Framtíð innan þolmarka plánetunnar okkar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 23. október 2020 13:31 Bæjarráð samþykkti nýlega að Kópavogsbær tæki þátt í samnorrænu verkefni um kolefnishlutleysi sveitarfélaga með innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Hringrásarhagkerfið byggir á því að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi og leitast við að viðhalda verðmætum þeirra eins lengi og mögulegt er, með það að markmiði að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndun. Verkefni þessu er ætlað að koma á fót norrænu samstarfi sem miðar að því að flýta fyrir umskiptum í litlum og meðalstórum sveitarfélögum að loftslagshlutleysi fyrir árið 2030. Þannig stendur til að þróa verkfærakistu sem getur hjálpað sveitarfélögum að þróa árangursríkar áætlanir og innleiða nýja hugmyndafræði í fjárfestingum. Flest stærri sveitarfélög á Norðurlöndum hafa nú þegar þróað og hafið innleiðingu áætlana um snjallborgir og hringrásarhagkerfi. Það felur meðal annars í sér að byggja meira á samnýtingu, eða kaupleigu, og að fjárfesta í vörum sem eru hannaðar til þess að endast, til dæmis þannig að auðvelt sé að gera við þær í stað þess að þurfi að skipta þeim út. Sveitarfélög bera nefnilega ríka ábyrgð þegar kemur að skuldbindingum okkar við loftslagið. Hjá okkur eru tækifæri til að koma á hagrænum hvötum til að auka endurvinnslu og draga úr förgun úrgangs, endurnýta afurðir sem falla til, til dæmis moltu og metan, ásamt því að stunda ábyrg innkaup. Hugmyndafræðin um hringrásarhagkerfið felur ennfremur í sér að endurmeta og endurskilgreina lífsgæði. Síðustu áratugi hefur tækniframförum fleygt fram, hraði er allur meiri og samhliða því höfum við vanist og krafist þæginda í auknum mæli, sem hefur kostnað í för með sér. Plastnotkun er dæmi um það - Framleiðsla þess er mjög mengandi og auk þess skilar það sér illa í endurvinnslu. Við höfum séð að það að draga úr kolefnislosun sé ekki skaðlegt fyrir efnahagslegan vöxt, heldur þvert á móti. Frá árinu 1990 hefur verg landsframleiðsla innan Evrópusambandsins vaxið um 50% á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman um 23%. Almenningur axlar ábyrgð með því að til dæmis deila bílum, minnka orkunotkun og tileinka sér endurvinnslu og flokkun á húsasorpi. Þetta eru góð skref, en betur má ef duga skal til að tryggja kolefnahlutlausa framtíð. Nú er það hlutverk okkar að byggja upp hagkerfi sem getur betur brugðist við óvæntum aðstæðum. Við þurfum vistvænna og stöðugra kerfi, eða eins og langtímamarkmið Evrópusambandsins segir, við þurfum að lifa vel innan þolmarka plánetunnar okkar. Þetta verkefni er því mjög spennandi tækifæri fyrir Kópavog og ég hlakka til að sjá árangur af samstarfinu! Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Kópavogur Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Bæjarráð samþykkti nýlega að Kópavogsbær tæki þátt í samnorrænu verkefni um kolefnishlutleysi sveitarfélaga með innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Hringrásarhagkerfið byggir á því að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi og leitast við að viðhalda verðmætum þeirra eins lengi og mögulegt er, með það að markmiði að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndun. Verkefni þessu er ætlað að koma á fót norrænu samstarfi sem miðar að því að flýta fyrir umskiptum í litlum og meðalstórum sveitarfélögum að loftslagshlutleysi fyrir árið 2030. Þannig stendur til að þróa verkfærakistu sem getur hjálpað sveitarfélögum að þróa árangursríkar áætlanir og innleiða nýja hugmyndafræði í fjárfestingum. Flest stærri sveitarfélög á Norðurlöndum hafa nú þegar þróað og hafið innleiðingu áætlana um snjallborgir og hringrásarhagkerfi. Það felur meðal annars í sér að byggja meira á samnýtingu, eða kaupleigu, og að fjárfesta í vörum sem eru hannaðar til þess að endast, til dæmis þannig að auðvelt sé að gera við þær í stað þess að þurfi að skipta þeim út. Sveitarfélög bera nefnilega ríka ábyrgð þegar kemur að skuldbindingum okkar við loftslagið. Hjá okkur eru tækifæri til að koma á hagrænum hvötum til að auka endurvinnslu og draga úr förgun úrgangs, endurnýta afurðir sem falla til, til dæmis moltu og metan, ásamt því að stunda ábyrg innkaup. Hugmyndafræðin um hringrásarhagkerfið felur ennfremur í sér að endurmeta og endurskilgreina lífsgæði. Síðustu áratugi hefur tækniframförum fleygt fram, hraði er allur meiri og samhliða því höfum við vanist og krafist þæginda í auknum mæli, sem hefur kostnað í för með sér. Plastnotkun er dæmi um það - Framleiðsla þess er mjög mengandi og auk þess skilar það sér illa í endurvinnslu. Við höfum séð að það að draga úr kolefnislosun sé ekki skaðlegt fyrir efnahagslegan vöxt, heldur þvert á móti. Frá árinu 1990 hefur verg landsframleiðsla innan Evrópusambandsins vaxið um 50% á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman um 23%. Almenningur axlar ábyrgð með því að til dæmis deila bílum, minnka orkunotkun og tileinka sér endurvinnslu og flokkun á húsasorpi. Þetta eru góð skref, en betur má ef duga skal til að tryggja kolefnahlutlausa framtíð. Nú er það hlutverk okkar að byggja upp hagkerfi sem getur betur brugðist við óvæntum aðstæðum. Við þurfum vistvænna og stöðugra kerfi, eða eins og langtímamarkmið Evrópusambandsins segir, við þurfum að lifa vel innan þolmarka plánetunnar okkar. Þetta verkefni er því mjög spennandi tækifæri fyrir Kópavog og ég hlakka til að sjá árangur af samstarfinu! Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun