Börsungar kvarta yfir dómaranum í El Clásico sem á að hafa fengið Real Madrid-uppeldi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2020 13:30 Juan Martínez Munuera bendir á vítapunktinn eftir að hafa ráðfært sig við myndbandsdómara. getty/Alex Caparros Börsungar eru afar ósáttir við vítaspyrnuna sem Real Madrid fékk í El Clásico á Nývangi á laugardaginn. Uppi eru getgátur um að dómari leiksins, Juan Martínez Munuera, hafi verið hliðhollur Real Madrid sem vann leikinn, 1-3. Sergio Ramos kom Real Madrid í 1-2 eftir rúmlega klukkutíma leik með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Clement Lenglet fyrir að brjóta á Ramos sjálfum. Martínez Munuera sá ekki brotið en dæmdi víti eftir að hafa ráðfært sig við myndbandsdómara. Í spænska blaðinu SPORT, sem er hliðhollt Barcelona, er greint frá því að faðir Martínez Munuera, Juan Ramon, sé stuðningsmaður Real Madrid. Ekki nóg með það heldur hafi hann stofnað stuðningsmannafélag Real Madrid á Benidorm. Martínez Munuera hefur verið dómari í ellefu ár. Meðfram dómgæslunni starfar hann sem laganna vörður á Alicante. Bróðir hans, Miguel Martínez, var aðstoðardómari í El Clásico um helgina. Barcelona hefur sent inn kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins vegna frammistöðu dómranna í El Clásico. Auk þess að fá á sig umdeilda vítaspyrnu vildu Börsungar sjálfir fá tvö víti í leiknum. Eftir leikinn kvartaði Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, sáran og sagði að myndbandsdómgæsla væri bara notuð til að dæma gegn Börsungum. „Það er alltaf svona peysutog í gangi í teignum og mér fannst Ramos brjóta fyrst á Lenglet. Það var vissulega peysutog en ekki svo mikið að hann þyrfti að falla í jörðina eins og hann gerði. Að mínu mati þá var þetta ekki vítaspyrna,“ sagði Koeman. „Við erum búnir að spila fimm leiki og VAR hefur bara verið notað gegn okkur. Það hefur aldrei neitt fallið með okkur.“ Eftir fimm leiki er Barcelona í 12. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig. Real Madrid er í 2. sæti með þrettán stig eftir sex leiki. Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronald Koeman um VAR: Bara notað til að dæma gegn Barcelona Myndbandadómgæsla hefur ekki hjálpað Barcelona mikið til þess á tímabilinu og enn eitt dæmið um það var í El Clasico um helgina. 26. október 2020 10:31 Sjáðu vítaspyrnu Ramos, markið hjá ungstirninu og hin mörkin úr El Clasico Real Madrid gerði góða ferð til Katalóníu í gær er liðið vann 3-1 sigur á Barcelona í einum stærsta leik ársins á Spáni; El Clasico. 25. október 2020 08:02 Madridingar sóttu þrjú stig á Nou Camp Real Madrid hafði betur í stórveldaslagnum á Spáni. 24. október 2020 15:59 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Börsungar eru afar ósáttir við vítaspyrnuna sem Real Madrid fékk í El Clásico á Nývangi á laugardaginn. Uppi eru getgátur um að dómari leiksins, Juan Martínez Munuera, hafi verið hliðhollur Real Madrid sem vann leikinn, 1-3. Sergio Ramos kom Real Madrid í 1-2 eftir rúmlega klukkutíma leik með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Clement Lenglet fyrir að brjóta á Ramos sjálfum. Martínez Munuera sá ekki brotið en dæmdi víti eftir að hafa ráðfært sig við myndbandsdómara. Í spænska blaðinu SPORT, sem er hliðhollt Barcelona, er greint frá því að faðir Martínez Munuera, Juan Ramon, sé stuðningsmaður Real Madrid. Ekki nóg með það heldur hafi hann stofnað stuðningsmannafélag Real Madrid á Benidorm. Martínez Munuera hefur verið dómari í ellefu ár. Meðfram dómgæslunni starfar hann sem laganna vörður á Alicante. Bróðir hans, Miguel Martínez, var aðstoðardómari í El Clásico um helgina. Barcelona hefur sent inn kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins vegna frammistöðu dómranna í El Clásico. Auk þess að fá á sig umdeilda vítaspyrnu vildu Börsungar sjálfir fá tvö víti í leiknum. Eftir leikinn kvartaði Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, sáran og sagði að myndbandsdómgæsla væri bara notuð til að dæma gegn Börsungum. „Það er alltaf svona peysutog í gangi í teignum og mér fannst Ramos brjóta fyrst á Lenglet. Það var vissulega peysutog en ekki svo mikið að hann þyrfti að falla í jörðina eins og hann gerði. Að mínu mati þá var þetta ekki vítaspyrna,“ sagði Koeman. „Við erum búnir að spila fimm leiki og VAR hefur bara verið notað gegn okkur. Það hefur aldrei neitt fallið með okkur.“ Eftir fimm leiki er Barcelona í 12. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig. Real Madrid er í 2. sæti með þrettán stig eftir sex leiki.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronald Koeman um VAR: Bara notað til að dæma gegn Barcelona Myndbandadómgæsla hefur ekki hjálpað Barcelona mikið til þess á tímabilinu og enn eitt dæmið um það var í El Clasico um helgina. 26. október 2020 10:31 Sjáðu vítaspyrnu Ramos, markið hjá ungstirninu og hin mörkin úr El Clasico Real Madrid gerði góða ferð til Katalóníu í gær er liðið vann 3-1 sigur á Barcelona í einum stærsta leik ársins á Spáni; El Clasico. 25. október 2020 08:02 Madridingar sóttu þrjú stig á Nou Camp Real Madrid hafði betur í stórveldaslagnum á Spáni. 24. október 2020 15:59 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Ronald Koeman um VAR: Bara notað til að dæma gegn Barcelona Myndbandadómgæsla hefur ekki hjálpað Barcelona mikið til þess á tímabilinu og enn eitt dæmið um það var í El Clasico um helgina. 26. október 2020 10:31
Sjáðu vítaspyrnu Ramos, markið hjá ungstirninu og hin mörkin úr El Clasico Real Madrid gerði góða ferð til Katalóníu í gær er liðið vann 3-1 sigur á Barcelona í einum stærsta leik ársins á Spáni; El Clasico. 25. október 2020 08:02
Madridingar sóttu þrjú stig á Nou Camp Real Madrid hafði betur í stórveldaslagnum á Spáni. 24. október 2020 15:59