Koeman vonast til að byrja jafnvel sem stjóri og hann gerði sem leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 16:30 Ronaldo Koman þjálfar nú Barcelona liðið en hann lék á sínum tíma 264 leiki fyrir félagið á sex ára tímabili. Getty/Alex Caparros Ronald Koeman stýrir Barcelona liðinu í fyrsta sinn í El Clásico á morgun þegar Real Madrid kemur í heimsókn á Nývang. Ronald Koeman hefur hrist upp í hlutunum í herbúðum Barcelona síðan hann tók við liðinu í sumar og Hollendingurinn hreinsaði til í leikmannahópnum í haust. Á morgun fær hann fyrsta risaprófið þegar hann stýrir Barca liðinu á móti Real Madrid. Ronald Koeman lék á sínum tíma í sex ár með Barcelona, frá 1989 til 1995, og skoraði 88 mörk fyrir félagið þrátt fyrir að spila sem varnarmaður eða varnartengiliður. Koeman vonast til að byrja jafnvel á morgun sem stjóri og hann gerði sem leikmaður fyrir 31 ári síðan. Ronald Koeman lék sinn fyrsta El Clásico leik með Barcelona 7. október 1989 en þjálfari Barcelona liðsins var þá Johan Cruyff. Barcelona þurfti virkilega á góðum úrslitum að halda í þessum leik eftir þrjú töp í fyrstu fimm deildarleikjum sínum. @RonaldKoeman s best #ElClásico goals N°4 ! pic.twitter.com/hj2e6AP5Ux— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 22, 2020 Barcelona vann leikinn 3-1 og Ronald Koeman skoraði tvö mörk, bæði reyndar úr vítaspyrnum. Barcelona hafði ekki byrjað 1988-89 tímabilið alltof vel en Ronald Koeman kom þarna inn eftir að hafa skotist á stjörnuhimininn sem tvöfaldur Evrópumeistari sumarið 1988, með bæði hollenska landsliðinu á EM í Þýskalandi 1988 og með PSV í Evrópukeppni meistaraliða 1987-88. Leikurinn byrjaði líka skelfilega fyrir Ronald Koeman sem fékk á sig vítaspyrnu eftir fimm mínútur eftir brot á Emilio Butragueno. Hugo Sánchez kom Real í 1-0 úr vítinu. Julio Salinas jafnaði metin fyrir Barcelona fimm mínútum síðar og Ronald Koeman tryggði sínu liði sigur með tveimur mörkum úr vítaspyrnum á síðustu sextán mínútunum. Koeman skoraði þrjú mörk til viðbótar í El Clásico leikjum áður en hann fór aftur heim til Feyenoord sex árum síðar. El Clásico leikur Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 14.00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 13.45. Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira
Ronald Koeman stýrir Barcelona liðinu í fyrsta sinn í El Clásico á morgun þegar Real Madrid kemur í heimsókn á Nývang. Ronald Koeman hefur hrist upp í hlutunum í herbúðum Barcelona síðan hann tók við liðinu í sumar og Hollendingurinn hreinsaði til í leikmannahópnum í haust. Á morgun fær hann fyrsta risaprófið þegar hann stýrir Barca liðinu á móti Real Madrid. Ronald Koeman lék á sínum tíma í sex ár með Barcelona, frá 1989 til 1995, og skoraði 88 mörk fyrir félagið þrátt fyrir að spila sem varnarmaður eða varnartengiliður. Koeman vonast til að byrja jafnvel á morgun sem stjóri og hann gerði sem leikmaður fyrir 31 ári síðan. Ronald Koeman lék sinn fyrsta El Clásico leik með Barcelona 7. október 1989 en þjálfari Barcelona liðsins var þá Johan Cruyff. Barcelona þurfti virkilega á góðum úrslitum að halda í þessum leik eftir þrjú töp í fyrstu fimm deildarleikjum sínum. @RonaldKoeman s best #ElClásico goals N°4 ! pic.twitter.com/hj2e6AP5Ux— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 22, 2020 Barcelona vann leikinn 3-1 og Ronald Koeman skoraði tvö mörk, bæði reyndar úr vítaspyrnum. Barcelona hafði ekki byrjað 1988-89 tímabilið alltof vel en Ronald Koeman kom þarna inn eftir að hafa skotist á stjörnuhimininn sem tvöfaldur Evrópumeistari sumarið 1988, með bæði hollenska landsliðinu á EM í Þýskalandi 1988 og með PSV í Evrópukeppni meistaraliða 1987-88. Leikurinn byrjaði líka skelfilega fyrir Ronald Koeman sem fékk á sig vítaspyrnu eftir fimm mínútur eftir brot á Emilio Butragueno. Hugo Sánchez kom Real í 1-0 úr vítinu. Julio Salinas jafnaði metin fyrir Barcelona fimm mínútum síðar og Ronald Koeman tryggði sínu liði sigur með tveimur mörkum úr vítaspyrnum á síðustu sextán mínútunum. Koeman skoraði þrjú mörk til viðbótar í El Clásico leikjum áður en hann fór aftur heim til Feyenoord sex árum síðar. El Clásico leikur Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 14.00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 13.45.
Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira