Fyrrverandi forstjóri Matís sýknaður af ákæru vegna heimaslátrunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 10:21 Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís. Matís Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var á þriðjudag sýknaður af ákæru fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss. Var Sveini gefið að sök að hafa selt kjötið á bændamarkaði á Hofsósi í september 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Ákæran var þingfest í nóvember í fyrra og fór aðalmeðferð í málinu fram í september síðastliðnum. Ákæruvaldið krafðist þess að Sveinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Sveinn neitaði ávallt sök í málinu og krafðist sýknu. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms byggðist sú krafa hans aðallega á því að sú háttsemi sem lýst væri í ákæru varðaði ekki við þau lagaákvæði sem kæmu fram í ákæru. Því tæki refsiheimildin ekki til þeirrar háttsemi sem ákært var fyrir. Þá byggði Sveinn jafnframt á því að ósannað væri að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Þannig lægi ekkert fyrir um það hvaðan kjötið kom sem selt var á bændamarkaðnum. Héraðsdómur féllst á það með Sveini að það ákvæði laga um slátrun og sláturafurðir sem hann var ákærður fyrir að brjóta tæki einungis til slátrunar gripa en ekki til sölu eða dreifingar sláturafurða: „Sú háttsemi að selja eða dreifa afurðum af gripum sem slátrað var í sláturhúsi sem ekki hafði starfsleyfi eða samkvæmt núgildandi lögum, sláturhúsi sem ekki hefur löggildingu er, hvorki í lögum 96/1997 né í lögum nr. 93/1995 um matvæli lýst refsiverð. Samkvæmt þessu skortir það skilyrði refsiábyrgðar að háttsemi ákærða sé lýst refsinæmri í lögum og verður ákærði því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins,“ segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra sem lesa má í heild sinni hér. Mjög mikilvægt að regluverkið verði skýrt til fullnustu Sveinn ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvort dómurinn þýddi þá að það sé löglegt að selja af heimaslátruðu dýri. Sveinn svaraði því til að hann væri ekki lögmaður en mjög mikilvægt væri að þessari spurningu yrði svarað. „Og þá regluumhverfið skýrt til fullnustu þannig að bændur og aðrir frumkvöðlar í landbúnaði, því að bændur eru auðvitað fyrst og fremst frumkvöðlar, þetta eru atvinnurekendur sem eru að sinna eigin atvinnurekstri og eiga að hafa tækifæri til þess að stunda nýsköpun og á sama hátt eiga neytendur að hafa tækifæri til þess að velja þá vöru sem þeir vilja,“ sagði Sveinn. Það var Matvælastofnun (MAST) sem fór þess á leit við lögregluna í nóvember 2018 að rannsókn yrði hafin á meintu broti Sveins. Hann var þá forstjóri Matís en var látinn fara um þremur vikum seinna. Vísaði stjórn Matís til trúnaðarbrests á milli stjórnar og forstjóra. Í Bítinu í morgun var Sveinn beðinn um að rifja það upp hvers vegna hann var látinn fara frá Matís. „Ég hef nú aldrei almennilega vitað hvað ég gerði í því samhengi. Ég veit að ég var að sinna mínu hlutverki að því er ég taldi, meðal annars að hjálpa bændum að auka verðmæti og það var það sem málið snerist um allan tímann,“ sagði Sveinn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Fréttin hefur verið uppfærð. Landbúnaður Dómsmál Lögreglumál Skagafjörður Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var á þriðjudag sýknaður af ákæru fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss. Var Sveini gefið að sök að hafa selt kjötið á bændamarkaði á Hofsósi í september 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Ákæran var þingfest í nóvember í fyrra og fór aðalmeðferð í málinu fram í september síðastliðnum. Ákæruvaldið krafðist þess að Sveinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Sveinn neitaði ávallt sök í málinu og krafðist sýknu. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms byggðist sú krafa hans aðallega á því að sú háttsemi sem lýst væri í ákæru varðaði ekki við þau lagaákvæði sem kæmu fram í ákæru. Því tæki refsiheimildin ekki til þeirrar háttsemi sem ákært var fyrir. Þá byggði Sveinn jafnframt á því að ósannað væri að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Þannig lægi ekkert fyrir um það hvaðan kjötið kom sem selt var á bændamarkaðnum. Héraðsdómur féllst á það með Sveini að það ákvæði laga um slátrun og sláturafurðir sem hann var ákærður fyrir að brjóta tæki einungis til slátrunar gripa en ekki til sölu eða dreifingar sláturafurða: „Sú háttsemi að selja eða dreifa afurðum af gripum sem slátrað var í sláturhúsi sem ekki hafði starfsleyfi eða samkvæmt núgildandi lögum, sláturhúsi sem ekki hefur löggildingu er, hvorki í lögum 96/1997 né í lögum nr. 93/1995 um matvæli lýst refsiverð. Samkvæmt þessu skortir það skilyrði refsiábyrgðar að háttsemi ákærða sé lýst refsinæmri í lögum og verður ákærði því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins,“ segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra sem lesa má í heild sinni hér. Mjög mikilvægt að regluverkið verði skýrt til fullnustu Sveinn ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvort dómurinn þýddi þá að það sé löglegt að selja af heimaslátruðu dýri. Sveinn svaraði því til að hann væri ekki lögmaður en mjög mikilvægt væri að þessari spurningu yrði svarað. „Og þá regluumhverfið skýrt til fullnustu þannig að bændur og aðrir frumkvöðlar í landbúnaði, því að bændur eru auðvitað fyrst og fremst frumkvöðlar, þetta eru atvinnurekendur sem eru að sinna eigin atvinnurekstri og eiga að hafa tækifæri til þess að stunda nýsköpun og á sama hátt eiga neytendur að hafa tækifæri til þess að velja þá vöru sem þeir vilja,“ sagði Sveinn. Það var Matvælastofnun (MAST) sem fór þess á leit við lögregluna í nóvember 2018 að rannsókn yrði hafin á meintu broti Sveins. Hann var þá forstjóri Matís en var látinn fara um þremur vikum seinna. Vísaði stjórn Matís til trúnaðarbrests á milli stjórnar og forstjóra. Í Bítinu í morgun var Sveinn beðinn um að rifja það upp hvers vegna hann var látinn fara frá Matís. „Ég hef nú aldrei almennilega vitað hvað ég gerði í því samhengi. Ég veit að ég var að sinna mínu hlutverki að því er ég taldi, meðal annars að hjálpa bændum að auka verðmæti og það var það sem málið snerist um allan tímann,“ sagði Sveinn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landbúnaður Dómsmál Lögreglumál Skagafjörður Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira