Krísufundur eftir að borgarstjóri Kaupmannahafnar var sakaður um kynferðislega áreitni Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 13:45 Frank Jensen. Getty/Ole Jensen Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. Önnur þeirra, Maria Gudme, steig fram í viðtali við Jótlandspóstinn og sagði Jensen hafa strokið á henni innanvert lærið og farið upp undir kjól hennar árið 2012 Gudme er meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum líkt og Jensen og hafði tekið virkan þátt í starfi flokksins. Hún situr enn í svæðisráði flokksins á Kaupmannahafnarsvæðinu. Jensen hefur nú boðað til krísufundar vegna málsins. Í viðtali við TV2 segist hún hafa tilkynnt málið á sínum tíma en fékk engin viðbrögð í það skiptið. Í september á þessu ári ákvað hún að senda aðra formlega kvörtun og fékk símtal frá Jensen tveimur dögum síðar þar sem hann baðst afsökunar. Henni þótti símtalið óviðeigandi og fannst hann misnota valdastöðu sína með því. Hún segist ekki hafa gefið flokknum leyfi til þess að láta hann vita af kvörtuninni. Það hafi verið óþægilegt að fá símtalið án viðvörunar, hún hafi farið að skjálfa og liðið verulega illa í kjölfarið. Vitni staðfesta frásögn Gudme í viðtali Jótlandspóstsins en hin konan kemur ekki fram undir nafni. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið undanfarna daga og hafa aðrir meðlimir gagnrýnt að slík hegðun viðgangist innan flokksins. Sagðist ein hafa verið sérstaklega vöruð við Jensen þegar hún byrjaði að taka þátt í starfi flokksins. Ekki fyrstu atvikin sem rata í fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jensen er sakaður um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. Árið 2004 greindi danska götublaðið Se og hør frá því að kona hafði þurft að fjarlægja hendur Jensen af lærum sínum í þrígang í jólaboði, þar sem hann reyndi sífellt að snerta þau undir borðið. Árið 2011 greindi Ekstra Bladet frá því að jólaboði það árið hefði Jensen sleikt eyra á einni konu, hálsinn á annarri og hann hafi ítrekað reynt að faðma konur á dansgólfinu gegn þeirra vilja. Jensen baðst afsökunar í janúar 2012 og sagðist ekki hafa ætlað að stíga yfir mörk kvennanna. Í Facebook-færslu fyrr í vikunni baðst hann aftur afsökunar og sagðist oft hafa verið þátttakandi í „óheilbrigðri menningu“ á vettvangi stjórnmálanna. „Undanfarin ár höfum við gengið í gegnum mikilvægar og ákveðnar breytingar, sem hafa leitt til þess að ég hef þurft að hugsa um framkomu mína. Ég er fullkomlega meðvitaður um það að ég hef greinilega gert mistök,“ skrifar Jensen. „Það eru atvik og smáatriði sem við upplifum á mismunandi vegu. Útgangspunkturinn er þó sá að konur hafa upplifað að ég hafi farið yfir þeirra mörk. Ábyrgðin á því er alfarið mín.“ Danmörk MeToo Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. Önnur þeirra, Maria Gudme, steig fram í viðtali við Jótlandspóstinn og sagði Jensen hafa strokið á henni innanvert lærið og farið upp undir kjól hennar árið 2012 Gudme er meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum líkt og Jensen og hafði tekið virkan þátt í starfi flokksins. Hún situr enn í svæðisráði flokksins á Kaupmannahafnarsvæðinu. Jensen hefur nú boðað til krísufundar vegna málsins. Í viðtali við TV2 segist hún hafa tilkynnt málið á sínum tíma en fékk engin viðbrögð í það skiptið. Í september á þessu ári ákvað hún að senda aðra formlega kvörtun og fékk símtal frá Jensen tveimur dögum síðar þar sem hann baðst afsökunar. Henni þótti símtalið óviðeigandi og fannst hann misnota valdastöðu sína með því. Hún segist ekki hafa gefið flokknum leyfi til þess að láta hann vita af kvörtuninni. Það hafi verið óþægilegt að fá símtalið án viðvörunar, hún hafi farið að skjálfa og liðið verulega illa í kjölfarið. Vitni staðfesta frásögn Gudme í viðtali Jótlandspóstsins en hin konan kemur ekki fram undir nafni. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið undanfarna daga og hafa aðrir meðlimir gagnrýnt að slík hegðun viðgangist innan flokksins. Sagðist ein hafa verið sérstaklega vöruð við Jensen þegar hún byrjaði að taka þátt í starfi flokksins. Ekki fyrstu atvikin sem rata í fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jensen er sakaður um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. Árið 2004 greindi danska götublaðið Se og hør frá því að kona hafði þurft að fjarlægja hendur Jensen af lærum sínum í þrígang í jólaboði, þar sem hann reyndi sífellt að snerta þau undir borðið. Árið 2011 greindi Ekstra Bladet frá því að jólaboði það árið hefði Jensen sleikt eyra á einni konu, hálsinn á annarri og hann hafi ítrekað reynt að faðma konur á dansgólfinu gegn þeirra vilja. Jensen baðst afsökunar í janúar 2012 og sagðist ekki hafa ætlað að stíga yfir mörk kvennanna. Í Facebook-færslu fyrr í vikunni baðst hann aftur afsökunar og sagðist oft hafa verið þátttakandi í „óheilbrigðri menningu“ á vettvangi stjórnmálanna. „Undanfarin ár höfum við gengið í gegnum mikilvægar og ákveðnar breytingar, sem hafa leitt til þess að ég hef þurft að hugsa um framkomu mína. Ég er fullkomlega meðvitaður um það að ég hef greinilega gert mistök,“ skrifar Jensen. „Það eru atvik og smáatriði sem við upplifum á mismunandi vegu. Útgangspunkturinn er þó sá að konur hafa upplifað að ég hafi farið yfir þeirra mörk. Ábyrgðin á því er alfarið mín.“
Danmörk MeToo Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira