„Erfitt að geta ekki sýnt þetta mannlega“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. október 2020 20:02 Flókinni ummönnun gjörgæslusjúklinga með COVID-19 fylgir mikið álag að sögn hjúkrunarfræðings á deildinni. Sár myndist undan hlífðarbúnaði og þá taki skortur á mannlegri snertingu á. Fjórir liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans vegna Covid- 19 og tveir eru á öndunarvél. Allt heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með Covid þarf að klæðast hlífðarbúning frá toppi til táar og það reynir á. Við ræddum við Þorbjörgu S. Sigurðardóttur gjörgæsluhjúkrunarfræðing sem var í smá pásu frá umönnun á gjörgæslu í dag um starfið á deildinni og hvernig er að vera alltaf í hlífðarfötum í vinnunni. Hún sinnir Covid-19 veikum á deildinni. „Eftir tvo tíma í búning er maður alveg búin að fá nóg. Maður fær svona innilokunarkennd, þetta er bara rosalegt álag. Við erum alveg að fá sár á andlitið undan grímunni, maður er með ertingu í hálsinum og er þurr því maður drekkur miklu minna en annars í búning. Maður verður því slappur. Maður er gjarnari á að fá höfuðverk. Þannig að það eru svona ýmsir fylgikvilla. Þetta hefur alveg hellingsáhrif,“ segir Þorbjörg. Hún segir þetta líka erfitt fyrir sjúklingana. „Þetta er ekki bara erfitt fyrir okkur heldur líka fyrir sjúklinganna. Það er erfitt fyrir okkur að eiga samskipti við sjúklingana, þeir eiga erfitt með að skilja okkur með grímur og maska fyrir andlitum okkar. Þá er ekki þessi mannlega snerting sem er svo mikilvæg í umönnun. Mikið af okkar tjáningu fer fram með andlitstjáningu og við getum ekki sýnt hana í þessum búning. Svo ertu að tala við aðstandendur og maður getur ekki sýnt þessa tjáningu sem maður gerir með andliti og öðru undir venjulegum kringumstæðum. Þetta verður allt svo miklu ópersónulegra,“ segir Þorbjörg sem var með þessum orðum búin með pásuna á gjörgæslu og þurfti að drífa sig í hjúkrunarstörfin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Flókinni ummönnun gjörgæslusjúklinga með COVID-19 fylgir mikið álag að sögn hjúkrunarfræðings á deildinni. Sár myndist undan hlífðarbúnaði og þá taki skortur á mannlegri snertingu á. Fjórir liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans vegna Covid- 19 og tveir eru á öndunarvél. Allt heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með Covid þarf að klæðast hlífðarbúning frá toppi til táar og það reynir á. Við ræddum við Þorbjörgu S. Sigurðardóttur gjörgæsluhjúkrunarfræðing sem var í smá pásu frá umönnun á gjörgæslu í dag um starfið á deildinni og hvernig er að vera alltaf í hlífðarfötum í vinnunni. Hún sinnir Covid-19 veikum á deildinni. „Eftir tvo tíma í búning er maður alveg búin að fá nóg. Maður fær svona innilokunarkennd, þetta er bara rosalegt álag. Við erum alveg að fá sár á andlitið undan grímunni, maður er með ertingu í hálsinum og er þurr því maður drekkur miklu minna en annars í búning. Maður verður því slappur. Maður er gjarnari á að fá höfuðverk. Þannig að það eru svona ýmsir fylgikvilla. Þetta hefur alveg hellingsáhrif,“ segir Þorbjörg. Hún segir þetta líka erfitt fyrir sjúklingana. „Þetta er ekki bara erfitt fyrir okkur heldur líka fyrir sjúklinganna. Það er erfitt fyrir okkur að eiga samskipti við sjúklingana, þeir eiga erfitt með að skilja okkur með grímur og maska fyrir andlitum okkar. Þá er ekki þessi mannlega snerting sem er svo mikilvæg í umönnun. Mikið af okkar tjáningu fer fram með andlitstjáningu og við getum ekki sýnt hana í þessum búning. Svo ertu að tala við aðstandendur og maður getur ekki sýnt þessa tjáningu sem maður gerir með andliti og öðru undir venjulegum kringumstæðum. Þetta verður allt svo miklu ópersónulegra,“ segir Þorbjörg sem var með þessum orðum búin með pásuna á gjörgæslu og þurfti að drífa sig í hjúkrunarstörfin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45