Sjáðu magnað Beckham-mark frá gamla Víkingnum í Evrópudeildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 14:01 Kemar Roofe fagnar marki sínu með Rangers liðinu í gærkvöldi. Getty/Jef Matthee Kemar Roofe var að gera góða hluti með Rangers í Evrópudeildinni í gærkvöldi en það muna einhverjir eftir því þegar hann spilaði í Pepsi deild karla eitt sumarið. Kemar Roofe innsiglaði 2-0 sigur Rangers á belgíska félaginu Standard Liege í gær. Hann kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og skoraði markið á annarri mínútu í uppbótatíma. Kemar Roofe vann boltann á eigin vallarhelmingi eftir fast leikatriði hjá Standard Liege, lék á nokkra varnarmenn Belgana og skoraði yfir markvörðinn frá miðlínunni. Markið þótti minna á frægt mark David Beckham fyrir Manchester United. Roofe var 49,9 metrum frá markinu þegar hann skaut á markið. 54.6 - Kemar Roofe's goal for Rangers against Standard Liège was scored from a distance of 54.6 yards, the furthest distance ever for a goal scored in the UEFA Europa League. Spectacular. #UEL pic.twitter.com/71qN1QUtdq— OptaJoe (@OptaJoe) October 22, 2020 Kemar Roofe er 27 ára gamall og á sínu fyrsta tímabili hjá Steven Gerrard hjá Rangers. Skoska félagið keypti hann frá Anderlecht í ágúst síðastliðnum. Hann gerði fína hluti hjá Leeds á árunum 2016 til 2019. Roofe var aftur á móti leikmaður West Bromwich Albion sumarið 2011 þegar hann kom á láni til Víkinga í Pepsi deildinni. Roofe spilaði tvo deildarleiki og einn bikarleik með Víkingum og skoraði í bikarleik á móti KV á gervigrasvellinum í Vesturbænum. Hér fyrir neðan má sjá þetta sérstaka mark hjá Kemar Roofe frá því í gærkvöldi. Klippa: Magnað mark hjá gamla Víkingnum Það er líka gaman að rifja upp bikarmarkið hans Kemars Roofe fyrir Vikinga í 32 liða úrslitum Valitorsbikarsins sumarið 2011. Klippa: Mark Kemars Roofe fyrir Víking Evrópudeild UEFA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sjá meira
Kemar Roofe var að gera góða hluti með Rangers í Evrópudeildinni í gærkvöldi en það muna einhverjir eftir því þegar hann spilaði í Pepsi deild karla eitt sumarið. Kemar Roofe innsiglaði 2-0 sigur Rangers á belgíska félaginu Standard Liege í gær. Hann kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og skoraði markið á annarri mínútu í uppbótatíma. Kemar Roofe vann boltann á eigin vallarhelmingi eftir fast leikatriði hjá Standard Liege, lék á nokkra varnarmenn Belgana og skoraði yfir markvörðinn frá miðlínunni. Markið þótti minna á frægt mark David Beckham fyrir Manchester United. Roofe var 49,9 metrum frá markinu þegar hann skaut á markið. 54.6 - Kemar Roofe's goal for Rangers against Standard Liège was scored from a distance of 54.6 yards, the furthest distance ever for a goal scored in the UEFA Europa League. Spectacular. #UEL pic.twitter.com/71qN1QUtdq— OptaJoe (@OptaJoe) October 22, 2020 Kemar Roofe er 27 ára gamall og á sínu fyrsta tímabili hjá Steven Gerrard hjá Rangers. Skoska félagið keypti hann frá Anderlecht í ágúst síðastliðnum. Hann gerði fína hluti hjá Leeds á árunum 2016 til 2019. Roofe var aftur á móti leikmaður West Bromwich Albion sumarið 2011 þegar hann kom á láni til Víkinga í Pepsi deildinni. Roofe spilaði tvo deildarleiki og einn bikarleik með Víkingum og skoraði í bikarleik á móti KV á gervigrasvellinum í Vesturbænum. Hér fyrir neðan má sjá þetta sérstaka mark hjá Kemar Roofe frá því í gærkvöldi. Klippa: Magnað mark hjá gamla Víkingnum Það er líka gaman að rifja upp bikarmarkið hans Kemars Roofe fyrir Vikinga í 32 liða úrslitum Valitorsbikarsins sumarið 2011. Klippa: Mark Kemars Roofe fyrir Víking
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sjá meira