Menn sem gætu hugsað sér til hreyfings: Selfyssingur og efnilegur Valsari á toppnum Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 11:30 Þessir fimm ættu að hugsa sér til hreyfings að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. stöð 2 sport Sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu fimm leikmenn sem helst ættu að hugsa sér til hreyfings eða væru áhugaverðir fyrir önnur félög, í Olís-deild karla í handbolta. Innslagið úr þættinum er að finna hér neðst í greininni. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson úr Aftureldingu var í 5. sæti á listanum. „Hann var burðarás í Aftureldingarliðinu í fyrra en virðist vera í mun minna hlutverki núna. Nú fer Blær væntanlega líka að tikka inn í skyttustöðuna og það fer að verða þrengra um menn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Bjarni Ófeigur Valdimarsson í FH kom næstur og veltu sérfræðingarnir því fyrir sér hvort hann ætti að skipta um umhverfi til að ná fyrri hæðum: „Þetta er strákur sem ég er mjög hrifinn af en hann virðist ekki alveg finna fjölina í ár,“ sagði Rúnar. Tveir afar efnilegir hjá Haukum og Val Guðmundur Bragi Ástþórsson, ung og efnileg skytta Hauka, var í 3. sæti: „Hann er að rústa Grill-deildinni einn síns liðs. Ég held að hann hafi verið með 14 mörk í síðasta leik fyrir ungmennalið Hauka. Hann hefur verið að koma inn á í „rusltíma“ í Olís-deildinni, fékk smátíma alla vega á undirbúningstímabilinu til að koma inn á. Hann fengi klárlega hlutverk í lélegri liðunum í deildinni, stærra hlutverk en hjá toppliði Hauka, og það er spurning hvort að þeir ættu að láta hann fara og koma þá með meiri reynslu til baka.“ Svipaða sögu var að segja af næsta manni, Benedikt Óskarssyni úr Val, sem fæddur er 2002 eins og Guðmundur. Benedikt er sonur Óskars Bjarna Óskarssonar, aðstoðarþjálfara Vals og eins mesta Valsara sem um getur, svo rætur hans eru sterkar á Hlíðarenda: „Hann er miðjumaður, lykilmaður í ungmennaliði Vals, með 10 mörk í leik. Ef við horfum á leikmannahóp Vals þá er Anton Rúnarsson leikstjórnandi númer 1, 2 og 3. Tumi Steinn [Rúnarsson] kemur inn, þó í mikið minna hlutverki en hjá Aftureldingu í fyrra, en Benedikt er alveg þar á eftir.“ Efstur á listanum var Magnús Öder, leikmaður Selfoss: „Hann er búinn að vera á skýrslu alla fjóra leikina hjá Selfossi en hefur ekki látið taka til sín sóknarlega. Eins og við vitum er þetta maður sem getur alveg skotið á markið. Það eiga sum lið í vandræðum með að skjóta markið, svo það er spurning hvort hann hugsi sér til hreyfings,“ sagði Rúnar. Klippa: Seinni bylgjan: Fimm sem ættu að hugsa sér til hreyfings Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Topp fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands Theodór Ingi Pálmason valdi fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands úr Olís-deild karla í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 14:00 Haukur um meiðslin: Mikill skellur en algjör klassi að fá að koma heim Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Það er samt enginn uppgjafartónn í Hauki Þrastarsyni eins og Henry Birgir Gunnarsson komst að í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 12:00 Þórólfur sóttvarnalæknir og Gummi Gumm „alveg eins“ „Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. 20. október 2020 10:00 Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu fimm leikmenn sem helst ættu að hugsa sér til hreyfings eða væru áhugaverðir fyrir önnur félög, í Olís-deild karla í handbolta. Innslagið úr þættinum er að finna hér neðst í greininni. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson úr Aftureldingu var í 5. sæti á listanum. „Hann var burðarás í Aftureldingarliðinu í fyrra en virðist vera í mun minna hlutverki núna. Nú fer Blær væntanlega líka að tikka inn í skyttustöðuna og það fer að verða þrengra um menn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Bjarni Ófeigur Valdimarsson í FH kom næstur og veltu sérfræðingarnir því fyrir sér hvort hann ætti að skipta um umhverfi til að ná fyrri hæðum: „Þetta er strákur sem ég er mjög hrifinn af en hann virðist ekki alveg finna fjölina í ár,“ sagði Rúnar. Tveir afar efnilegir hjá Haukum og Val Guðmundur Bragi Ástþórsson, ung og efnileg skytta Hauka, var í 3. sæti: „Hann er að rústa Grill-deildinni einn síns liðs. Ég held að hann hafi verið með 14 mörk í síðasta leik fyrir ungmennalið Hauka. Hann hefur verið að koma inn á í „rusltíma“ í Olís-deildinni, fékk smátíma alla vega á undirbúningstímabilinu til að koma inn á. Hann fengi klárlega hlutverk í lélegri liðunum í deildinni, stærra hlutverk en hjá toppliði Hauka, og það er spurning hvort að þeir ættu að láta hann fara og koma þá með meiri reynslu til baka.“ Svipaða sögu var að segja af næsta manni, Benedikt Óskarssyni úr Val, sem fæddur er 2002 eins og Guðmundur. Benedikt er sonur Óskars Bjarna Óskarssonar, aðstoðarþjálfara Vals og eins mesta Valsara sem um getur, svo rætur hans eru sterkar á Hlíðarenda: „Hann er miðjumaður, lykilmaður í ungmennaliði Vals, með 10 mörk í leik. Ef við horfum á leikmannahóp Vals þá er Anton Rúnarsson leikstjórnandi númer 1, 2 og 3. Tumi Steinn [Rúnarsson] kemur inn, þó í mikið minna hlutverki en hjá Aftureldingu í fyrra, en Benedikt er alveg þar á eftir.“ Efstur á listanum var Magnús Öder, leikmaður Selfoss: „Hann er búinn að vera á skýrslu alla fjóra leikina hjá Selfossi en hefur ekki látið taka til sín sóknarlega. Eins og við vitum er þetta maður sem getur alveg skotið á markið. Það eiga sum lið í vandræðum með að skjóta markið, svo það er spurning hvort hann hugsi sér til hreyfings,“ sagði Rúnar. Klippa: Seinni bylgjan: Fimm sem ættu að hugsa sér til hreyfings
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Topp fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands Theodór Ingi Pálmason valdi fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands úr Olís-deild karla í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 14:00 Haukur um meiðslin: Mikill skellur en algjör klassi að fá að koma heim Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Það er samt enginn uppgjafartónn í Hauki Þrastarsyni eins og Henry Birgir Gunnarsson komst að í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 12:00 Þórólfur sóttvarnalæknir og Gummi Gumm „alveg eins“ „Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. 20. október 2020 10:00 Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Topp fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands Theodór Ingi Pálmason valdi fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands úr Olís-deild karla í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 14:00
Haukur um meiðslin: Mikill skellur en algjör klassi að fá að koma heim Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Það er samt enginn uppgjafartónn í Hauki Þrastarsyni eins og Henry Birgir Gunnarsson komst að í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 12:00
Þórólfur sóttvarnalæknir og Gummi Gumm „alveg eins“ „Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. 20. október 2020 10:00