Djúpar lægðir í kortunum næstu sex daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 07:00 Í þessari vindaspá Veðurstofunnar fyrir klukkan 18 á laugardaginn sést að það verður ansi hvasst á suðusturhluta landsins. Veðurstofa Íslands Veðurspár gera nú ráð fyrir að djúpar lægðir verði tíðir gestir fyrir sunnan og suðaustan land næstu sex dagana og jafnvel lengur. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að það sem af er október hafi vindur verið hægari á landinu en oftast sé raunin á þessum árstíma. Margir hafi nýtt rólega daga undanfarið til útivistar í haustkyrrðinni en nú sé hins vegar breytingar á veðurlagi í vændum: „[…] því spár gera ráð fyrir að djúpar lægðir verði tíðir gestir fyrir sunnan og suðaustan land næstu 6 daga og jafnvel lengur. Austan- og norðaustanátt verða þá ríkjandi hjá okkur og oft á tíðum hvasst, vonandi gefast þó einhverjir dagpartar með hægari vindi milli lægða. Með lægðunum fylgir rigning eða slydda og er útlit fyrir að mesta úrkoman verði á austanverðu landinu, en í minna mæli vestanlands,“ segir í hugleiðingunum. Í dag verður vaxandi austanátt nú í morgunsárið og má búast við allhvössum vindi nokkuð víða þegar kemur fram á daginn. Þegar líða fer að kvöldi slær svo væntanlega í storm syðst á landinu. „Þó ber að taka fram að norðanlands verður vindur skaplegur í dag. Í suðausturfjórðungi landsins verður lengst af rigning, en í öðrum landshlutum verður úrkoma lítil, í mesta lagi dálítil rigning um tíma. Hitinn yfirleitt á bilinu 2 til 7 stig, en kaldara norðaustantil á landinu þangað til síðdegis,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Gengur í austan 13-18 m/s í dag og 18-23 syðst undir kvöld, en hægari vindur norðanlands. Rigning eða slydda um landið suðaustanvert, annars úrkomulítið. Hiti 2 til 7 stig, en kaldara norðaustanlands þangað til síðdegis. Austan 10-18 á morgun og víða rigning með köflum, talsverð úrkoma um tíma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Austan 13-20 m/s. Rigning, talsverð á Suðausturlandi og Austfjörðum, en úrkomulítið á Norðvestur- og Vesturlandi. Dregur úr vindi seinnipartinn, fyrst syðst á landinu. Hiti 3 til 8 stig. Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Norðaustan 15-23, hvassast á Vestfjörðum og í vindstrengjum suðaustanlands. Rigning eða slydda, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Stíf norðaustanátt og víða rigning eða slydda, en þurrt suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Norðaustlæg átt og dálítil slydda eða rigning á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnanlands. Hiti 0 til 6 stig. Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira
Veðurspár gera nú ráð fyrir að djúpar lægðir verði tíðir gestir fyrir sunnan og suðaustan land næstu sex dagana og jafnvel lengur. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að það sem af er október hafi vindur verið hægari á landinu en oftast sé raunin á þessum árstíma. Margir hafi nýtt rólega daga undanfarið til útivistar í haustkyrrðinni en nú sé hins vegar breytingar á veðurlagi í vændum: „[…] því spár gera ráð fyrir að djúpar lægðir verði tíðir gestir fyrir sunnan og suðaustan land næstu 6 daga og jafnvel lengur. Austan- og norðaustanátt verða þá ríkjandi hjá okkur og oft á tíðum hvasst, vonandi gefast þó einhverjir dagpartar með hægari vindi milli lægða. Með lægðunum fylgir rigning eða slydda og er útlit fyrir að mesta úrkoman verði á austanverðu landinu, en í minna mæli vestanlands,“ segir í hugleiðingunum. Í dag verður vaxandi austanátt nú í morgunsárið og má búast við allhvössum vindi nokkuð víða þegar kemur fram á daginn. Þegar líða fer að kvöldi slær svo væntanlega í storm syðst á landinu. „Þó ber að taka fram að norðanlands verður vindur skaplegur í dag. Í suðausturfjórðungi landsins verður lengst af rigning, en í öðrum landshlutum verður úrkoma lítil, í mesta lagi dálítil rigning um tíma. Hitinn yfirleitt á bilinu 2 til 7 stig, en kaldara norðaustantil á landinu þangað til síðdegis,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Gengur í austan 13-18 m/s í dag og 18-23 syðst undir kvöld, en hægari vindur norðanlands. Rigning eða slydda um landið suðaustanvert, annars úrkomulítið. Hiti 2 til 7 stig, en kaldara norðaustanlands þangað til síðdegis. Austan 10-18 á morgun og víða rigning með köflum, talsverð úrkoma um tíma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Austan 13-20 m/s. Rigning, talsverð á Suðausturlandi og Austfjörðum, en úrkomulítið á Norðvestur- og Vesturlandi. Dregur úr vindi seinnipartinn, fyrst syðst á landinu. Hiti 3 til 8 stig. Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Norðaustan 15-23, hvassast á Vestfjörðum og í vindstrengjum suðaustanlands. Rigning eða slydda, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Stíf norðaustanátt og víða rigning eða slydda, en þurrt suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Norðaustlæg átt og dálítil slydda eða rigning á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnanlands. Hiti 0 til 6 stig.
Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira