„Hef kostað samfélagið í kringum tvö hundruð milljónir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2020 11:31 Guðmundur hefur í nokkur ár verið formaður Afstöðu. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu sat í fangelsi í sextán ár fyrir fíkniefnasmygl, bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Í dag er hann frjáls maður og einbeitir sér að málum fanga hér á landi. Hann gagnrýnir fangelsismál á Íslandi og líkir fangelsum við geymslu, þar sé eitruð menning og erfitt fyrir einstaklinga sem sitja þar inni að koma betrumbættir út í samfélagið á ný. Hann segir það kosta samfélagið margfalt meira að fá sömu einstaklingana út í samfélagið án þess að þeir hafi fengið viðeigandi aðstoð. Eva Laufey Kjaran ræddi við Guðmund Inga nú á dögunum og fékk að heyra hans sögu og hvernig leiddist út á þessa braut. „Ég fer í rauninni út í það harða neyslu að ég tapa öllu sem ég átti. Maður þarf að viðhalda ákveðnum lífsstandard og því lá það beinast við að fara í innflutning,“ segir Guðmundur. „Maður hugsar aldrei um þann hluta að lenda í fangelsi, maður er bara í neyslu og þarf að viðhalda henni. Það er rangt að harðir dómar hafi forvarnargildi.“ Verða ítrekað fyrir áfalli Guðmundur segist aldrei hafa hitt neinn í fangelsi sem vilji ekki breyta og snúa lífi sínu við en stuðninginn vantar sárlega. Guðmundur endaði í fangelsi rétt fyrir aldamótin. „Flestir sem eru að fara í fangelsi hafa orðið fyrir einhvers konar áfalli í æsku eða einhverskonar röskun eða félagslegum vanda. Þegar þú kemur í fangelsi er síðan annað áfall sem gerist þar sem þarf síðan að vinna úr seinna. Svo þegar þú færð þungan dóm þá kemur enn eitt áfallið. Ég vissi í bæði skiptin að ég fengi þungan dóm en það er samt áfall.“ Hann segir að þrátt fyrir að það vanti mikið í kerfið á Íslandi séu jákvæðir punktar og þá helst þrepaskiptingin sem gerir föngum kleift að afplána hluta af fangelsisdómi sínum fyrir utan fangelsi en það vanti ákveðna endurhæfingu þegar fangar afplána. „Það er ekkert í boði. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Við ætlum að hjálpa þér að verða það. Það var bara ekkert þannig og nám í fangelsum er að mjög skornum skammti. Það er mikil neysla inn í fangelsunum og þú sogast inn í mjög svartan húmor og eitraða menningu. Það er misskilningur að setja fólk í geymslu í x tíma að hann lagist bara við það. Að hann verði betri eftir þann tíma, þvert á móti þá verður hann verri.“ Hann segir að það sé mikill sparnaður í því að reyna eftir bestu getu að betrumbæta fangana inn í fangelsunum. „Ég reiknaði það einhver tímann að ég sjálfur hef kostað samfélagið í kringum tvö hundruð milljónir. Segjum að við tækum tíu prósent af þessari upphæð og myndum vinna markvisst með manneskjunni frá byrjun og veita henni þá menntun sem hún þarf. Þá eru menn að koma út með eitthvað í farteskinu og koma út með menntun og starfsþjálfun og geta farið strax að vinna,“ segir Guðmundur sem stefnir sjálfur á það að fara út í stjórnmál og bæta réttindi fanga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fangelsismál Ísland í dag Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu sat í fangelsi í sextán ár fyrir fíkniefnasmygl, bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Í dag er hann frjáls maður og einbeitir sér að málum fanga hér á landi. Hann gagnrýnir fangelsismál á Íslandi og líkir fangelsum við geymslu, þar sé eitruð menning og erfitt fyrir einstaklinga sem sitja þar inni að koma betrumbættir út í samfélagið á ný. Hann segir það kosta samfélagið margfalt meira að fá sömu einstaklingana út í samfélagið án þess að þeir hafi fengið viðeigandi aðstoð. Eva Laufey Kjaran ræddi við Guðmund Inga nú á dögunum og fékk að heyra hans sögu og hvernig leiddist út á þessa braut. „Ég fer í rauninni út í það harða neyslu að ég tapa öllu sem ég átti. Maður þarf að viðhalda ákveðnum lífsstandard og því lá það beinast við að fara í innflutning,“ segir Guðmundur. „Maður hugsar aldrei um þann hluta að lenda í fangelsi, maður er bara í neyslu og þarf að viðhalda henni. Það er rangt að harðir dómar hafi forvarnargildi.“ Verða ítrekað fyrir áfalli Guðmundur segist aldrei hafa hitt neinn í fangelsi sem vilji ekki breyta og snúa lífi sínu við en stuðninginn vantar sárlega. Guðmundur endaði í fangelsi rétt fyrir aldamótin. „Flestir sem eru að fara í fangelsi hafa orðið fyrir einhvers konar áfalli í æsku eða einhverskonar röskun eða félagslegum vanda. Þegar þú kemur í fangelsi er síðan annað áfall sem gerist þar sem þarf síðan að vinna úr seinna. Svo þegar þú færð þungan dóm þá kemur enn eitt áfallið. Ég vissi í bæði skiptin að ég fengi þungan dóm en það er samt áfall.“ Hann segir að þrátt fyrir að það vanti mikið í kerfið á Íslandi séu jákvæðir punktar og þá helst þrepaskiptingin sem gerir föngum kleift að afplána hluta af fangelsisdómi sínum fyrir utan fangelsi en það vanti ákveðna endurhæfingu þegar fangar afplána. „Það er ekkert í boði. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Við ætlum að hjálpa þér að verða það. Það var bara ekkert þannig og nám í fangelsum er að mjög skornum skammti. Það er mikil neysla inn í fangelsunum og þú sogast inn í mjög svartan húmor og eitraða menningu. Það er misskilningur að setja fólk í geymslu í x tíma að hann lagist bara við það. Að hann verði betri eftir þann tíma, þvert á móti þá verður hann verri.“ Hann segir að það sé mikill sparnaður í því að reyna eftir bestu getu að betrumbæta fangana inn í fangelsunum. „Ég reiknaði það einhver tímann að ég sjálfur hef kostað samfélagið í kringum tvö hundruð milljónir. Segjum að við tækum tíu prósent af þessari upphæð og myndum vinna markvisst með manneskjunni frá byrjun og veita henni þá menntun sem hún þarf. Þá eru menn að koma út með eitthvað í farteskinu og koma út með menntun og starfsþjálfun og geta farið strax að vinna,“ segir Guðmundur sem stefnir sjálfur á það að fara út í stjórnmál og bæta réttindi fanga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fangelsismál Ísland í dag Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira