Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 12:46 Fjöldi fólks kom saman til stuðnings tjáningarfrelsi og til að minnast kennarans sem var myrtur í Frakklandi um helgina. AP/Michel Euler Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna afhöfðaði sögukennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni á föstudag. Lögreglumenn skutu morðingjanna til bana skammt frá vettvangi. Húsleitirnar sem voru gerðar í dag tengjast þó ekki beint rannsókninni á morðinu. Þær beinast að tugum manna sem er talið að hafi birt stuðningsyfirlýsingar við morðingjann á samfélagsmiðlum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gerard Darmanin, innanríkisráðherra, segir að um áttatíu tilkynningar hafi borist um haturorðræðu frá því á föstudag og boðar að slíkar aðgerðir haldi áfram út vikuna. Ríkisstjórnin hótar því að láta loka samtökum múslima ef þær eru taldar boða hatur. Á meðal þeirra sem eru nú til rannsóknar eru Samtök gegn andúð á íslam sem yfirvöld telja að hvetji til undirróðurs gegn stjórnvöldum. Minntust kennarans um helgina Samuel Paty, 47 ára gamall kennarinn sem var myrtur, hafði fengið hótanir eftir að hann sýndi skopmyndirnar í tíma þar sem hann ræddi við nemendur um tjáningarfrelsi. Saksóknarar segja að hann hafi beðið nemendur sem væru íslamstrúar að líta undan ef þeir vildu ekki sjá myndirnar. Íslamstrú bannar myndir af spámanninum og guði. Morðinginn hafði engin tengsl við Paty eða skólann. Hann er sagður hafa ekið um hundrað kílómetra frá Normandí og beðið nemendur um að benda sér á kennarann. Þegar kennarinn gekk heim á leið elti morðinginn á og skar hann á háls. Þegar lögregla reyndi að handtakan hann skaut hann úr loftbyssu. Lögreglumenn brugðust við með því að skjóta hann níu sinnum. Ellefu manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Darmanin segir að á meðal þeirra sé faðir nemanda við skólann þar sem Paty kenndi og íslamskur aðgerðarsinni sem eru taldir hafa lýst yfir svonefndu fatwa, trúarskoðun, gegn kennaranum. Fjórir aðrir eru sagðir ættingja morðingjans. Morðinginn hafði fengið landvistarleyfi sem flóttamaður til tíu ára í mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Þúsundir manna komu saman til að minnast Paty í Frakklandi um helgina og til stendur að heiðra minningu hans á landsvísu á miðvikudag. Emmanuel Macron, forseti, lét hafa eftir sér í gær að íslamistar gætu ekki um frjálst höfuð strokið í Frakklandi. Frakkland Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20 Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42 Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna afhöfðaði sögukennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni á föstudag. Lögreglumenn skutu morðingjanna til bana skammt frá vettvangi. Húsleitirnar sem voru gerðar í dag tengjast þó ekki beint rannsókninni á morðinu. Þær beinast að tugum manna sem er talið að hafi birt stuðningsyfirlýsingar við morðingjann á samfélagsmiðlum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gerard Darmanin, innanríkisráðherra, segir að um áttatíu tilkynningar hafi borist um haturorðræðu frá því á föstudag og boðar að slíkar aðgerðir haldi áfram út vikuna. Ríkisstjórnin hótar því að láta loka samtökum múslima ef þær eru taldar boða hatur. Á meðal þeirra sem eru nú til rannsóknar eru Samtök gegn andúð á íslam sem yfirvöld telja að hvetji til undirróðurs gegn stjórnvöldum. Minntust kennarans um helgina Samuel Paty, 47 ára gamall kennarinn sem var myrtur, hafði fengið hótanir eftir að hann sýndi skopmyndirnar í tíma þar sem hann ræddi við nemendur um tjáningarfrelsi. Saksóknarar segja að hann hafi beðið nemendur sem væru íslamstrúar að líta undan ef þeir vildu ekki sjá myndirnar. Íslamstrú bannar myndir af spámanninum og guði. Morðinginn hafði engin tengsl við Paty eða skólann. Hann er sagður hafa ekið um hundrað kílómetra frá Normandí og beðið nemendur um að benda sér á kennarann. Þegar kennarinn gekk heim á leið elti morðinginn á og skar hann á háls. Þegar lögregla reyndi að handtakan hann skaut hann úr loftbyssu. Lögreglumenn brugðust við með því að skjóta hann níu sinnum. Ellefu manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Darmanin segir að á meðal þeirra sé faðir nemanda við skólann þar sem Paty kenndi og íslamskur aðgerðarsinni sem eru taldir hafa lýst yfir svonefndu fatwa, trúarskoðun, gegn kennaranum. Fjórir aðrir eru sagðir ættingja morðingjans. Morðinginn hafði fengið landvistarleyfi sem flóttamaður til tíu ára í mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Þúsundir manna komu saman til að minnast Paty í Frakklandi um helgina og til stendur að heiðra minningu hans á landsvísu á miðvikudag. Emmanuel Macron, forseti, lét hafa eftir sér í gær að íslamistar gætu ekki um frjálst höfuð strokið í Frakklandi.
Frakkland Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20 Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42 Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20
Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42
Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20