Greiddi nemendum til að benda á kennarann Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 19:45 Jean-Francois Richard, saksóknari í hryðjuverkamálum, greindi frá því í dag að tveir nemendur hefðu aðstoðað morðingjann við að bera kennsl á Paty. AP/Lewis Joly Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að morðingi Samuels Paty hafi greitt tveimur nemendum við skólann fyrir að benda honum á hann. Átján ára gamall piltur myrti Paty og afhöfðaði hann, að því er virðist vegna þess að kennarinn hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni. Paty, sem var sögukennari, var myrtur á hrottalegan hátt í úthverfi Parísar á föstudag. Átján ára piltur af téténskum uppruna var skotinn til bana af lögreglu skammt frá vettvangi. Morðinginn var ekki nemandi við skólann og virðist hafa lagt land undir fót til að fremja morðið. Morðinginn er sagður hafa greitt nemendunum um 300 evrur, jafnvirði rúmra 49 þúsund íslenskra króna, fyrir að bera kennsl á Paty fyrir sig. Nemendurnir sögðu lögreglu að morðinginn hafi sagt þeim að hann ætlaði að taka upp myndband af Paty og láta hann biðjast afsökunar á skopmyndunum. Hann vildi niðurlægja kennarann og slá hann, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir saksóknurunum. Nemendurnir, sem eru 14 og 15 ára gamlir, eru sagðir hafa beðið með morðingjanum fyrir utan skólann í tvo tíma þar til Paty birtist að skóladeginum loknum. Unglingarnir eru á meðal sjö einstaklinga sem yfirvöld hyggjast sækja til saka vegna morðsins. Morðið sagt tengjast hatursherferð Saksóknarar halda því ennfremur fram að morðið á Paty hafi bein tengsl við hatursherferð gegn honum á netinu. Þeir segja að faðir nemanda við skólann hafi hrundið henni af stað. Komið hefur fram að maðurinn og morðinginn hafi skipst á skilaboðum áður en Paty var myrtur. Paty hafði mátt þola hótanir eftir að hann ræddi við nemendur sínar um tjáningarfrelsi í tíma og sýndi þeim umdeildar skopmyndir af Múhammeð spámanni. Bannað er að teikna myndir eða gera líkneski af spámanninum eða guði samkvæmt kenningum íslams. Frakkland Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25 Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46 Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að morðingi Samuels Paty hafi greitt tveimur nemendum við skólann fyrir að benda honum á hann. Átján ára gamall piltur myrti Paty og afhöfðaði hann, að því er virðist vegna þess að kennarinn hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni. Paty, sem var sögukennari, var myrtur á hrottalegan hátt í úthverfi Parísar á föstudag. Átján ára piltur af téténskum uppruna var skotinn til bana af lögreglu skammt frá vettvangi. Morðinginn var ekki nemandi við skólann og virðist hafa lagt land undir fót til að fremja morðið. Morðinginn er sagður hafa greitt nemendunum um 300 evrur, jafnvirði rúmra 49 þúsund íslenskra króna, fyrir að bera kennsl á Paty fyrir sig. Nemendurnir sögðu lögreglu að morðinginn hafi sagt þeim að hann ætlaði að taka upp myndband af Paty og láta hann biðjast afsökunar á skopmyndunum. Hann vildi niðurlægja kennarann og slá hann, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir saksóknurunum. Nemendurnir, sem eru 14 og 15 ára gamlir, eru sagðir hafa beðið með morðingjanum fyrir utan skólann í tvo tíma þar til Paty birtist að skóladeginum loknum. Unglingarnir eru á meðal sjö einstaklinga sem yfirvöld hyggjast sækja til saka vegna morðsins. Morðið sagt tengjast hatursherferð Saksóknarar halda því ennfremur fram að morðið á Paty hafi bein tengsl við hatursherferð gegn honum á netinu. Þeir segja að faðir nemanda við skólann hafi hrundið henni af stað. Komið hefur fram að maðurinn og morðinginn hafi skipst á skilaboðum áður en Paty var myrtur. Paty hafði mátt þola hótanir eftir að hann ræddi við nemendur sínar um tjáningarfrelsi í tíma og sýndi þeim umdeildar skopmyndir af Múhammeð spámanni. Bannað er að teikna myndir eða gera líkneski af spámanninum eða guði samkvæmt kenningum íslams.
Frakkland Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25 Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46 Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25
Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46
Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42