Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2020 08:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Enn er unnið að því að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í síðustu viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði enn verið að greina einstaklinga með kórónuveiruna sem tengjast Landakoti en í gær var fjöldi greindra í hópsýkingunni kominn yfir áttatíu manns. „Svo erum við ennþá með samfélagslegt smit. Við erum með í kringum þrjátíu samfélagsleg smit á dag þannig að alls erum við að greina núna daglega rúmlega fimmtíu einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist meta stöðuna þokkalega með tilliti til samfélagslegra smita. „En við erum náttúrulega að eiga við þetta hópsmit frá Landakoti aukalega sem ekki er búið að ná utan um. Ég held það muni líða nokkrir dagar, þessi vika, þar til við sjáum hvernig það verður.“ Aðspurður hvort það væru mikil vonbrigði að sjá svona hópsýkingu koma upp inni á heilbrigðisstofnun sagði hann svo vera. „Já, það verður að segjast eins og er að það eru auðvitað vonbrigði, sérstaklega þegar þetta er svona umfangsmikið og hittir illa fyrir viðkvæmasta hópinn og inni á Landspítala sem er að eiga við þessa sjúklinga og þarf að leggja þá inn. Þannig að þetta kemur verulega niður á starfseminni og má segja að hitti fyrir versta stað.“ Þá gæti svona hópsýking komið upp hvar sem er á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu. „Það er eins og við höfum talað um að á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu þá geta svona hópsýkingar komið upp og það getur gerst á hvaða stað sem er. Ef við gætum vel að okkur þá lágmörkum við náttúrulega þá áhættu en það getur gerst engu að síður og það er held ég það sem við erum að sjá núna. Landspítalinn hefur náttúrulega lært sína lexíu fyrr í vetur og fengið smit innan spítalans þannig að ég veit að það eru allir á tánum þar til að koma í veg fyrir svona en þetta getur gerst,“ sagði Þórólfur en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Auk þess að ræða hópsýkinguna á Landakoti var rætt um börn og sóttkví og þróun bóluefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Hópsýking á Landakoti Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira
Enn er unnið að því að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í síðustu viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði enn verið að greina einstaklinga með kórónuveiruna sem tengjast Landakoti en í gær var fjöldi greindra í hópsýkingunni kominn yfir áttatíu manns. „Svo erum við ennþá með samfélagslegt smit. Við erum með í kringum þrjátíu samfélagsleg smit á dag þannig að alls erum við að greina núna daglega rúmlega fimmtíu einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist meta stöðuna þokkalega með tilliti til samfélagslegra smita. „En við erum náttúrulega að eiga við þetta hópsmit frá Landakoti aukalega sem ekki er búið að ná utan um. Ég held það muni líða nokkrir dagar, þessi vika, þar til við sjáum hvernig það verður.“ Aðspurður hvort það væru mikil vonbrigði að sjá svona hópsýkingu koma upp inni á heilbrigðisstofnun sagði hann svo vera. „Já, það verður að segjast eins og er að það eru auðvitað vonbrigði, sérstaklega þegar þetta er svona umfangsmikið og hittir illa fyrir viðkvæmasta hópinn og inni á Landspítala sem er að eiga við þessa sjúklinga og þarf að leggja þá inn. Þannig að þetta kemur verulega niður á starfseminni og má segja að hitti fyrir versta stað.“ Þá gæti svona hópsýking komið upp hvar sem er á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu. „Það er eins og við höfum talað um að á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu þá geta svona hópsýkingar komið upp og það getur gerst á hvaða stað sem er. Ef við gætum vel að okkur þá lágmörkum við náttúrulega þá áhættu en það getur gerst engu að síður og það er held ég það sem við erum að sjá núna. Landspítalinn hefur náttúrulega lært sína lexíu fyrr í vetur og fengið smit innan spítalans þannig að ég veit að það eru allir á tánum þar til að koma í veg fyrir svona en þetta getur gerst,“ sagði Þórólfur en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Auk þess að ræða hópsýkinguna á Landakoti var rætt um börn og sóttkví og þróun bóluefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Hópsýking á Landakoti Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira