alltaf er nauðsynlegt. Höfundur er fyrrverandi borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 19 október, hefði Guðrún Ögmundsdóttir orðið sjötug ef hún hefði lifað. Fyrirsögn þessarar greinar vísar til þess hvernig hún nálgaðist öll mál sem hún lét til sín taka en hún hugsaði alltaf með hjartanu. Þegar henni fannst vitsmunirnar vera um of ráðandi í umræðunni á kostnað tilfinninganna þá átti hún það til að hvessa sig, banka í hjartastað og biðja fólk að hlusta á þau skilaboð sem þaðan kæmu. Gunna kom víða við og lagði mörgum réttlætismálum lið. Jöfnuður og kvenfrelsi gengu eins og rauður þráður í gegnum öll hennar verk en þegar öllu er á botninn hvolft var það alltaf félagsráðgjafinn Gunna sem var að störfum. Sem félagsráðgjafi nálgaðist hún öll mál með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi og lagði áherslu á að þeir sem þyrftu á aðstoð að halda ættu sjálfstæðan og sjálfsagðan rétt en væru ekki þiggjendur þess sem væri að þeim rétt. Allir þekkja framlag Gunnu til réttindabaráttu samkynheigðra og að sanngirnisbótum fyrir þá sem voru órétti beittir á vistheimilum ríkisins en færri þekkja hvernig hún lét um sig muna á ýmsum öðrum sviðum. Hún var um tíma félagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítalans og vann þar mikið að málum kvenna sem þurftu að sækja um þungunarrof eftir að tímafrestir voru útrunnir. Sú reynsla skaut sterkum stoðum undir þá skoðun hennar að konur ættu sjálfar að ráða yfir eigin líkama en ekki einhverjir nefndarmenn sem hefðu takmarkaðar forsendur til að setja sig í spor kvenna. Þarna hugsaði Gunna með hjartanu. Gunna var virkur þátttakandi í Reykjavíkurlistanum sem komst til valda í Reykjavík vorið 1994 eftir nær 60 ára samfellda valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Reykjavíkurlistinn lagði áherslu á að breyta menningunni í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar úr menningu valdstjórnar í menningu og viðhorf sem byggðust á því að þjóna. Gunna var formaður Félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar og hún hófst þegar handa, í samstarfi við Láru Björnsdóttur félagsmálastjóra og hennar fólk, við að breyta fjárhagsaðstoð úr n.k. ölmusu í réttindi byggð á gegnsæjum reglum. Á þessu ári eru einmitt 25 ár síðan þessi breyting var innleidd hjá Reykjavíkurborg sem óhætt er að segja að hafði afgerandi áhrif á vinnubrögð og viðhorf félagsráðgjafa sem unnu með fjárhagsaðstoð og félagslega ráðgjöf. Ég var borgarstjóri á þessum tíma og með þessu fækkaði þeim verulega sem töldu sig þurfa að fara á fund borgarstjóra til að biðja um framfærslu. Rétturinn var tryggður. Breytingarnar hjá Reykjavíkurborg gengu ekki átakalaust fyrir sig og við vorum gagnrýnd fyrir að gera of vel við skjólstæðingana og kostnaður borgarinnar yrði of mikill. En eins og Gunna sagði í viðtali við Mbl. Í maí 1995, ,,af hverju á þetta fólk að vera fimmta flokks sem lendir í tímabundum erfiðleikum? Af hverju á fólk að þurfa að suða sig í gegnum kerfið?“ Því miður erum við ennþá með einhver kerfi sem miðast meira við að vera valdstjórn en þjónusta við fólkið og ennþá eru þess dæmi að fólk þurfi að suða sig í gegnum kerfið. Við erum nokkur, vinir Gunnu, vandamenn og fyrrum samstarfsmenn, sem ætlum nota afmælisdaginn hennar til að halda minningu hennar á lofti á Facebook með því að skoða hvernig við getum fylgt hennar fordæmi, hugsað með hjartanu og látið það vísa okkur veginn í umbótastarfi sem alltaf er nauðsynlegt. Höfundur er fyrrverandi borgarstjóri.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun