Bartomeu henti fram „sprengju“ um leið og hann sagði af sér hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 07:31 Josep Maria Bartomeu talar við blaðamenn á fundinum í gær. EPA-EFE/GERMAN PARGA Barcelona er búið að samþykkja að vera með í nýrri úrvalsdeild Evrópu ef marka má orð fráfarandi forseta Barcelona á blaðamannafundi í gærkvöldi. Margir voru búnir að kalla lengi eftir afsögn Josep Maria Bartomeu og óánægja Lionel Messi með stjórn félagsins hefur lengi verið fjölmiðlamatur. Barcelona president Josep Maria Bartomeu has resigned while also confirming he has accepted proposals for the club to join a European Super League.Full story: https://t.co/KePYZ4Ubnd pic.twitter.com/foitS3Dccy— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2020 Josep Maria Bartomeu hefur verið forseti Barcelona í sex ár og í stjórnartíð hans hefur liðið farið frá því að vera eitt allra besta fótboltalið heims í lið á hraðri niðurleið sem tapaði meðal annars 8-2 fyrir Bayern München í Meistaradeildinni í sumar. Lionel Messi var búinn að fá nóg og ætlaði að yfirgefa félagið í haust en eftir brottför Bartomeu eru menn jafnvel farnir að búast við nýjum samningi. Josep Maria Bartomeu passaði sig þó að fara í burtu með látum því hann henti fram sprengju á sama blaðamannafundi og hann tilkynnti um afsögn sína. Bartomeu sagði frá því á fundinum að hans síðasta verk sem forseti Barcelona hafi verið að samþykkja það að Barcelona tæki þátt í nýrri úrvalsdeild Evrópu. OMG!!! Bartomeu: "I can announce some extraordinary news. Yesterday we accepted a proposal to participate in a future European superleague, which would guarantee the future financial sustainability of the club. And we have accepted the future Club World Cup format."— Dermot Corrigan (@dermotmcorrigan) October 27, 2020 „Ég get sagt ykkur frá stórmerkilegum fréttum. Í gær samþykktum við tillögu um að taka þátt í úrvalsdeild Evrópu í framtíðinni. Þetta mun tryggja stöðugleika í fjármálum félagsins. Við höfum einnig samþykkt nýja heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Josep Maria Bartomeu á blaðamannafundinum í gær. Nýja evrópska úrvalsdeildin er deild á vegum FIFA sem á að innihalda átján af stærstu félögum heims og búa til mikinn pening fyrir viðkomandi félög. Hún er hins vegar sett fram þvert á vilja UEFA og margir líta á hana sem ógn við fótboltann því ríku félög heimsins myndu þá verða enn ríkari. Fyrr í mánuðunum fréttist af því að Liverpool og Manchester United væru í leyniviðræðum um að vera með og þessi yfirlýsing Josep Maria Bartomeu staðfestir að það sé eitthvað mikið að gerast á bak við tjöldin. Spænski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Barcelona er búið að samþykkja að vera með í nýrri úrvalsdeild Evrópu ef marka má orð fráfarandi forseta Barcelona á blaðamannafundi í gærkvöldi. Margir voru búnir að kalla lengi eftir afsögn Josep Maria Bartomeu og óánægja Lionel Messi með stjórn félagsins hefur lengi verið fjölmiðlamatur. Barcelona president Josep Maria Bartomeu has resigned while also confirming he has accepted proposals for the club to join a European Super League.Full story: https://t.co/KePYZ4Ubnd pic.twitter.com/foitS3Dccy— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2020 Josep Maria Bartomeu hefur verið forseti Barcelona í sex ár og í stjórnartíð hans hefur liðið farið frá því að vera eitt allra besta fótboltalið heims í lið á hraðri niðurleið sem tapaði meðal annars 8-2 fyrir Bayern München í Meistaradeildinni í sumar. Lionel Messi var búinn að fá nóg og ætlaði að yfirgefa félagið í haust en eftir brottför Bartomeu eru menn jafnvel farnir að búast við nýjum samningi. Josep Maria Bartomeu passaði sig þó að fara í burtu með látum því hann henti fram sprengju á sama blaðamannafundi og hann tilkynnti um afsögn sína. Bartomeu sagði frá því á fundinum að hans síðasta verk sem forseti Barcelona hafi verið að samþykkja það að Barcelona tæki þátt í nýrri úrvalsdeild Evrópu. OMG!!! Bartomeu: "I can announce some extraordinary news. Yesterday we accepted a proposal to participate in a future European superleague, which would guarantee the future financial sustainability of the club. And we have accepted the future Club World Cup format."— Dermot Corrigan (@dermotmcorrigan) October 27, 2020 „Ég get sagt ykkur frá stórmerkilegum fréttum. Í gær samþykktum við tillögu um að taka þátt í úrvalsdeild Evrópu í framtíðinni. Þetta mun tryggja stöðugleika í fjármálum félagsins. Við höfum einnig samþykkt nýja heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Josep Maria Bartomeu á blaðamannafundinum í gær. Nýja evrópska úrvalsdeildin er deild á vegum FIFA sem á að innihalda átján af stærstu félögum heims og búa til mikinn pening fyrir viðkomandi félög. Hún er hins vegar sett fram þvert á vilja UEFA og margir líta á hana sem ógn við fótboltann því ríku félög heimsins myndu þá verða enn ríkari. Fyrr í mánuðunum fréttist af því að Liverpool og Manchester United væru í leyniviðræðum um að vera með og þessi yfirlýsing Josep Maria Bartomeu staðfestir að það sé eitthvað mikið að gerast á bak við tjöldin.
Spænski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira