Segir heilbrigðisráðherra hafa vitað af málinu síðan í febrúar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. október 2020 18:30 Formaður MS-félagsins segir mannréttindi konu með MS fótum troðin þegar henni var synjað um heimaþjónustu og húsnæði. Heilbrigðisráðherra hafi lengi vitað af málinu og ekkert gert. Nú sé verið að skoða lagalega stöðu konunnar. Við höfum undanfarið sagt frá máli Margrétar Sigríðar sem er með MS-taugasjúkdóminn en frá því í janúar hefur hún verið heimilislaus og var vistuð frísk á bráðadeild Landspítalans í næstum sjö mánuði og dvelur nú í bráðabirgðavistun á Droplaugastöðum sem lýkur í næsta mánuði. Björg Ásta Þórðardóttir formaður MS- félagsins segir félagið hafa verið í samtali við heilbrigðisráðherra strax í febrúar. „Við teljum að mannréttindi hennar hafi verið fótum troðin í marga mánuði núna. Mér hefur einhvern veginn þótt málið velkjast um í kerfinu og á meðan er konan föst í kerfinu húsnæðislaus í bráðum heilt ár. Þetta úrræðaleysi er algjört,“ segir Björg. Hún segir fleiri í sömu stöðu. „Já því miður er það staðan, þetta er ekki einsdæmi. Þá teljum við mikilvægt að fá sérstaka lausn fyrir ungt fólk sem þarf á umönnun að halda að halda vegna fötlunar sinnar en eins og staða er núna þá er slíkt ekki fyrir hendi. Það eru t.d. 130 manns sem eru ennþá ungir, vistaðir á hjúkrunarheimilum þar sem langflestir aðrir íbúar eru komnir á eldri ár. Þetta þarf líka að laga því yngra fólk hefur allt aðrar þarfir en það sem er farið að eldast mikið,“ segir hún. Hún segir að verið sé að kanna hvort fara eigi lengra með mál Margrétar. „Það er núna til skoðunnar og það er auðvitað Margrét Sigríður og hennar fólk sem tekur ákvörðun í framhaldinu en við munum styðja hana hvað sem hún ákveður í framhaldinu. Ms-félagið sendi frá sér áskorun til stjórnvalda í dag þar sem hvatt er til að lausn fáist í máli Margrétar. Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar hefur ekki séð annað eins dæmi. Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar hefur ekki séð annað eins dæmi og mál Margrétar Sigríðar.Vísir „Þetta mál er held ég það svæsnasta sem ég hef heyrt eða lesið um af sambærilegum tilfellum. Hann segir mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni meira saman í lausn á slíkum málum. „Aðalmálið er að fjármagnið með einstaklingum má ekki stoppa því þá verður til stífla og vandinn flæðir út um allt. Það væri best er fjármagnið fylgdi hverjum einstakling en væri ekki á hendi opinberra aðila eins og nú er,“ segir hann. Fréttastofa leitaði viðbragða frá Heilbrigðisráðuneytinu í dag en fékk þær upplýsingar að þær bærust í næstu viku. Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. 18. október 2020 14:48 Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Formaður MS-félagsins segir mannréttindi konu með MS fótum troðin þegar henni var synjað um heimaþjónustu og húsnæði. Heilbrigðisráðherra hafi lengi vitað af málinu og ekkert gert. Nú sé verið að skoða lagalega stöðu konunnar. Við höfum undanfarið sagt frá máli Margrétar Sigríðar sem er með MS-taugasjúkdóminn en frá því í janúar hefur hún verið heimilislaus og var vistuð frísk á bráðadeild Landspítalans í næstum sjö mánuði og dvelur nú í bráðabirgðavistun á Droplaugastöðum sem lýkur í næsta mánuði. Björg Ásta Þórðardóttir formaður MS- félagsins segir félagið hafa verið í samtali við heilbrigðisráðherra strax í febrúar. „Við teljum að mannréttindi hennar hafi verið fótum troðin í marga mánuði núna. Mér hefur einhvern veginn þótt málið velkjast um í kerfinu og á meðan er konan föst í kerfinu húsnæðislaus í bráðum heilt ár. Þetta úrræðaleysi er algjört,“ segir Björg. Hún segir fleiri í sömu stöðu. „Já því miður er það staðan, þetta er ekki einsdæmi. Þá teljum við mikilvægt að fá sérstaka lausn fyrir ungt fólk sem þarf á umönnun að halda að halda vegna fötlunar sinnar en eins og staða er núna þá er slíkt ekki fyrir hendi. Það eru t.d. 130 manns sem eru ennþá ungir, vistaðir á hjúkrunarheimilum þar sem langflestir aðrir íbúar eru komnir á eldri ár. Þetta þarf líka að laga því yngra fólk hefur allt aðrar þarfir en það sem er farið að eldast mikið,“ segir hún. Hún segir að verið sé að kanna hvort fara eigi lengra með mál Margrétar. „Það er núna til skoðunnar og það er auðvitað Margrét Sigríður og hennar fólk sem tekur ákvörðun í framhaldinu en við munum styðja hana hvað sem hún ákveður í framhaldinu. Ms-félagið sendi frá sér áskorun til stjórnvalda í dag þar sem hvatt er til að lausn fáist í máli Margrétar. Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar hefur ekki séð annað eins dæmi. Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar hefur ekki séð annað eins dæmi og mál Margrétar Sigríðar.Vísir „Þetta mál er held ég það svæsnasta sem ég hef heyrt eða lesið um af sambærilegum tilfellum. Hann segir mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni meira saman í lausn á slíkum málum. „Aðalmálið er að fjármagnið með einstaklingum má ekki stoppa því þá verður til stífla og vandinn flæðir út um allt. Það væri best er fjármagnið fylgdi hverjum einstakling en væri ekki á hendi opinberra aðila eins og nú er,“ segir hann. Fréttastofa leitaði viðbragða frá Heilbrigðisráðuneytinu í dag en fékk þær upplýsingar að þær bærust í næstu viku.
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. 18. október 2020 14:48 Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. 18. október 2020 14:48
Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11
Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31
Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31
„Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00
„Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26