Nítján mánuðir síðan kraftaverkið í París færði Solskjær framtíðarstarfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 14:31 Ole Gunnar Solskjær fagnar sigri Manchester United á Parc des Princes í París 6. mars 2019. Getty/Julian Finney Ole Gunnar Solskjær er mættur aftur með lið sitt til borgarinnar þar sem hann vann sinn stærsta sigur sem knattspyrnustjóri Manchester United fyrir 594 dögum en það var sigurinn sem öðrum fremur færði honum framtíðarstjórastarf hjá Manchester United. Paris Saint Germain tekur í kvöld á móti Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.50. Það þykir því við hæfi að rifja upp stærstu stund Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United. "Of course everyone wants to be in the Champions League and play the top teams," says Ole."We ve drawn last season s finalists, semi-finalists and this is the first chance we'll have to play the best, which will be the biggest challenge for this team."#MUFC #UCL pic.twitter.com/wXI6CBSZQh— Manchester United (@ManUtd) October 19, 2020 Það bjuggust örugglega fáir við því að Ole Gunnar Solskjær yrði framtíðar knattspyrnustjóri Manchester United þegar Jose Mourinho var rekinn í desember 2018. Líkurnar jukust vissulega þegar hann tók við liðinu tímabundið en flestir voru á því að svo yrði kallað á stærra nafn. Manchester United liðið vann hins vegar átta fyrstu leikina undir hans stjórn þar af sex fyrstu deildarleikina. Ole Gunnar var kosinn knattspyrnustjóri mánaðarins í sínum fyrsta heila mánuði. United liðið náði alls í 25 stig í fyrstu níu deildarleikjum sínum undir stjórn Solskjær. Fyrsta tap Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United kom aftur á móti á heimavelli á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitunum og auk þess að tapa 2-0 á heimavelli þá missti United einnig Paul Pogba í leikbann en hann hafði verið frábær eftir að Solskjær mætti á svæðið. Paris Saint Germain var með stjörnuprýtt lið sem var búið að bíða lengi eftir því að fara alla leið í Meistaradeildinni. Útlitið var því ekki bjart og tap í seinni leiknum hefði mögulega getað þýtt að yfirmenn Manchester United myndu finna sér nýjan knattspyrnustjóra um sumarið. watch on YouTube Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans tókst hins vegar að fara til Parísar og sækja sér sigurinn sem liðið þurfti. Romelu Lukaku kom Manchester United í 2-0 á fyrsta hálftímanum og Marcus Rashford tryggði United síðan 3-1 sigur og sæti í átta liða úrslitunum með marki úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar sem lið tapar fyrri leiknum 2-0 á heimavelli en kemst samt áfram. Eftir þetta litla kraftaverk var fátt sem kom í veg fyrir að Solskjær yrði ráðinn knattspyrnustjóri til framtíðar. Leikurinn fór fram 6. mars og 28. mars skrifaði Solskjær undir þriggja ára samning um að taka við sem fastráðinn knattspyrnustjóri Manchester United. Liðið hafði þá unnið fjórtán af nítján leikjum sínum undir hans stjórn en það var samt sigurinn í París sem stóð upp úr. Þessi sigur í París fyrir nítján mánuðum og fjórtán dögum síðan er líka síðasti sigur Manchester United í Meistaradeildinni undir stjórn Solskjær því liðið komst ekki í Meistaradeildina á síðustu leiktíð. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær er mættur aftur með lið sitt til borgarinnar þar sem hann vann sinn stærsta sigur sem knattspyrnustjóri Manchester United fyrir 594 dögum en það var sigurinn sem öðrum fremur færði honum framtíðarstjórastarf hjá Manchester United. Paris Saint Germain tekur í kvöld á móti Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.50. Það þykir því við hæfi að rifja upp stærstu stund Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United. "Of course everyone wants to be in the Champions League and play the top teams," says Ole."We ve drawn last season s finalists, semi-finalists and this is the first chance we'll have to play the best, which will be the biggest challenge for this team."#MUFC #UCL pic.twitter.com/wXI6CBSZQh— Manchester United (@ManUtd) October 19, 2020 Það bjuggust örugglega fáir við því að Ole Gunnar Solskjær yrði framtíðar knattspyrnustjóri Manchester United þegar Jose Mourinho var rekinn í desember 2018. Líkurnar jukust vissulega þegar hann tók við liðinu tímabundið en flestir voru á því að svo yrði kallað á stærra nafn. Manchester United liðið vann hins vegar átta fyrstu leikina undir hans stjórn þar af sex fyrstu deildarleikina. Ole Gunnar var kosinn knattspyrnustjóri mánaðarins í sínum fyrsta heila mánuði. United liðið náði alls í 25 stig í fyrstu níu deildarleikjum sínum undir stjórn Solskjær. Fyrsta tap Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United kom aftur á móti á heimavelli á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitunum og auk þess að tapa 2-0 á heimavelli þá missti United einnig Paul Pogba í leikbann en hann hafði verið frábær eftir að Solskjær mætti á svæðið. Paris Saint Germain var með stjörnuprýtt lið sem var búið að bíða lengi eftir því að fara alla leið í Meistaradeildinni. Útlitið var því ekki bjart og tap í seinni leiknum hefði mögulega getað þýtt að yfirmenn Manchester United myndu finna sér nýjan knattspyrnustjóra um sumarið. watch on YouTube Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans tókst hins vegar að fara til Parísar og sækja sér sigurinn sem liðið þurfti. Romelu Lukaku kom Manchester United í 2-0 á fyrsta hálftímanum og Marcus Rashford tryggði United síðan 3-1 sigur og sæti í átta liða úrslitunum með marki úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar sem lið tapar fyrri leiknum 2-0 á heimavelli en kemst samt áfram. Eftir þetta litla kraftaverk var fátt sem kom í veg fyrir að Solskjær yrði ráðinn knattspyrnustjóri til framtíðar. Leikurinn fór fram 6. mars og 28. mars skrifaði Solskjær undir þriggja ára samning um að taka við sem fastráðinn knattspyrnustjóri Manchester United. Liðið hafði þá unnið fjórtán af nítján leikjum sínum undir hans stjórn en það var samt sigurinn í París sem stóð upp úr. Þessi sigur í París fyrir nítján mánuðum og fjórtán dögum síðan er líka síðasti sigur Manchester United í Meistaradeildinni undir stjórn Solskjær því liðið komst ekki í Meistaradeildina á síðustu leiktíð.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira