Willum Þór Willumsson spilaði allan leikinn á miðju BATE Borisov er liðið gerði jafntefli í Hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í dag. BATE heldur toppsæti deildarinnar. Þá var Aron Jóhannsson á skotskónum í 4-2 sigri með liði sínu Hammarby og Sandra María Jessen spilaði allan leikinn í markalausu jafntefli.
Maksim Skavysh skoraði bæði mörk BATE er liðið heimsótti en Isloch Minsk Raion. Gestirnir lentu undir á 19. mínútu. Þeir svöruðu með tveimur mörkum en Igor Kuzmenok jafnaði fyrir Misk Raion á 69. mínútu og þar við sat. Lokatölur 2-2 sem þýðir að BATE heldur toppsætinu en er nú aðeins með þriggja stiga forystu á Neman Grodno.
BATE með 50 stig eftir 26 leiki en Grodno 47.
Aron Jóhannsson skoraði annað mark Hammarby er liðið lagði Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni. Mark Arons kom strax á fimmtu mínútu leiksins. Hammarby vann leikinn 4-2 og er nú í 5. sæti með 36 stig, aðeins þremur stigum frá Elfsborg í 2. sætinu.
Þá var Sandra María Jessen í byrjunarliði Bayer Leverkusen sem gerði 0-0 jafntefli við Essen-Schönebeck í þýsku úrvalsdeildinni. Leverkusen er sem stendur í 5. sæti deildarinnar með 11 stig þegar sjö umferðum er lokið.