Sjáðu tíu þúsundasta markið í sögu Liverpool og mörk úr fleiri leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 09:00 Diogo Jota fagnar marki sínu á móti Midtjylland í gær. EPA-EFE/Michael Regan Það var að venju mikið fjör í Meistaradeildinni í fótbolta í gær þar sem ensku liðin Liverpool og Manchester City fögnuðu bæði sigri. Vísir er með mörkin úr fjórum leikjum. Diogo Jota tryggði Liverpool sigur á Sheffield United um síðustu helgi og í gær skoraði hann sögulegt mark fyrir félagið. Liverpool vann 2-0 sigur á danska félaginu Midtjylland á Anfield og er því með fullt hús eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni. Jota skoraði tíu þúsundasta markið í sögu Liverpool þegar hann kom Liverpool í 1-0 á móti Midtjylland í gær. Liverpool keypti portúgalska framherjann frá Úlfunum í haust og hann er farinn að láta til sín taka hjá nýju félagi. Mohamed Salah innsiglaði síðan sigurinn í blálokin með marki úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur. Manchester City byrjar líka mjög vel í Meistaradeildinni því liðið vann 3-0 útisigur á franska félaginu Marseille í gær. Ferran Torres, Oleksandr Zinchenko og Raheem Sterling skoruðu mörkin. Kevin de Bruyne var með fyrirliðabandið og lagði upp bæði fyrsta og þriðja markið fyrir félaga sína. Líkt og Jota, þá er Ferran Torres einnig nýr hjá Manchester City en hann spilaði í nýrri stöðu sem fremsti maður í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City í Meistaradeildinni. Það var mikið fjör í leikjum spænsku félaganna Real Madrid og Atletico Madrid í gær. Real Madrid bjargaði stigi á móti þýska félaginu Borussia Mönchengladbach með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins eftir að hafa verið 2-0 undir á 86. mínútu. Atletico Madrid vann á sama tíma 3-2 sigur á Red Bull Salzburg þar sem austuríska félagið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks. Tvö mörk frá Portúgalanum Joao Félix tryggðu Atletico aftur á móti sigurinn. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr þessum fjórum leikjum í gær. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Midtjylland Klippa: Mörkin úr leik Marseille og Man City Klippa: Mörkin úr leik Gladbach og Real Madrid Klippa: Mörkin úr leik Atletico Madrid og RB Salzburg Meistaradeild Evrópu Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Það var að venju mikið fjör í Meistaradeildinni í fótbolta í gær þar sem ensku liðin Liverpool og Manchester City fögnuðu bæði sigri. Vísir er með mörkin úr fjórum leikjum. Diogo Jota tryggði Liverpool sigur á Sheffield United um síðustu helgi og í gær skoraði hann sögulegt mark fyrir félagið. Liverpool vann 2-0 sigur á danska félaginu Midtjylland á Anfield og er því með fullt hús eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni. Jota skoraði tíu þúsundasta markið í sögu Liverpool þegar hann kom Liverpool í 1-0 á móti Midtjylland í gær. Liverpool keypti portúgalska framherjann frá Úlfunum í haust og hann er farinn að láta til sín taka hjá nýju félagi. Mohamed Salah innsiglaði síðan sigurinn í blálokin með marki úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur. Manchester City byrjar líka mjög vel í Meistaradeildinni því liðið vann 3-0 útisigur á franska félaginu Marseille í gær. Ferran Torres, Oleksandr Zinchenko og Raheem Sterling skoruðu mörkin. Kevin de Bruyne var með fyrirliðabandið og lagði upp bæði fyrsta og þriðja markið fyrir félaga sína. Líkt og Jota, þá er Ferran Torres einnig nýr hjá Manchester City en hann spilaði í nýrri stöðu sem fremsti maður í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City í Meistaradeildinni. Það var mikið fjör í leikjum spænsku félaganna Real Madrid og Atletico Madrid í gær. Real Madrid bjargaði stigi á móti þýska félaginu Borussia Mönchengladbach með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins eftir að hafa verið 2-0 undir á 86. mínútu. Atletico Madrid vann á sama tíma 3-2 sigur á Red Bull Salzburg þar sem austuríska félagið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks. Tvö mörk frá Portúgalanum Joao Félix tryggðu Atletico aftur á móti sigurinn. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr þessum fjórum leikjum í gær. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Midtjylland Klippa: Mörkin úr leik Marseille og Man City Klippa: Mörkin úr leik Gladbach og Real Madrid Klippa: Mörkin úr leik Atletico Madrid og RB Salzburg
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira