Páfinn lýsir yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2020 22:02 Frans páfi í Vatíkaninu í dag. AP/Gregorio Borgia Frans páfi er fyrsti páfinn til að lýsa yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para. Það gerði hann í ummælum í heimildarmynd sem frumsýnd var í dag en talin er hafa verið tekin upp í fyrra. Heimildarmyndin Francesco var sýnt á kvikmyndahátíð Róm og inniheldur hún nokkur viðtöl við páfann þar sem hann ræðir þau málefni sem á honum brenna. Þar á meðal eru umhverfismál, fátækt, fólksflutningar, kynþáttamisrétti og fátækt, svo eitthvað sé nefnt. „Samkynhneigt fólk á rétt á því að vera í fjölskyldu. Þau eru börn guðs,“ sagði Frans í einu viðtalinu. „Þú getur ekki sparkað einhverjum úr fjölskyldu, eða gert líf þeirra óbærileg vegna þessa. Það sem við þurfum að hafa er löggild sambúð. Þannig eru þau varin í lögum.“ Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði Frans lýst yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para þegar hann var biskup í Argentínu en hann hefur þó aldrei gert það áður sem páfi. Það hafi engin páfi gert áður. Í frétt AP segir einnig að umhverfi páfans í viðtalinu sé eins og umhverfi í öðru viðtali sem hann var í hjá Televisa í Mexíkó í fyrra. Talið sé að umrætt viðtal hafi verið tekið upp þá. Fréttaveitan segir að margir hafi tekið ummælunum fagnandi en þó ekki allir. Thomas Tobin, biskup í Rhode Island í Bandaríkjunum, kallaði til að mynda eftir því að Frans útskýrði ummælin frekar. „Yfirlýsing páfans er greinilega í trássi við langvarandi afstöðu kirkjunnar um sambönd samkynja aðila,“ sagði hann í yfirlýsingu. „Kirkjan getur ekki lagt blessun sína yfir sambönd sem eru í eðli sínu ósiðleg.“ Samkvæmt kaþólsku kirkjunni eru samkynhneigðar tilhneigingar ekki syndir en það að sænga hjá samkynja aðila er synd. Kirkjan segir að koma eigi fram við samkynhneigt fólk af virðingu en ekki styðja lögleiðingu hjónabanda samkynja para. Trúmál Mannréttindi Páfagarður Hinsegin Tengdar fréttir Kardinála í Páfagarði gert að segja af sér Háttsettur embættismaður í Páfagarði sagði óvænt af sér í dag vegna ásakana um að hann hafi gefið bróður sínum fé frá kaþólsku kirkjunni. 25. september 2020 14:07 Hafnar því að hægt verði að vígja gifta menn í Amasón til prests Frans páfi hefur hafnað því að hægt verði að vígja gifta karlmenn til prests í Amasón-svæðinu til að bregðast við skorti á kaþólskum prestum á svæðinu. 12. febrúar 2020 11:36 Páfinn biðst afsökunar á að hafa slegið á hönd konu Frans páfi hefur beðist afsökunar á að hafa slegið í hönd konu þar sem hún reyndi að toga hann til sín á Péturstorginu í Páfagarði á gamlársdag. 2. janúar 2020 08:39 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Frans páfi er fyrsti páfinn til að lýsa yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para. Það gerði hann í ummælum í heimildarmynd sem frumsýnd var í dag en talin er hafa verið tekin upp í fyrra. Heimildarmyndin Francesco var sýnt á kvikmyndahátíð Róm og inniheldur hún nokkur viðtöl við páfann þar sem hann ræðir þau málefni sem á honum brenna. Þar á meðal eru umhverfismál, fátækt, fólksflutningar, kynþáttamisrétti og fátækt, svo eitthvað sé nefnt. „Samkynhneigt fólk á rétt á því að vera í fjölskyldu. Þau eru börn guðs,“ sagði Frans í einu viðtalinu. „Þú getur ekki sparkað einhverjum úr fjölskyldu, eða gert líf þeirra óbærileg vegna þessa. Það sem við þurfum að hafa er löggild sambúð. Þannig eru þau varin í lögum.“ Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði Frans lýst yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para þegar hann var biskup í Argentínu en hann hefur þó aldrei gert það áður sem páfi. Það hafi engin páfi gert áður. Í frétt AP segir einnig að umhverfi páfans í viðtalinu sé eins og umhverfi í öðru viðtali sem hann var í hjá Televisa í Mexíkó í fyrra. Talið sé að umrætt viðtal hafi verið tekið upp þá. Fréttaveitan segir að margir hafi tekið ummælunum fagnandi en þó ekki allir. Thomas Tobin, biskup í Rhode Island í Bandaríkjunum, kallaði til að mynda eftir því að Frans útskýrði ummælin frekar. „Yfirlýsing páfans er greinilega í trássi við langvarandi afstöðu kirkjunnar um sambönd samkynja aðila,“ sagði hann í yfirlýsingu. „Kirkjan getur ekki lagt blessun sína yfir sambönd sem eru í eðli sínu ósiðleg.“ Samkvæmt kaþólsku kirkjunni eru samkynhneigðar tilhneigingar ekki syndir en það að sænga hjá samkynja aðila er synd. Kirkjan segir að koma eigi fram við samkynhneigt fólk af virðingu en ekki styðja lögleiðingu hjónabanda samkynja para.
Trúmál Mannréttindi Páfagarður Hinsegin Tengdar fréttir Kardinála í Páfagarði gert að segja af sér Háttsettur embættismaður í Páfagarði sagði óvænt af sér í dag vegna ásakana um að hann hafi gefið bróður sínum fé frá kaþólsku kirkjunni. 25. september 2020 14:07 Hafnar því að hægt verði að vígja gifta menn í Amasón til prests Frans páfi hefur hafnað því að hægt verði að vígja gifta karlmenn til prests í Amasón-svæðinu til að bregðast við skorti á kaþólskum prestum á svæðinu. 12. febrúar 2020 11:36 Páfinn biðst afsökunar á að hafa slegið á hönd konu Frans páfi hefur beðist afsökunar á að hafa slegið í hönd konu þar sem hún reyndi að toga hann til sín á Péturstorginu í Páfagarði á gamlársdag. 2. janúar 2020 08:39 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Kardinála í Páfagarði gert að segja af sér Háttsettur embættismaður í Páfagarði sagði óvænt af sér í dag vegna ásakana um að hann hafi gefið bróður sínum fé frá kaþólsku kirkjunni. 25. september 2020 14:07
Hafnar því að hægt verði að vígja gifta menn í Amasón til prests Frans páfi hefur hafnað því að hægt verði að vígja gifta karlmenn til prests í Amasón-svæðinu til að bregðast við skorti á kaþólskum prestum á svæðinu. 12. febrúar 2020 11:36
Páfinn biðst afsökunar á að hafa slegið á hönd konu Frans páfi hefur beðist afsökunar á að hafa slegið í hönd konu þar sem hún reyndi að toga hann til sín á Péturstorginu í Páfagarði á gamlársdag. 2. janúar 2020 08:39