Tæplega hundrað ára og hefur slegið í gegn með konunum í danstímunum Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 10:31 Gunnar hreyfir sig reglulega og mætir einnig í danstíma á fullu. Hann er 97 ára. Gunnar Jónsson fyrrverandi skipstjóri er 97 ára og byrjaði að stunda líkamsrækt þegar hann var rúmlega níræður og nú stundar hann líkamsrækt meðal annars með því að dansa kúrekadansa heima hjá sér í Covid ástandinu. Gunnar er ótrúlega vel á sig kominn líkamlega og andlega. Vala Matt leit við hjá honum í Keflavík á dögunum þar sem hann býr og fékk að heyra allt um það hvernig maður heldur sér svona vel nærri 100 ára. Gunnar byrjaði ekki að stunda líkamsrækt fyrr en hann var orðinn níræður, eða árið 2017. „Það er ábyggilega aldrei of seint að byrja að stunda líkamsrækt,“ segir Gunnar sem sér samt eftir því að hafa byrjað svona seint. Gunnar var alltaf á sjónum og hafði því ekki mikinn tíma fyrir sjálfan sig. „Sjórinn er ekki til þess að leika sér í landi,“ segir Gunnar sem hefur einnig stundað hópdanstíma undanfarin ár. „Ég féll alveg fyrir því og það er svo breytilegt. Hreyfingin er svo breytileg og margbrotin. Maður mátt hafa sig allan við að muna sporin og þau gleymast stundum. Maður man þau síðan alltaf þegar músíkin byrjar.“ Gunnar er í raun einn með fullt af konum í tímunum. „Ég var svolítið stressaður fyrst en það gufuðu allir karlmennirnir upp þegar það átti að mæta. Þeim fannst þetta ekki nægilega karlmannlegt eða eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar sem dansar einnig töluvert heima fyrir og þá aðallega kántrí línudans. „Ég hef alltaf haft gaman af dansi og við hjónin dönsuðum oft saman á skemmtunum. Hún var ansi skemmtileg dama,“ segir Gunnar sem er í dag ekill. Hér að neðan má sjá innlagið í heild sinni en þar er einnig rætt við þjálfara hans Janus Friðrik Gunnlaugsson. Ísland í dag Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Gunnar Jónsson fyrrverandi skipstjóri er 97 ára og byrjaði að stunda líkamsrækt þegar hann var rúmlega níræður og nú stundar hann líkamsrækt meðal annars með því að dansa kúrekadansa heima hjá sér í Covid ástandinu. Gunnar er ótrúlega vel á sig kominn líkamlega og andlega. Vala Matt leit við hjá honum í Keflavík á dögunum þar sem hann býr og fékk að heyra allt um það hvernig maður heldur sér svona vel nærri 100 ára. Gunnar byrjaði ekki að stunda líkamsrækt fyrr en hann var orðinn níræður, eða árið 2017. „Það er ábyggilega aldrei of seint að byrja að stunda líkamsrækt,“ segir Gunnar sem sér samt eftir því að hafa byrjað svona seint. Gunnar var alltaf á sjónum og hafði því ekki mikinn tíma fyrir sjálfan sig. „Sjórinn er ekki til þess að leika sér í landi,“ segir Gunnar sem hefur einnig stundað hópdanstíma undanfarin ár. „Ég féll alveg fyrir því og það er svo breytilegt. Hreyfingin er svo breytileg og margbrotin. Maður mátt hafa sig allan við að muna sporin og þau gleymast stundum. Maður man þau síðan alltaf þegar músíkin byrjar.“ Gunnar er í raun einn með fullt af konum í tímunum. „Ég var svolítið stressaður fyrst en það gufuðu allir karlmennirnir upp þegar það átti að mæta. Þeim fannst þetta ekki nægilega karlmannlegt eða eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar sem dansar einnig töluvert heima fyrir og þá aðallega kántrí línudans. „Ég hef alltaf haft gaman af dansi og við hjónin dönsuðum oft saman á skemmtunum. Hún var ansi skemmtileg dama,“ segir Gunnar sem er í dag ekill. Hér að neðan má sjá innlagið í heild sinni en þar er einnig rætt við þjálfara hans Janus Friðrik Gunnlaugsson.
Ísland í dag Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira