Ronald Koeman um VAR: Bara notað til að dæma gegn Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 10:31 Ronald Koeman á hliðarlínunni í leik Barcelona og Real Madrid um helgina. AP/Joan Monfort Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, var mjög ósáttur með vítið sem Varsjáin gaf Real Madrid í El Clasico um helgina. Real Madrid vann leikinn 3-1. Lykilatriði í leiknum var þegar Sergio Ramos fékk og skoraði úr vítaspyrnu sem kom Real Madrid yfir í 2-1. Dómarinn sá ekki brotið en það var tekið fyrir af myndbandadómurum. Þeir dæmdu að Clement Lenglet hefði togað í treyju Sergio Ramos og Real Madrid fékk víti sem Ramos skoraði úr sjálfur af öryggi. Barcelona vildi tvisvar sinnum fá vítaspyrnu en ekkert var dæmdi, hvorki af dómara leiksins eða Varsjánni. „Ég skil ekki VAR. Ég held að það sé bara notað til að dæma gegn Barcelona,“ sagði Ronald Koeman fúll eftir leikinn en BBC segir frá. Hér fyrir neðan má sjá það sem Barcelona setti inn á Twitter síðu sína þar sem Koeman var að tala um dómarann. Ronald Koeman speaks about the VAR pic.twitter.com/TThcUzzsGD— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 24, 2020 Barcelona liðið hefur aðeins náð í sjö stig úr fyrstu fimm leikjum sínum sem þykir ekki gott á þeim bænum en Ronald Koeman er á sínu fyrsta tímabili með liðið. „Það er alltaf svona peysutog í gangi í teignum og mér fannst Ramos brjóta fyrst á Lenglet. Það var vissulega peysutog en ekki svo mikið að hann þyrfti að falla í jörðina eins og hann gerði. Að mínu mati þá var þetta ekki vítaspyrna,“ sagði Koeman. „Við erum búnir að spila fimm leiki og VAR hefur bara verið notað gegn okkur. Það hefur aldrei neitt fallið með okkur,“ sagði Koeman. „Þessi ákvörðun hefur risa áhrif á niðurstöðu leiksins því við vorum að spila vel fram að vítaspyrnudómnum,“ sagði Koeman. Sergio Ramos gaf lítið fyrir þá skoðun hollenska knattspyrnustjórans. „Þetta var augljós vítaspyrna. Hann hélt í treyjuna mína þegar ég var að hoppa upp í boltann. Þetta gæti ekki verið augljósara. Það er ósanngjarnt að gagnrýna dómarann fyrir svona pottþétta ákvörðun,“ sagði Sergio Ramos. Real Madrid náði sex stiga forystu á Barcelona með þessum sigri en Real liðið er í öðru sæti deildarinnar einu stigi á eftir Real Sociedad. Spænski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, var mjög ósáttur með vítið sem Varsjáin gaf Real Madrid í El Clasico um helgina. Real Madrid vann leikinn 3-1. Lykilatriði í leiknum var þegar Sergio Ramos fékk og skoraði úr vítaspyrnu sem kom Real Madrid yfir í 2-1. Dómarinn sá ekki brotið en það var tekið fyrir af myndbandadómurum. Þeir dæmdu að Clement Lenglet hefði togað í treyju Sergio Ramos og Real Madrid fékk víti sem Ramos skoraði úr sjálfur af öryggi. Barcelona vildi tvisvar sinnum fá vítaspyrnu en ekkert var dæmdi, hvorki af dómara leiksins eða Varsjánni. „Ég skil ekki VAR. Ég held að það sé bara notað til að dæma gegn Barcelona,“ sagði Ronald Koeman fúll eftir leikinn en BBC segir frá. Hér fyrir neðan má sjá það sem Barcelona setti inn á Twitter síðu sína þar sem Koeman var að tala um dómarann. Ronald Koeman speaks about the VAR pic.twitter.com/TThcUzzsGD— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 24, 2020 Barcelona liðið hefur aðeins náð í sjö stig úr fyrstu fimm leikjum sínum sem þykir ekki gott á þeim bænum en Ronald Koeman er á sínu fyrsta tímabili með liðið. „Það er alltaf svona peysutog í gangi í teignum og mér fannst Ramos brjóta fyrst á Lenglet. Það var vissulega peysutog en ekki svo mikið að hann þyrfti að falla í jörðina eins og hann gerði. Að mínu mati þá var þetta ekki vítaspyrna,“ sagði Koeman. „Við erum búnir að spila fimm leiki og VAR hefur bara verið notað gegn okkur. Það hefur aldrei neitt fallið með okkur,“ sagði Koeman. „Þessi ákvörðun hefur risa áhrif á niðurstöðu leiksins því við vorum að spila vel fram að vítaspyrnudómnum,“ sagði Koeman. Sergio Ramos gaf lítið fyrir þá skoðun hollenska knattspyrnustjórans. „Þetta var augljós vítaspyrna. Hann hélt í treyjuna mína þegar ég var að hoppa upp í boltann. Þetta gæti ekki verið augljósara. Það er ósanngjarnt að gagnrýna dómarann fyrir svona pottþétta ákvörðun,“ sagði Sergio Ramos. Real Madrid náði sex stiga forystu á Barcelona með þessum sigri en Real liðið er í öðru sæti deildarinnar einu stigi á eftir Real Sociedad.
Spænski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira