Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2020 08:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Enn er unnið að því að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í síðustu viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði enn verið að greina einstaklinga með kórónuveiruna sem tengjast Landakoti en í gær var fjöldi greindra í hópsýkingunni kominn yfir áttatíu manns. „Svo erum við ennþá með samfélagslegt smit. Við erum með í kringum þrjátíu samfélagsleg smit á dag þannig að alls erum við að greina núna daglega rúmlega fimmtíu einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist meta stöðuna þokkalega með tilliti til samfélagslegra smita. „En við erum náttúrulega að eiga við þetta hópsmit frá Landakoti aukalega sem ekki er búið að ná utan um. Ég held það muni líða nokkrir dagar, þessi vika, þar til við sjáum hvernig það verður.“ Aðspurður hvort það væru mikil vonbrigði að sjá svona hópsýkingu koma upp inni á heilbrigðisstofnun sagði hann svo vera. „Já, það verður að segjast eins og er að það eru auðvitað vonbrigði, sérstaklega þegar þetta er svona umfangsmikið og hittir illa fyrir viðkvæmasta hópinn og inni á Landspítala sem er að eiga við þessa sjúklinga og þarf að leggja þá inn. Þannig að þetta kemur verulega niður á starfseminni og má segja að hitti fyrir versta stað.“ Þá gæti svona hópsýking komið upp hvar sem er á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu. „Það er eins og við höfum talað um að á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu þá geta svona hópsýkingar komið upp og það getur gerst á hvaða stað sem er. Ef við gætum vel að okkur þá lágmörkum við náttúrulega þá áhættu en það getur gerst engu að síður og það er held ég það sem við erum að sjá núna. Landspítalinn hefur náttúrulega lært sína lexíu fyrr í vetur og fengið smit innan spítalans þannig að ég veit að það eru allir á tánum þar til að koma í veg fyrir svona en þetta getur gerst,“ sagði Þórólfur en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Auk þess að ræða hópsýkinguna á Landakoti var rætt um börn og sóttkví og þróun bóluefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Hópsýking á Landakoti Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Enn er unnið að því að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í síðustu viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði enn verið að greina einstaklinga með kórónuveiruna sem tengjast Landakoti en í gær var fjöldi greindra í hópsýkingunni kominn yfir áttatíu manns. „Svo erum við ennþá með samfélagslegt smit. Við erum með í kringum þrjátíu samfélagsleg smit á dag þannig að alls erum við að greina núna daglega rúmlega fimmtíu einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist meta stöðuna þokkalega með tilliti til samfélagslegra smita. „En við erum náttúrulega að eiga við þetta hópsmit frá Landakoti aukalega sem ekki er búið að ná utan um. Ég held það muni líða nokkrir dagar, þessi vika, þar til við sjáum hvernig það verður.“ Aðspurður hvort það væru mikil vonbrigði að sjá svona hópsýkingu koma upp inni á heilbrigðisstofnun sagði hann svo vera. „Já, það verður að segjast eins og er að það eru auðvitað vonbrigði, sérstaklega þegar þetta er svona umfangsmikið og hittir illa fyrir viðkvæmasta hópinn og inni á Landspítala sem er að eiga við þessa sjúklinga og þarf að leggja þá inn. Þannig að þetta kemur verulega niður á starfseminni og má segja að hitti fyrir versta stað.“ Þá gæti svona hópsýking komið upp hvar sem er á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu. „Það er eins og við höfum talað um að á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu þá geta svona hópsýkingar komið upp og það getur gerst á hvaða stað sem er. Ef við gætum vel að okkur þá lágmörkum við náttúrulega þá áhættu en það getur gerst engu að síður og það er held ég það sem við erum að sjá núna. Landspítalinn hefur náttúrulega lært sína lexíu fyrr í vetur og fengið smit innan spítalans þannig að ég veit að það eru allir á tánum þar til að koma í veg fyrir svona en þetta getur gerst,“ sagði Þórólfur en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Auk þess að ræða hópsýkinguna á Landakoti var rætt um börn og sóttkví og þróun bóluefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Hópsýking á Landakoti Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira