Líkti Ansu Fati við svartan götusölumann á flótta undan lögreglunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2020 14:11 Ansu Fati fagnar marki sínu fyrir Barcelona gegn Ferencváros á þriðjudaginn. getty/Alex Caparros Spænski blaðamaðurinn Salvatore Sostres hefur beðist afsökunar á að hafa líkt Ansu Fati, leikmanni Barcelona, við svartan götusölumann. Fati skoraði eitt mark og lagði upp annað í 5-1 sigri Barcelona á Ferencváros í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Í umfjöllun sinni um leikinn í dagblaðinu ABC reyndi Sostres að lýsa því hversu fljótur Fati er. „Þegar hann er á fullri ferð minnir hann á gasellu eða er eins og mjög ungur, svartur götusölumaður á flótta undan lögreglunni,“ skrifaði Sostres. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa lýsingu, m.a. af Antoine Griezmann, samherja Fatis hjá Barcelona. „Ansu er frábær strákur sem á skilið virðingu eins og allar manneskjur. Segjum nei við rasisma og dónaskap,“ skrifaði Griezmann á Twitter. Í dag birtist afsökunarbeiðni frá Sostres á heimasíðu ABC. Það er þó erfitt að lesa mikla iðrun úr orðum hans. „Þegar ég reyndi að lýsa fegurðinni í hreyfingum Fati og hæfileikum hans sem leikmanns voru sum ummæli túlkuð sem kynþáttafordómar. Það var ekki ætlun mín eða skoðun því ég hef mikið álit á honum eins og hefur sést í mínum skrifum um hann. Ég harma þennan misskilning og bið alla þá sem móðguðust afsökunar,“ sagði Sostres. Hinn sautján ára Fati hefur byrjað tímabilið af gríðarlega miklum krafti, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann var m.a. valinn leikmaður september-mánaðar í spænsku úrvalsdeildinni. Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Íslenski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira
Spænski blaðamaðurinn Salvatore Sostres hefur beðist afsökunar á að hafa líkt Ansu Fati, leikmanni Barcelona, við svartan götusölumann. Fati skoraði eitt mark og lagði upp annað í 5-1 sigri Barcelona á Ferencváros í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Í umfjöllun sinni um leikinn í dagblaðinu ABC reyndi Sostres að lýsa því hversu fljótur Fati er. „Þegar hann er á fullri ferð minnir hann á gasellu eða er eins og mjög ungur, svartur götusölumaður á flótta undan lögreglunni,“ skrifaði Sostres. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa lýsingu, m.a. af Antoine Griezmann, samherja Fatis hjá Barcelona. „Ansu er frábær strákur sem á skilið virðingu eins og allar manneskjur. Segjum nei við rasisma og dónaskap,“ skrifaði Griezmann á Twitter. Í dag birtist afsökunarbeiðni frá Sostres á heimasíðu ABC. Það er þó erfitt að lesa mikla iðrun úr orðum hans. „Þegar ég reyndi að lýsa fegurðinni í hreyfingum Fati og hæfileikum hans sem leikmanns voru sum ummæli túlkuð sem kynþáttafordómar. Það var ekki ætlun mín eða skoðun því ég hef mikið álit á honum eins og hefur sést í mínum skrifum um hann. Ég harma þennan misskilning og bið alla þá sem móðguðust afsökunar,“ sagði Sostres. Hinn sautján ára Fati hefur byrjað tímabilið af gríðarlega miklum krafti, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann var m.a. valinn leikmaður september-mánaðar í spænsku úrvalsdeildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Íslenski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira