Lögmaður talar fyrir valdaráni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 27. október 2020 10:31 Athyglisvert að heyra „virtan“ lögmann, að eigin sögn baráttumann fyrir lýðræði, tala í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir valdaráni til þess að koma tillögum stjórnlagaráðs í gegnum þingið. Það sé aldrei beinlínis kosið um stjórnarskrá í almennum þingkosningum, heldur um pyngju fólks. Þess vegna muni seint eða illa ganga að kjósa saman þing með meirihluta fyrir tillögum stjórnlagaráðs. En það er þó kannski helsti Akkilesarhæll þeirra sem tala fyrir tillögum stjórnlagaráðs, að þeir eru í takmörkuðu sambandi við þarfir almennings og fyrirtækja í landinu til þess að hér ríki hér eftir sem hingað blómlegt atvinnu og mannlíf. Væri slíkt sambandi fyrir hendi hjá þessu fólki, má alveg gera ráð fyrir því að í einhverjum af þeim þremur þingkosningum sem haldnar hafa verið frá því að tillögur stjórnlagaráðs voru lagðar fram væri kominn flokkur í forystu landsmála sem byggi bæði yfir skilningi á þörfum almennings og fyrirtækja í landinu ásamt því að brenna fyrir tillögum stjórnlagaráðs. Einhverra hluta vegna virðist hins vegar afar djúpt á slíkum flokki. Eða kannski er það bara svo að í stóra samhenginu skipti tillögur stjórnlagaráðs landsmenn afar takmörkuðu máli. Lögmaðurinn gerir sér væntanlega grein fyrir því að sá meirihluti sem skipaður yrði af valdaræningjunum til þess að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs þyrfti að lifa næstu þingkosningar af svo seinna samþykkið sem bundið er í stjórnarskrá nái í gegn. Þá er spurning hvort að staðan verði þá þannig að loknu því kjörtímabili sem valdaræningjarnir samþykkja tillögurnar að þeir þurfi að hunsa almennar þingkosningar þ.e. að ræna völdum aftur svo seinna samþykkið á tillögum stjórnlagaráðs nái í gegn. Nema auðvitað að lögmaðurinn sé að tala fyrir því að valdaráninu fylgi Venesúelskt stjórnskipulag sem leiða muni tillögur stjórnlagaráðs í lög með andlýðræðislegum tilskipunum byltingarforingjans eða byltingarráðsins. En þá er auðvitað þetta lýðræði og þau mannréttindi sem lögmaðurinn segist brenna fyrir löngu komin út í skurð. Höfundur er 2. varaformaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Athyglisvert að heyra „virtan“ lögmann, að eigin sögn baráttumann fyrir lýðræði, tala í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir valdaráni til þess að koma tillögum stjórnlagaráðs í gegnum þingið. Það sé aldrei beinlínis kosið um stjórnarskrá í almennum þingkosningum, heldur um pyngju fólks. Þess vegna muni seint eða illa ganga að kjósa saman þing með meirihluta fyrir tillögum stjórnlagaráðs. En það er þó kannski helsti Akkilesarhæll þeirra sem tala fyrir tillögum stjórnlagaráðs, að þeir eru í takmörkuðu sambandi við þarfir almennings og fyrirtækja í landinu til þess að hér ríki hér eftir sem hingað blómlegt atvinnu og mannlíf. Væri slíkt sambandi fyrir hendi hjá þessu fólki, má alveg gera ráð fyrir því að í einhverjum af þeim þremur þingkosningum sem haldnar hafa verið frá því að tillögur stjórnlagaráðs voru lagðar fram væri kominn flokkur í forystu landsmála sem byggi bæði yfir skilningi á þörfum almennings og fyrirtækja í landinu ásamt því að brenna fyrir tillögum stjórnlagaráðs. Einhverra hluta vegna virðist hins vegar afar djúpt á slíkum flokki. Eða kannski er það bara svo að í stóra samhenginu skipti tillögur stjórnlagaráðs landsmenn afar takmörkuðu máli. Lögmaðurinn gerir sér væntanlega grein fyrir því að sá meirihluti sem skipaður yrði af valdaræningjunum til þess að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs þyrfti að lifa næstu þingkosningar af svo seinna samþykkið sem bundið er í stjórnarskrá nái í gegn. Þá er spurning hvort að staðan verði þá þannig að loknu því kjörtímabili sem valdaræningjarnir samþykkja tillögurnar að þeir þurfi að hunsa almennar þingkosningar þ.e. að ræna völdum aftur svo seinna samþykkið á tillögum stjórnlagaráðs nái í gegn. Nema auðvitað að lögmaðurinn sé að tala fyrir því að valdaráninu fylgi Venesúelskt stjórnskipulag sem leiða muni tillögur stjórnlagaráðs í lög með andlýðræðislegum tilskipunum byltingarforingjans eða byltingarráðsins. En þá er auðvitað þetta lýðræði og þau mannréttindi sem lögmaðurinn segist brenna fyrir löngu komin út í skurð. Höfundur er 2. varaformaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun