Tuttugu sjálfboðaliðar frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS, Bláa hernum, starfsfólki nokkurra fyrirtækja og sendiráðsfulltrúum söfnuðu um 700 kílóum af plastúrgangi á strandlengjunni frá Herdísarvík til Viðarhelli.
Hópurinn hefur farið í daglegar hreinsunarferðir undanfarið á þessum fimmtán kílómetra kafla nærri Selvogsvita, Strandakirkju og Þorlákshöfn. Um sex tonn af rusli, aðallega plastúrgangi, hafa verið fjarlægð af ströndinni að sögn Oscars Uscategui hjá Seeds.
Ætlunin sé að halda áfram að hreinsa þessa og aðrar strandlengjur landsins sem eru uppfullar af rusli og plastmengaðar. Hann bendir á að þeir sem hafa áhuga á að fá hóp frá SEEDS sjálfboðaliðum í tiltekt á sínu svæði geti sett sig í samband við verkefnastjori@seeds.is.