Margar grímur Félags atvinnurekenda Ingvar Smári Birgisson skrifar 21. október 2020 20:07 Þegar ég las umsögn Félags atvinnurekenda við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra að breytingum á áfengislögum brá mér í brún. Félag atvinnurekenda lýsti yfir áhyggjum af skorti á ítarlegri greiningu á áhrifum frumvarpsins á rekstur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Komst félagið svo að orði að ríkiseinokunarverslunin hefði „engin úrræði“ til að bregðast við samkeppni netverslana, yrði frumvarpið að lögum. Með öðrum orðum hefur Félag atvinnurekenda áhyggjur af því að rekstur ríkiseinokunarverslunar muni laskast. Þetta hefði verið forsíðufrétt í einhverjum löndum! En svona geta grímur Félags atvinnurekenda verið margar. Einn daginn ber félagið gunnfána frelsis og þann næsta hefur félagið áhyggjur af afdrifum ríkiseinokunarverslunar. Sem dæmi um hið fyrrnefnda má nefna þau tilvik þegar Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna innflutningsfyrirtækja á matvælum. Félagið hefur lengi vel barist gegn tollum á innfluttum matvælum og tekið margan slaginn við Bændasamtök Íslands og landbúnaðarráðherra. Félagið beitir fyrir sig hagsmunum neytenda í þessari baráttu og skeytir lítið um hagsmuni bænda, en þeir eru einmitt atvinnurekendur sem greiða ekki í sjóði Félags atvinnurekenda. Því er básúnað af hálfu félagsins að auka megi úrval og lækka verð, neytendum til hagsbóta, með minni ríkisafskiptum og niðurfellingu tolla af landbúnaðarvörum. Félag atvinnurekenda, ekki neytenda Já - með þessum hætti getur málflutningur félagsins verið fyrir hádegi. En eftir hádegi kann að vera allt annar hljómur í félaginu. Meðal félagsmanna í Félagi atvinnurekenda eru einnig stærstu áfengisframleiðendur landsins sem og áfengisinnflytjendur. Nær allir minni áfengisframleiðendur standa utan samtakanna og eru t.d. í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Félag atvinnurekenda hefur í yfir áratug staðið gegn öllum frumvörpum á Alþingi sem hafa haft það að markmiði að færa fyrirkomulag á sölu áfengis í frjálsræðisátt. Þetta er engin tilviljun og hafa samtökin hafa beitt ýmsum rökum fyrir sig í þeim efnum. Alveg sama hvers konar áfengisfrumvarp lítur dagsins ljós, þá telja samtökin alltaf nauðsynlegt að „heildstætt mat“ fari fram og engu megi breyta án þess að fallist sé á allar tillögur félagsins. Breyta þarf álagningu áfengisgjalds, reglum um áfengisauglýsingar og jafnvel auka eftirlit hins opinbera eftir atvikum svo eitthvað sé nefnt. Augljóslega er um fyrirslátt að ræða, enda veit félagið að það er fullkomlega óraunhæft fyrir nokkurn þingmann að keyra í gegnum Alþingi allar tillögur félagsins. Grímulaus hagsmunabarátta Athygli vekur að í þessu máli virðist engu skipta fyrir félagið að frumvarp dómsmálaráðherra leiðir til aukins úrvals og lægri verða fyrir neytendur. Slíkt hið sama skiptir þó félagið miklu máli þegar rætt er um innflutning á matvælum. Það fer ekki á milli mála í hvaða erindagjörðum Félag atvinnurekenda er, enda fara allar viðvörunarbjöllur í gang þegar fyrirtæki með milljarðaveltu beita hagsmunasamtökum fyrir sig í þeim tilgangi að festa í sessi ríkiseinokunarkerfi. Í umsagnargerð félagsins réðu hagsmunir neytenda ekki för, heldur hagsmunir félagsmanna, og félagsmenn eru ekki spenntir fyrir því að semja um verð og hillupláss við Bónus og Krónuna. Náðarfaðmur Ríkisins er þægilegur, hilluplássið aðgengilegt fyrir stærstu áfengisframleiðendurna og óþægilegt er að laga sig að breyttum aðstæðum. Þetta kallast á mínu heimili grímulaus hagsmunabarátta. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég las umsögn Félags atvinnurekenda við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra að breytingum á áfengislögum brá mér í brún. Félag atvinnurekenda lýsti yfir áhyggjum af skorti á ítarlegri greiningu á áhrifum frumvarpsins á rekstur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Komst félagið svo að orði að ríkiseinokunarverslunin hefði „engin úrræði“ til að bregðast við samkeppni netverslana, yrði frumvarpið að lögum. Með öðrum orðum hefur Félag atvinnurekenda áhyggjur af því að rekstur ríkiseinokunarverslunar muni laskast. Þetta hefði verið forsíðufrétt í einhverjum löndum! En svona geta grímur Félags atvinnurekenda verið margar. Einn daginn ber félagið gunnfána frelsis og þann næsta hefur félagið áhyggjur af afdrifum ríkiseinokunarverslunar. Sem dæmi um hið fyrrnefnda má nefna þau tilvik þegar Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna innflutningsfyrirtækja á matvælum. Félagið hefur lengi vel barist gegn tollum á innfluttum matvælum og tekið margan slaginn við Bændasamtök Íslands og landbúnaðarráðherra. Félagið beitir fyrir sig hagsmunum neytenda í þessari baráttu og skeytir lítið um hagsmuni bænda, en þeir eru einmitt atvinnurekendur sem greiða ekki í sjóði Félags atvinnurekenda. Því er básúnað af hálfu félagsins að auka megi úrval og lækka verð, neytendum til hagsbóta, með minni ríkisafskiptum og niðurfellingu tolla af landbúnaðarvörum. Félag atvinnurekenda, ekki neytenda Já - með þessum hætti getur málflutningur félagsins verið fyrir hádegi. En eftir hádegi kann að vera allt annar hljómur í félaginu. Meðal félagsmanna í Félagi atvinnurekenda eru einnig stærstu áfengisframleiðendur landsins sem og áfengisinnflytjendur. Nær allir minni áfengisframleiðendur standa utan samtakanna og eru t.d. í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Félag atvinnurekenda hefur í yfir áratug staðið gegn öllum frumvörpum á Alþingi sem hafa haft það að markmiði að færa fyrirkomulag á sölu áfengis í frjálsræðisátt. Þetta er engin tilviljun og hafa samtökin hafa beitt ýmsum rökum fyrir sig í þeim efnum. Alveg sama hvers konar áfengisfrumvarp lítur dagsins ljós, þá telja samtökin alltaf nauðsynlegt að „heildstætt mat“ fari fram og engu megi breyta án þess að fallist sé á allar tillögur félagsins. Breyta þarf álagningu áfengisgjalds, reglum um áfengisauglýsingar og jafnvel auka eftirlit hins opinbera eftir atvikum svo eitthvað sé nefnt. Augljóslega er um fyrirslátt að ræða, enda veit félagið að það er fullkomlega óraunhæft fyrir nokkurn þingmann að keyra í gegnum Alþingi allar tillögur félagsins. Grímulaus hagsmunabarátta Athygli vekur að í þessu máli virðist engu skipta fyrir félagið að frumvarp dómsmálaráðherra leiðir til aukins úrvals og lægri verða fyrir neytendur. Slíkt hið sama skiptir þó félagið miklu máli þegar rætt er um innflutning á matvælum. Það fer ekki á milli mála í hvaða erindagjörðum Félag atvinnurekenda er, enda fara allar viðvörunarbjöllur í gang þegar fyrirtæki með milljarðaveltu beita hagsmunasamtökum fyrir sig í þeim tilgangi að festa í sessi ríkiseinokunarkerfi. Í umsagnargerð félagsins réðu hagsmunir neytenda ekki för, heldur hagsmunir félagsmanna, og félagsmenn eru ekki spenntir fyrir því að semja um verð og hillupláss við Bónus og Krónuna. Náðarfaðmur Ríkisins er þægilegur, hilluplássið aðgengilegt fyrir stærstu áfengisframleiðendurna og óþægilegt er að laga sig að breyttum aðstæðum. Þetta kallast á mínu heimili grímulaus hagsmunabarátta. Höfundur er lögmaður.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun