Innlent

Bíl­belti bjarga lífum og staf­rænt kyn­ferði­sof­beldi færist í aukana

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Faðir sem missti son sinn í bílslysi fyrir tveimur árum segir skelfilegt að dregið hafi úr bílbeltanotkun ungs fólks. Við ræðum við hann í kvöldfréttum Sýnar klukkan hálf sjö og sýnum frá minningarstund sem haldin var í dag um fórnarlömb umferðarslysa.

Fylgst verður ítarlega með stöðunni í landsleik íslenska karlaliðsins í knattspyrnu og Úkraínu í fréttatímanum og rætt við stuðningsmenn sem fylgjast með leiknum á Ölveri.

Þá fjöllum við um stafrænt kynferðisofbeldi sem drifið er af gervigreind og er vaxandi vandamál. Við ræðum líka við formann Geðhjálpar sem er ósáttur við fyrirhugaða uppbyggingu nýrrar geðdeildar í Fossvogi og segir staðsetninguna óheppilega.

Við tölum líka við bókasafnsfræðing sem hlaut í dag verðlaun á Degi íslenskrar tungu sem segir mikilvægt að efla útgáfu íslenskra barnabóka þar sem börn leiti í auknum mæli í enskt lesefni.

Þá skellir Magnús Hlynur sér í afmælisveislu hjá Tónlistarskóla Árnesinga. Þetta og fleira á Sýn og Bylgjunni klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×