„Fyrir mér er þetta draumaárið“ Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 23:47 Katla Hreiðarsdóttir ræddi ævintýri ársins í Íslandi í dag. „Ég er að lifa mínu draumalífi, árið 2020 er besta árið“ segir Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður sem á von á sínu fyrsta barni eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár. Samhliða meðgöngunni er hún að gera upp draumaíbúðina með unnustanum sínum. Katla lætur þannig heimsfaraldur ekki stoppa sig í því að líta aðstæðurnar björtum augum. Hún segir lífið vera fullkomið þessa stundina; hún eigi von á barni sem hafi verið óvænt en kærkomið og allt stefni í raun í rétta átt. „Þetta var eiginlega búið að vera smá flækjustig, ég hef misst tvisvar og farið í gegnum tvær aðgerðir. Það er búið að vera smá vesen og hélt ég gæti þetta ekki. Ég er að eignast draumaheimili á draumastað og er með æðislegt starfsfólk. Þetta er „pörfekt“ líf fyrir mig.“ Katla ræddi við Evu Laufeyju Kjaran í Ísland í dag, degi fyrir settan dag, um framkvæmdirnar og framhaldið. „Þetta átti bara að taka korter“ Það hefur verið nóg að gera í framkvæmdunum, enda allt tekið í gegn. Líkt og áður sagði á Katla von á sínu fyrsta barni. Hún segist finna vel fyrir þörfinni til hreiðurgerðar, enda sé íbúðin nánast verið fokheld eins og staðan er núna. „Ég er svolítið að taka það to the extreme.“ Hún segist róleg yfir framkvæmdunum, þó stefnan hafi upphaflega verið sett á að flytja fyrr inn. „Þetta átti bara að taka korter,“ segir Katla og hlær. Nú taki þau bara einn dag í einu, reyni að njóta þess að skapa nýtt heimili og fagni hverjum áfanga. „Við erum mjög dugleg að fagna. Um leið og það eru komnar smá lagnir eða einangrun, þá er skálað í óáfengum bjór eða sódavatni, eða tekið bíómyndachill eða eitthvað. Við bara njótum þess að stússast í þessu saman.“ Hún segir alls ekkert nauðsynlegt að allt verði klárt við flutningana. „Það verður það pottþétt ekki,“ segir Katla og hlær. Allir að læra „Þetta er fordæmalaust, við erum öll að læra og það kann þetta enginn,“ segir Katla um þá staðreynd að hún eigi von á sínu fyrsta barni í miðjum heimsfaraldri. Hún segir þó flesta hafa dregið lærdóm af fyrstu bylgjunni, þar á meðal fæðingardeildin. „Það var verið að stoppa pabbana meira af í því að vera með. Ég held að það hafi komið smá bakslag þar, því mæður urðu mjög stressaðar. Það voru fleiri mæður að eiga á bílastæðinu eða heima því þær biðu of lengi með að drífa sig upp á spítala.“ Aðspurð sagðist Katla vera með nánast allt klárt til þess að fara upp á spítala. Hún viðurkennir þó að það komi stundum upp smá hræðsla fyrir fæðinguna, en það sé eðlilegt. „Ég er frumbyrja, þetta er fyrsta barnið mitt. Ég hef engan samanburð. Ég vona bara að fólk sé rosa faglegt. Jújú, auðvitað verður maður hræddur.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kötlu. Ísland í dag Frjósemi Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira
„Ég er að lifa mínu draumalífi, árið 2020 er besta árið“ segir Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður sem á von á sínu fyrsta barni eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár. Samhliða meðgöngunni er hún að gera upp draumaíbúðina með unnustanum sínum. Katla lætur þannig heimsfaraldur ekki stoppa sig í því að líta aðstæðurnar björtum augum. Hún segir lífið vera fullkomið þessa stundina; hún eigi von á barni sem hafi verið óvænt en kærkomið og allt stefni í raun í rétta átt. „Þetta var eiginlega búið að vera smá flækjustig, ég hef misst tvisvar og farið í gegnum tvær aðgerðir. Það er búið að vera smá vesen og hélt ég gæti þetta ekki. Ég er að eignast draumaheimili á draumastað og er með æðislegt starfsfólk. Þetta er „pörfekt“ líf fyrir mig.“ Katla ræddi við Evu Laufeyju Kjaran í Ísland í dag, degi fyrir settan dag, um framkvæmdirnar og framhaldið. „Þetta átti bara að taka korter“ Það hefur verið nóg að gera í framkvæmdunum, enda allt tekið í gegn. Líkt og áður sagði á Katla von á sínu fyrsta barni. Hún segist finna vel fyrir þörfinni til hreiðurgerðar, enda sé íbúðin nánast verið fokheld eins og staðan er núna. „Ég er svolítið að taka það to the extreme.“ Hún segist róleg yfir framkvæmdunum, þó stefnan hafi upphaflega verið sett á að flytja fyrr inn. „Þetta átti bara að taka korter,“ segir Katla og hlær. Nú taki þau bara einn dag í einu, reyni að njóta þess að skapa nýtt heimili og fagni hverjum áfanga. „Við erum mjög dugleg að fagna. Um leið og það eru komnar smá lagnir eða einangrun, þá er skálað í óáfengum bjór eða sódavatni, eða tekið bíómyndachill eða eitthvað. Við bara njótum þess að stússast í þessu saman.“ Hún segir alls ekkert nauðsynlegt að allt verði klárt við flutningana. „Það verður það pottþétt ekki,“ segir Katla og hlær. Allir að læra „Þetta er fordæmalaust, við erum öll að læra og það kann þetta enginn,“ segir Katla um þá staðreynd að hún eigi von á sínu fyrsta barni í miðjum heimsfaraldri. Hún segir þó flesta hafa dregið lærdóm af fyrstu bylgjunni, þar á meðal fæðingardeildin. „Það var verið að stoppa pabbana meira af í því að vera með. Ég held að það hafi komið smá bakslag þar, því mæður urðu mjög stressaðar. Það voru fleiri mæður að eiga á bílastæðinu eða heima því þær biðu of lengi með að drífa sig upp á spítala.“ Aðspurð sagðist Katla vera með nánast allt klárt til þess að fara upp á spítala. Hún viðurkennir þó að það komi stundum upp smá hræðsla fyrir fæðinguna, en það sé eðlilegt. „Ég er frumbyrja, þetta er fyrsta barnið mitt. Ég hef engan samanburð. Ég vona bara að fólk sé rosa faglegt. Jújú, auðvitað verður maður hræddur.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kötlu.
Ísland í dag Frjósemi Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira