Lögregla metur hvort rannsaka eigi hópsýkinguna á togaranum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2020 11:47 Skipverjarnir fóru í sýnatöku síðastliðinn þriðjudag. Vísir/Hafþór Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni í hópsmiti sem kom upp um borð fljótlega eftir að leggja út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að engin kæra hefði enn borist vegna málsins. Verið væri að meta innan lögreglunnar hvort tilefni sé til þess að ráðast í frumkvæðisrannsókn á málinu. Samkvæmt leiðbeiningum fyrir hafnir og skip vegna Covid-19, sem gefnar eru út af embætti landlæknis, ber skiptstjóra að tilkynna til Landhelgisgæslu ef grunur er um Covid-19 sýkingu um borð. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti í samtali við fréttastofu að þetta hefði ekki verið gert. Landhelgisgæslan hafi fengið upplýsingar um að 19 skipverjanna væru smitaðir síðastliðinn mánudag. Þá hafði skipið verið um það bil þrjár vikur á sjó. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG), sem gerir skipið út, hafi hundsað tilmæli um viðbrögð frá sóttvarnayfirvöldum. Framkvæmdastjóri Gunnvarar og skipstjóri skipsins viðurkenndu síðar að eftir á að hyggja hefði átt að fara fyrr í land. Þeir hafi þó verið í sambandi við sóttvarnalækni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki geta fullyrt hvort sóttvarnalög hafi verið brotin. „Ég ætla nú ekkert að fullyrða neitt um það, ég held að menn þurfi bara aðeins að skoða þetta betur. Ég þekki ekki smáatriði þessa máls, eins og ég hef sagt áður,“ segir Þórólfur. Hann segist þá telja að líklega hefði verið heppilegra að fara fyrr í land með skipverjana. „Ég ætla ekkert að tjá mig eða segja neitt hvort þetta hafi verið brot á reglum eða ekki. En allavega hefði þurft að koma þessu fólki fyrr í land en raunin varð.“ Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni í hópsmiti sem kom upp um borð fljótlega eftir að leggja út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að engin kæra hefði enn borist vegna málsins. Verið væri að meta innan lögreglunnar hvort tilefni sé til þess að ráðast í frumkvæðisrannsókn á málinu. Samkvæmt leiðbeiningum fyrir hafnir og skip vegna Covid-19, sem gefnar eru út af embætti landlæknis, ber skiptstjóra að tilkynna til Landhelgisgæslu ef grunur er um Covid-19 sýkingu um borð. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti í samtali við fréttastofu að þetta hefði ekki verið gert. Landhelgisgæslan hafi fengið upplýsingar um að 19 skipverjanna væru smitaðir síðastliðinn mánudag. Þá hafði skipið verið um það bil þrjár vikur á sjó. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG), sem gerir skipið út, hafi hundsað tilmæli um viðbrögð frá sóttvarnayfirvöldum. Framkvæmdastjóri Gunnvarar og skipstjóri skipsins viðurkenndu síðar að eftir á að hyggja hefði átt að fara fyrr í land. Þeir hafi þó verið í sambandi við sóttvarnalækni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki geta fullyrt hvort sóttvarnalög hafi verið brotin. „Ég ætla nú ekkert að fullyrða neitt um það, ég held að menn þurfi bara aðeins að skoða þetta betur. Ég þekki ekki smáatriði þessa máls, eins og ég hef sagt áður,“ segir Þórólfur. Hann segist þá telja að líklega hefði verið heppilegra að fara fyrr í land með skipverjana. „Ég ætla ekkert að tjá mig eða segja neitt hvort þetta hafi verið brot á reglum eða ekki. En allavega hefði þurft að koma þessu fólki fyrr í land en raunin varð.“
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33
Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38