Hitnar undir Zidane og Raúl bíður átekta á kantinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2020 09:00 Zinedine Zidane hefur um nóg að hugsa þessa dagana. getty/Diego Souto Aðeins þremur mánuðum eftir að hafa gert Real Madrid að Spánarmeisturum er talað um að starf Zinedines Zidane, knattspyrnustjóra liðsins, sé í hættu. Real Madrid, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, sækir Barcelona heim klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. El Clásico er alltaf risastór viðburður en það hefur oftast verið bjartara yfir risunum sem etja þar kappi en nú. Liðin töpuðu bæði í spænsku úrvalsdeildinni fyrir viku, Barcelona 1-0 fyrir Getafe og Real Madrid með sömu markatölu fyrir nýliðum Cádiz. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem bæði Barcelona og Real Madrid tapa á sama degi án þess að skora. Börsungar rifu sig upp í Meistaradeildinni í miðri viku og rúlluðu yfir Ferencváros frá Ungverjalandi, 5-1. Vont varð hins vegar verra fyrir Real Madrid sem tapaði fyrir Shakhtar Donetsk á heimavelli, 2-3. Madrídingar voru 0-3 undir í hálfleik gegn úkraínsku meisturunum sem voru án tíu leikmanna vegna kórónuveirunnar. Bæði spænska íþróttablaðið AS og L'Équipe í Frakklandi segja að starf Zidanes sé í hættu eftir ófarir síðustu tveggja leikja. Mauricio Pochettino og Raúl hafa verið nefndir sem mögulegir eftirmenn Zidanes. Raúl er þjálfari Castilla, varaliðs Real Madrid, og er goðsögn hjá félaginu. Hann er leikjahæstur í sögu Real Madrid og sá næstmarkahæsti. Ef Raúl verður ráðinn má segja að Florentino Pérez, forseti Real Madrid, fari svipaða leið og þegar hann réði Zidane á sínum tíma. Þeir eru báðir miklar Real Madrid-hetjur og þjálfuðu varalið félagsins. Raddirnar um að Raúl eigi að taka við Real Madrid verða sífellt háværari.getty/Jonathan Moscrop Það væri mjög hart ef Zidane yrði látinn taka pokann sinn enda gerði að hann Real Madrid að Spánarmeisturum á síðasta tímabili á síðasta tímabili og hefur alls unnið ellefu titla sem stjóri liðsins, þar af Meistaradeildina í þrígang. En þrátt fyrir frábæran árangur á stuttum stjóraferli virðast alltaf vera efasemdir um hversu góður stjóri Zidane er í raun og veru. Real Madrid varð Spánarmeistari á síðasta tímabili á eins lítinn Real Madrid-hátt og mögulegt er. Liðið spilaði frábæran varnarleik og tólf af 26 sigurleikjum þess voru með einu marki. Alls 21 leikmaður skoraði fyrir Real Madrid á síðasta tímabili en fyrir utan Karim Benzema (21 mark) og Sergio Ramos (11 mörk) skoraði enginn meira en fjögur mörk. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, með Spánarmeistarabikarinn.getty/Ricardo Nogueira Eden Hazard, stóru kaup Real Madrid sumarið 2019, gerði ekkert á sínu fyrsta tímabili á Santiago Bernabéu og hefur ekki spilað neitt í vetur vegna meiðsla. Norðmaðurinn Martin Ødegaard, sem sneri aftur til Real Madrid í sumar eftir vel heppnaða lánsdvöl hjá Real Sociedad, er sömuleiðis meiddur. Brassarnir ungu Rodrygo og Vinícius Júnior eiga enn nokkuð í land, Luka Jovic hefur ekki náð neinu flugi hjá Real Madrid og leikmenn á borð við Marco Asensio og Isco virðast hafa staðnað. Real Madrid er því gríðarlega háð Benzema í sóknarleiknum. Zidane er enn að leita að réttu blöndunni, gerir margar breytingar milli í leikja og í leiknum gegn Cádíz gerði hann fjórfalda skiptingu í hálfleik. Úr leik seinni leik Real Madrid og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Madrídingar unnu leikinn, 2-0, með mörkum Vinícius Júnior og Marianos Díaz.getty/Burak Akbulut Þótt allt sé í steik utan vallar hjá Börsungum eru þeir í betri málum innan vallar en erkifjendurnir frá höfuðborginni. Ronald Koeman hefur aðeins hrist upp í leikmannahópnum, liðið er enn með Lionel Messi og engin takmörk virðast fyrir því hversu langt ungstirnið Ansu Fati getur náð. Madrídingar geta þó huggað sig við það að þeir hafa aldrei tapað á Nývangi undir stjórn Zidanes. Í fimm leikjum í Barcelona hefur Real Madrid unnið tvo og gert þrjú jafntefli. En sá franski hefur aldrei þurft jafn mikið á góðum úrslitum á Nývangi að halda og í dag. Spænski boltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Sjá meira
Aðeins þremur mánuðum eftir að hafa gert Real Madrid að Spánarmeisturum er talað um að starf Zinedines Zidane, knattspyrnustjóra liðsins, sé í hættu. Real Madrid, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, sækir Barcelona heim klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. El Clásico er alltaf risastór viðburður en það hefur oftast verið bjartara yfir risunum sem etja þar kappi en nú. Liðin töpuðu bæði í spænsku úrvalsdeildinni fyrir viku, Barcelona 1-0 fyrir Getafe og Real Madrid með sömu markatölu fyrir nýliðum Cádiz. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem bæði Barcelona og Real Madrid tapa á sama degi án þess að skora. Börsungar rifu sig upp í Meistaradeildinni í miðri viku og rúlluðu yfir Ferencváros frá Ungverjalandi, 5-1. Vont varð hins vegar verra fyrir Real Madrid sem tapaði fyrir Shakhtar Donetsk á heimavelli, 2-3. Madrídingar voru 0-3 undir í hálfleik gegn úkraínsku meisturunum sem voru án tíu leikmanna vegna kórónuveirunnar. Bæði spænska íþróttablaðið AS og L'Équipe í Frakklandi segja að starf Zidanes sé í hættu eftir ófarir síðustu tveggja leikja. Mauricio Pochettino og Raúl hafa verið nefndir sem mögulegir eftirmenn Zidanes. Raúl er þjálfari Castilla, varaliðs Real Madrid, og er goðsögn hjá félaginu. Hann er leikjahæstur í sögu Real Madrid og sá næstmarkahæsti. Ef Raúl verður ráðinn má segja að Florentino Pérez, forseti Real Madrid, fari svipaða leið og þegar hann réði Zidane á sínum tíma. Þeir eru báðir miklar Real Madrid-hetjur og þjálfuðu varalið félagsins. Raddirnar um að Raúl eigi að taka við Real Madrid verða sífellt háværari.getty/Jonathan Moscrop Það væri mjög hart ef Zidane yrði látinn taka pokann sinn enda gerði að hann Real Madrid að Spánarmeisturum á síðasta tímabili á síðasta tímabili og hefur alls unnið ellefu titla sem stjóri liðsins, þar af Meistaradeildina í þrígang. En þrátt fyrir frábæran árangur á stuttum stjóraferli virðast alltaf vera efasemdir um hversu góður stjóri Zidane er í raun og veru. Real Madrid varð Spánarmeistari á síðasta tímabili á eins lítinn Real Madrid-hátt og mögulegt er. Liðið spilaði frábæran varnarleik og tólf af 26 sigurleikjum þess voru með einu marki. Alls 21 leikmaður skoraði fyrir Real Madrid á síðasta tímabili en fyrir utan Karim Benzema (21 mark) og Sergio Ramos (11 mörk) skoraði enginn meira en fjögur mörk. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, með Spánarmeistarabikarinn.getty/Ricardo Nogueira Eden Hazard, stóru kaup Real Madrid sumarið 2019, gerði ekkert á sínu fyrsta tímabili á Santiago Bernabéu og hefur ekki spilað neitt í vetur vegna meiðsla. Norðmaðurinn Martin Ødegaard, sem sneri aftur til Real Madrid í sumar eftir vel heppnaða lánsdvöl hjá Real Sociedad, er sömuleiðis meiddur. Brassarnir ungu Rodrygo og Vinícius Júnior eiga enn nokkuð í land, Luka Jovic hefur ekki náð neinu flugi hjá Real Madrid og leikmenn á borð við Marco Asensio og Isco virðast hafa staðnað. Real Madrid er því gríðarlega háð Benzema í sóknarleiknum. Zidane er enn að leita að réttu blöndunni, gerir margar breytingar milli í leikja og í leiknum gegn Cádíz gerði hann fjórfalda skiptingu í hálfleik. Úr leik seinni leik Real Madrid og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Madrídingar unnu leikinn, 2-0, með mörkum Vinícius Júnior og Marianos Díaz.getty/Burak Akbulut Þótt allt sé í steik utan vallar hjá Börsungum eru þeir í betri málum innan vallar en erkifjendurnir frá höfuðborginni. Ronald Koeman hefur aðeins hrist upp í leikmannahópnum, liðið er enn með Lionel Messi og engin takmörk virðast fyrir því hversu langt ungstirnið Ansu Fati getur náð. Madrídingar geta þó huggað sig við það að þeir hafa aldrei tapað á Nývangi undir stjórn Zidanes. Í fimm leikjum í Barcelona hefur Real Madrid unnið tvo og gert þrjú jafntefli. En sá franski hefur aldrei þurft jafn mikið á góðum úrslitum á Nývangi að halda og í dag.
Spænski boltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn