Rússar neita ásökunum um tölvuárásir á Ólympíuleika Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 09:01 Rússnesk stjórnvöld hafa haft horn í síðu Ólympíuleikanna eftir að þeim var gerð refsing fyrir umfangsmikla ólöglega lyjfanotkun íþróttamanna. Vísir/EPA Sendifulltrúar Rússlands í Bandaríkjunum hafna ásökunum bandarískra og breskra stjórnvalda um að rússneska leyniþjónustan hafi staðið að fjölda tölvuárása, þar á meðal til þess að setja Ólympíuleikana í Tókýó úr skorðum. Sex Rússar sem starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU er ákærðir fyrir röð tölvuárása undanfarin ár. Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákærurnar í gær en þær beinst meðal annars að árásum á orkudreifikerfi Úkraína og forsetaframboð Emmanuels Macron í Frakklandi í aðdraganda kosninga árið 2017. Rússnesk yfirvöld hafa iðulega borið af sér allar sakir og ásakanirnar nú voru engin undantekning. Ríkisfréttastofan RIA hefur eftir embættismanni í rússneska sendiráðinu í Washington-borg að þær hafi „augljóslega“ ekkert með raunveruleikann að gera og þeim sé ætlað að „ala á andúð á Rússum í bandarísku samfélagi og að leiða til nornaveiða og njósnaótta“. Í ákærunni í Bandaríkjunum eru tölvuárásir GRU sagðar hafa beinst að þeim sem hafi gagnrýnt rússnesk stjórnvöld, jafnt fyrrverandi Sovétlýðveldi sem vestræn ríki. Bresk stjórnvöld sökuðu í framhaldinu sömu sveit manna innan GRU um að reyna að brjótast inn í tölvur einstaklinga og stofnana sem tengjast Ólympíuleikunum og Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó sem áttu að fara fram á þessu ári, að sögn Washington Post. Innbrot rússnesku leyniþjónustunnar í tölvukerfi fyrirtækis sem tengdist Vetrarólympíuleikunum árið 2018 er sagt hafa verið hefnd rússneskra stjórnvalda eftir að Alþjóðaólympíunefndin bannaði Rússum að senda lið þegar upp komst um umfangsmikla og kerfisbundna lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna. Tölvuþrjótar rússnesku leyniþjónustunnar eru einnig sakaðir um að hafa staðið að gíslatökuspilliforritinu NotPetya sem sérfræðingar telja skaðlegustu tölvuárás frá upphafi. Hugbúnaðurinn læsti meðal annars tölvum á sjúkrahúsum, stofnunum og fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Tjónið var metið á milljarða dollara, jafnvirði hundruð milljóna íslenskra króna. Einn rússnesku leyniþjónustumannanna var einnig ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fyrir að hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Rússland Bretland Bandaríkin Tölvuárásir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Sendifulltrúar Rússlands í Bandaríkjunum hafna ásökunum bandarískra og breskra stjórnvalda um að rússneska leyniþjónustan hafi staðið að fjölda tölvuárása, þar á meðal til þess að setja Ólympíuleikana í Tókýó úr skorðum. Sex Rússar sem starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU er ákærðir fyrir röð tölvuárása undanfarin ár. Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákærurnar í gær en þær beinst meðal annars að árásum á orkudreifikerfi Úkraína og forsetaframboð Emmanuels Macron í Frakklandi í aðdraganda kosninga árið 2017. Rússnesk yfirvöld hafa iðulega borið af sér allar sakir og ásakanirnar nú voru engin undantekning. Ríkisfréttastofan RIA hefur eftir embættismanni í rússneska sendiráðinu í Washington-borg að þær hafi „augljóslega“ ekkert með raunveruleikann að gera og þeim sé ætlað að „ala á andúð á Rússum í bandarísku samfélagi og að leiða til nornaveiða og njósnaótta“. Í ákærunni í Bandaríkjunum eru tölvuárásir GRU sagðar hafa beinst að þeim sem hafi gagnrýnt rússnesk stjórnvöld, jafnt fyrrverandi Sovétlýðveldi sem vestræn ríki. Bresk stjórnvöld sökuðu í framhaldinu sömu sveit manna innan GRU um að reyna að brjótast inn í tölvur einstaklinga og stofnana sem tengjast Ólympíuleikunum og Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó sem áttu að fara fram á þessu ári, að sögn Washington Post. Innbrot rússnesku leyniþjónustunnar í tölvukerfi fyrirtækis sem tengdist Vetrarólympíuleikunum árið 2018 er sagt hafa verið hefnd rússneskra stjórnvalda eftir að Alþjóðaólympíunefndin bannaði Rússum að senda lið þegar upp komst um umfangsmikla og kerfisbundna lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna. Tölvuþrjótar rússnesku leyniþjónustunnar eru einnig sakaðir um að hafa staðið að gíslatökuspilliforritinu NotPetya sem sérfræðingar telja skaðlegustu tölvuárás frá upphafi. Hugbúnaðurinn læsti meðal annars tölvum á sjúkrahúsum, stofnunum og fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Tjónið var metið á milljarða dollara, jafnvirði hundruð milljóna íslenskra króna. Einn rússnesku leyniþjónustumannanna var einnig ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fyrir að hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Rússland Bretland Bandaríkin Tölvuárásir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira