Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. október 2020 15:15 Myndin umtalaða sem er þó þriggja ára gömul. Eggert Jóhannesson Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. Fánarnir tveir sem um ræðir eru annars vegar grænn, svartur og hvítur krossfáni með merki myndasögupersónunnar Punisher og hins vegar krossfáni með láréttri, blárri línu. Nýnasistar eða þungarokkarar Sá fyrrnefndi svipar mjög til hins svokallaða Vínlandsfána. Hann skapaði Peter Steele heitinn, forsprakki goth-metal sveitarinnar Type O Negative, til þess að tákna norrænan uppruna sinn, sósíalisma og umhverfishyggju. Peter Steele á sviði í Eindhoven árið 1997. Hann lést árið 2010.Getty/Paul Bergen Eftir aldamótin tóku hópar hvítra þjóðernissinna og nýnasista hins vegar upp fánann og í seinni tíð hefur hann einkum verið kenndur við þessa öfgahópa. Nýnasistahópar á borð við Vinlanders Social Club hafa meðal annars nýtt fánann. Einnig útgáfufyrirtækið Vinlandic Werwolf Distribution sem hefur gefið út plötur hljómsveita á borð við Aryan Hammer, Wehrwolf SS og Aryan Blood. Fréttastofa hefur rætt við nokkra lögreglumenn sem sumir segja fráleitt að fáninn sem lögreglukonan bar sé þessi umræddi Vínlandsfáni. Frekar sé um einhvers konar norskan herfána að ræða. Punisher Punisher-merkið á græna fánanum er sömuleiðis umdeilt, meðal annars í Noregi. Verdens Gang greindi frá því árið 2010 að liðsmenn svokallaðrar Telemark-sveitar í norska hernum hefðu málað merkið á búnað sinn, jafnvel eftir að herforingjar bönnuðu notkun þess. Stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hér Punisher-límmiða með hári forsetans á bifreið sinni í Arizona.Getty/Caitlin O'Hara The Punisher er persóna úr smiðju Gerrys Conways, sjálfskipaður lögreglumaður sem myrðir og pyntar meinta glæpamenn án dóms og laga. Conway hefur sjálfur gagnrýnt að lögregla og her noti merkið, enda sé persónan sjálf glæpamaður. Það vakti til dæmis nokkra reiði í í Kanada í september þegar mynd birtist af lögreglumanni sem bar Punisher-merkið í Toronto og var lögreglumaðurinn tekinn á beinið í kjölfarið. Fyrir neðan Punisher-merkið var kanadískur fáni með blárri rönd, svipaðri og þeirri sem sjá mátti á fánanum á íslensku lögreglukonunni. Íbúar í Los Angeles lýsa yfir stuðningi við lögreglu borgarinnar. Meðal annars með þessari umtöluðu bláu rönd.Getty/Ted Soqui Bláa röndin Þessi bláa rönd svipar til Thin Blue Line-fánans sem hefur verið áberandi í Bandaríkjunum síðustu misseri, einkum í tengslum við svokallaða Blue Lives Matter-hreyfingu en hún var stofnuð til höfuðs við Black Lives Matter hreyfinguna sem berst gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum innan lögreglunnar. Deildar meiningar hafa verið um þessa bláu rönd. Lögreglumenn í Bandaríkjunum hafa sagt hana í virðingarskyni við fallna samstarfsmenn á meðan andstæðingar táknsins hafa sagt það í beinni andstöðu við Black Lives Matter hreyfinguna og baráttuna gegn lögregluofbeldi og rasisma. Kynþáttafordómar Lögreglan Bandaríkin Kanada Fréttaskýringar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. Fánarnir tveir sem um ræðir eru annars vegar grænn, svartur og hvítur krossfáni með merki myndasögupersónunnar Punisher og hins vegar krossfáni með láréttri, blárri línu. Nýnasistar eða þungarokkarar Sá fyrrnefndi svipar mjög til hins svokallaða Vínlandsfána. Hann skapaði Peter Steele heitinn, forsprakki goth-metal sveitarinnar Type O Negative, til þess að tákna norrænan uppruna sinn, sósíalisma og umhverfishyggju. Peter Steele á sviði í Eindhoven árið 1997. Hann lést árið 2010.Getty/Paul Bergen Eftir aldamótin tóku hópar hvítra þjóðernissinna og nýnasista hins vegar upp fánann og í seinni tíð hefur hann einkum verið kenndur við þessa öfgahópa. Nýnasistahópar á borð við Vinlanders Social Club hafa meðal annars nýtt fánann. Einnig útgáfufyrirtækið Vinlandic Werwolf Distribution sem hefur gefið út plötur hljómsveita á borð við Aryan Hammer, Wehrwolf SS og Aryan Blood. Fréttastofa hefur rætt við nokkra lögreglumenn sem sumir segja fráleitt að fáninn sem lögreglukonan bar sé þessi umræddi Vínlandsfáni. Frekar sé um einhvers konar norskan herfána að ræða. Punisher Punisher-merkið á græna fánanum er sömuleiðis umdeilt, meðal annars í Noregi. Verdens Gang greindi frá því árið 2010 að liðsmenn svokallaðrar Telemark-sveitar í norska hernum hefðu málað merkið á búnað sinn, jafnvel eftir að herforingjar bönnuðu notkun þess. Stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hér Punisher-límmiða með hári forsetans á bifreið sinni í Arizona.Getty/Caitlin O'Hara The Punisher er persóna úr smiðju Gerrys Conways, sjálfskipaður lögreglumaður sem myrðir og pyntar meinta glæpamenn án dóms og laga. Conway hefur sjálfur gagnrýnt að lögregla og her noti merkið, enda sé persónan sjálf glæpamaður. Það vakti til dæmis nokkra reiði í í Kanada í september þegar mynd birtist af lögreglumanni sem bar Punisher-merkið í Toronto og var lögreglumaðurinn tekinn á beinið í kjölfarið. Fyrir neðan Punisher-merkið var kanadískur fáni með blárri rönd, svipaðri og þeirri sem sjá mátti á fánanum á íslensku lögreglukonunni. Íbúar í Los Angeles lýsa yfir stuðningi við lögreglu borgarinnar. Meðal annars með þessari umtöluðu bláu rönd.Getty/Ted Soqui Bláa röndin Þessi bláa rönd svipar til Thin Blue Line-fánans sem hefur verið áberandi í Bandaríkjunum síðustu misseri, einkum í tengslum við svokallaða Blue Lives Matter-hreyfingu en hún var stofnuð til höfuðs við Black Lives Matter hreyfinguna sem berst gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum innan lögreglunnar. Deildar meiningar hafa verið um þessa bláu rönd. Lögreglumenn í Bandaríkjunum hafa sagt hana í virðingarskyni við fallna samstarfsmenn á meðan andstæðingar táknsins hafa sagt það í beinni andstöðu við Black Lives Matter hreyfinguna og baráttuna gegn lögregluofbeldi og rasisma.
Kynþáttafordómar Lögreglan Bandaríkin Kanada Fréttaskýringar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58
„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51