Koeman vonast til að byrja jafnvel sem stjóri og hann gerði sem leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 16:30 Ronaldo Koman þjálfar nú Barcelona liðið en hann lék á sínum tíma 264 leiki fyrir félagið á sex ára tímabili. Getty/Alex Caparros Ronald Koeman stýrir Barcelona liðinu í fyrsta sinn í El Clásico á morgun þegar Real Madrid kemur í heimsókn á Nývang. Ronald Koeman hefur hrist upp í hlutunum í herbúðum Barcelona síðan hann tók við liðinu í sumar og Hollendingurinn hreinsaði til í leikmannahópnum í haust. Á morgun fær hann fyrsta risaprófið þegar hann stýrir Barca liðinu á móti Real Madrid. Ronald Koeman lék á sínum tíma í sex ár með Barcelona, frá 1989 til 1995, og skoraði 88 mörk fyrir félagið þrátt fyrir að spila sem varnarmaður eða varnartengiliður. Koeman vonast til að byrja jafnvel á morgun sem stjóri og hann gerði sem leikmaður fyrir 31 ári síðan. Ronald Koeman lék sinn fyrsta El Clásico leik með Barcelona 7. október 1989 en þjálfari Barcelona liðsins var þá Johan Cruyff. Barcelona þurfti virkilega á góðum úrslitum að halda í þessum leik eftir þrjú töp í fyrstu fimm deildarleikjum sínum. @RonaldKoeman s best #ElClásico goals N°4 ! pic.twitter.com/hj2e6AP5Ux— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 22, 2020 Barcelona vann leikinn 3-1 og Ronald Koeman skoraði tvö mörk, bæði reyndar úr vítaspyrnum. Barcelona hafði ekki byrjað 1988-89 tímabilið alltof vel en Ronald Koeman kom þarna inn eftir að hafa skotist á stjörnuhimininn sem tvöfaldur Evrópumeistari sumarið 1988, með bæði hollenska landsliðinu á EM í Þýskalandi 1988 og með PSV í Evrópukeppni meistaraliða 1987-88. Leikurinn byrjaði líka skelfilega fyrir Ronald Koeman sem fékk á sig vítaspyrnu eftir fimm mínútur eftir brot á Emilio Butragueno. Hugo Sánchez kom Real í 1-0 úr vítinu. Julio Salinas jafnaði metin fyrir Barcelona fimm mínútum síðar og Ronald Koeman tryggði sínu liði sigur með tveimur mörkum úr vítaspyrnum á síðustu sextán mínútunum. Koeman skoraði þrjú mörk til viðbótar í El Clásico leikjum áður en hann fór aftur heim til Feyenoord sex árum síðar. El Clásico leikur Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 14.00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 13.45. Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Ronald Koeman stýrir Barcelona liðinu í fyrsta sinn í El Clásico á morgun þegar Real Madrid kemur í heimsókn á Nývang. Ronald Koeman hefur hrist upp í hlutunum í herbúðum Barcelona síðan hann tók við liðinu í sumar og Hollendingurinn hreinsaði til í leikmannahópnum í haust. Á morgun fær hann fyrsta risaprófið þegar hann stýrir Barca liðinu á móti Real Madrid. Ronald Koeman lék á sínum tíma í sex ár með Barcelona, frá 1989 til 1995, og skoraði 88 mörk fyrir félagið þrátt fyrir að spila sem varnarmaður eða varnartengiliður. Koeman vonast til að byrja jafnvel á morgun sem stjóri og hann gerði sem leikmaður fyrir 31 ári síðan. Ronald Koeman lék sinn fyrsta El Clásico leik með Barcelona 7. október 1989 en þjálfari Barcelona liðsins var þá Johan Cruyff. Barcelona þurfti virkilega á góðum úrslitum að halda í þessum leik eftir þrjú töp í fyrstu fimm deildarleikjum sínum. @RonaldKoeman s best #ElClásico goals N°4 ! pic.twitter.com/hj2e6AP5Ux— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 22, 2020 Barcelona vann leikinn 3-1 og Ronald Koeman skoraði tvö mörk, bæði reyndar úr vítaspyrnum. Barcelona hafði ekki byrjað 1988-89 tímabilið alltof vel en Ronald Koeman kom þarna inn eftir að hafa skotist á stjörnuhimininn sem tvöfaldur Evrópumeistari sumarið 1988, með bæði hollenska landsliðinu á EM í Þýskalandi 1988 og með PSV í Evrópukeppni meistaraliða 1987-88. Leikurinn byrjaði líka skelfilega fyrir Ronald Koeman sem fékk á sig vítaspyrnu eftir fimm mínútur eftir brot á Emilio Butragueno. Hugo Sánchez kom Real í 1-0 úr vítinu. Julio Salinas jafnaði metin fyrir Barcelona fimm mínútum síðar og Ronald Koeman tryggði sínu liði sigur með tveimur mörkum úr vítaspyrnum á síðustu sextán mínútunum. Koeman skoraði þrjú mörk til viðbótar í El Clásico leikjum áður en hann fór aftur heim til Feyenoord sex árum síðar. El Clásico leikur Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 14.00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 13.45.
Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira