Fótbolti

Fullkominn þrenna Lewandowski og ein versta frumraun sögunnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Markamaskína.
Markamaskína. vísir/Getty

Fjórum leikjum er nýlokið í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Eintracht Frankfurt gerði enga frægðarför til Munchen þar sem þeir heimsóttu meistara Bayern. Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski gerði sér lítið fyrir og hlóð í fullkomna þrennu en mörk hans skoruð með hægri fæti, vinstri fæti auk skallamarks.

Leroy Sane kom inn af bekknum og bætti við marki en það sama gerði Jamal Musiala. Lokatölur 5-0.

Í Berlín var RB Leipzig í heimsókn. Þar var staðan í leikhléi 1-1 en í hálfleik Deyovaisio Zeefuik inn af bekknum hjá Herthu Berlin og átti einhverja verstu innkomu sögunnar en hann var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Zeefuik fékk að líta gula spjaldið á 47.mínútu og á 50.mínútu fékk hann svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Leipzig menn nýttu sér liðsmuninn því Marcel Sabitzer gerði sigurmarkið af vítapunktinum á 77.mínútu. Lokatölur 1-2.

Á sama tíma gerðu Union Berlin og Freiburg 1-1 jafntefli á meðan Borussia Mönchengladbach vann 2-3 útisigur á Mainz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×