Rasimas nýtur lífsins á Selfossi en kveðst enn geta lært margt Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 13:31 Vilius Rasimas hefur byrjað tímabilið vel á Selfossi. stöð 2 sport Litáíski markmaðurinn Vilius Rasimas hefur smollið vel inn í lið Selfoss í Olís-deildinni í handbolta. Hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni. Rasimas segist hafa notið sín vel hingað til á Íslandi og hann kann vel við sig í samfélaginu í Árborg. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Kann mjög vel við sig á Selfossi Aðspurður hvernig honum hefði orðið við þegar tilboð barst frá Íslandi sagði markmaðurinn öflugi: „Þetta var nýtt fyrir mér þó að hér hafi þó vissulega spilað leikmenn frá Litáen. Ég velti þessu aðeins fyrir mér en ég er mjög ánægður núna með að vera hér. Selfoss er lítill bær en ég er vanur því og það er ekki vandamál. Ég kann vel við þetta vinalega samfélag og umhverfið er fallegt.“ Líkt og íslenska umhverfið þá er íslenski handboltinn nýr fyrir Rasimas sem er með 35,2% markvörslu að meðaltali eftir þær fjórar umferðir sem búnar eru af Olís-deildinni. „Hér eru góðir leikmenn, bæði ungir og reynslumiklir. Ég þarf enn að læra margt en ég hef notið þess hingað til,“ segir Rasimas sem hefur verið fljótur að stimpla sig inn á nýjum slóðum: „Ég legg hart að mér á æfingum og reyni að undirbúa mig vel fyrir hvern leik, horfa á andstæðingana og nýta þær upplýsingar sem ég fæ frá þjálfurunum.“ Rasimas segist vel geta hugsað sér að vera áfram á Selfossi enda njóti hann sín vel innan sem utan vallar. Klippa: Seinni bylgjan: Litáískur markmaður Selfoss Olís-deild karla UMF Selfoss Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Litáíski markmaðurinn Vilius Rasimas hefur smollið vel inn í lið Selfoss í Olís-deildinni í handbolta. Hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni. Rasimas segist hafa notið sín vel hingað til á Íslandi og hann kann vel við sig í samfélaginu í Árborg. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Kann mjög vel við sig á Selfossi Aðspurður hvernig honum hefði orðið við þegar tilboð barst frá Íslandi sagði markmaðurinn öflugi: „Þetta var nýtt fyrir mér þó að hér hafi þó vissulega spilað leikmenn frá Litáen. Ég velti þessu aðeins fyrir mér en ég er mjög ánægður núna með að vera hér. Selfoss er lítill bær en ég er vanur því og það er ekki vandamál. Ég kann vel við þetta vinalega samfélag og umhverfið er fallegt.“ Líkt og íslenska umhverfið þá er íslenski handboltinn nýr fyrir Rasimas sem er með 35,2% markvörslu að meðaltali eftir þær fjórar umferðir sem búnar eru af Olís-deildinni. „Hér eru góðir leikmenn, bæði ungir og reynslumiklir. Ég þarf enn að læra margt en ég hef notið þess hingað til,“ segir Rasimas sem hefur verið fljótur að stimpla sig inn á nýjum slóðum: „Ég legg hart að mér á æfingum og reyni að undirbúa mig vel fyrir hvern leik, horfa á andstæðingana og nýta þær upplýsingar sem ég fæ frá þjálfurunum.“ Rasimas segist vel geta hugsað sér að vera áfram á Selfossi enda njóti hann sín vel innan sem utan vallar. Klippa: Seinni bylgjan: Litáískur markmaður Selfoss
Olís-deild karla UMF Selfoss Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32