Unnu 46 leiki í röð eftir stórleik Þóru og sigurmark Margrétar Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2020 14:01 Wendie Renard verst Elínu Mettu Jensen í vináttulandsleik fyrir ári síðan, sem Frakkar unnu 4-0. Getty/Tim Clayton Franska kvennalandsliðið í fótbolta náði að vinna 46 leiki í röð í undankeppnum stórmóta frá því að liðið tapaði á Laugardalsvelli sumarið 2007. Einn fræknasti sigurinn í sögu íslenska landsliðsins var 1-0 sigurinn gegn hinu ógnarsterka liði Frakka fyrir þrettán árum. Þóra Björg Helgadóttir átti algjörlega stórkostlegan leik í marki Íslands og Margrét Lára Viðarsdóttir, þá tvítug, náði að þröngva boltanum í markið eftir sendingu Dóru Maríu Lárusdóttir þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Svo fór að Frakkar unnu þó riðilinn sem liðin léku í en bæði liðin komust þó í lokakeppnina, á EM í Finnlandi 2009, sem jafnframt var fyrsta stórmót Íslands. Sigri Íslands gegn Frakklandi var lýst sem besta sigri liðsins frá upphafi.Úr DV 18. júní 2007 Þó að árangur Frakka í lokakeppnum stórmóta hafi valdið vonbrigðum hefur liðið ekki stigið feilspor í undankeppnunum frá því í leiknum gegn Íslandi. Það er að segja þar til í gær. Liðið vann því alla sína leiki í fimm undankeppnum í röð. Í gær gerðu Frakkar markalaust jafntefli við Austurríki á útivelli. Liðin eru því með 16 stig hvort í baráttunni um efsta sæti G-riðils en eiga eftir að mætast í Frakklandi eftir mánuð. Liðið sem endar í 2. sæti gæti endað fyrir ofan Ísland í baráttunni um að komast beint á EM og jafnteflið í gær hentar Íslandi því ekki vel. Kurr hefur verið í franska hópnum eftir að fyrirliðinn Amandine Henry var ekki valin í hópinn fyrir síðustu leiki, en landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre hélt því fram að hún þyrfti meiri tíma til að komast í leikæfingu eftir meiðsli. Þó hafði Henry leikið síðustu leiki með Söru Björk Gunnarsdóttur og öðrum liðsfélögum sínum í Evrópumeistaraliði Lyon. EM 2021 í Englandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Franska kvennalandsliðið í fótbolta náði að vinna 46 leiki í röð í undankeppnum stórmóta frá því að liðið tapaði á Laugardalsvelli sumarið 2007. Einn fræknasti sigurinn í sögu íslenska landsliðsins var 1-0 sigurinn gegn hinu ógnarsterka liði Frakka fyrir þrettán árum. Þóra Björg Helgadóttir átti algjörlega stórkostlegan leik í marki Íslands og Margrét Lára Viðarsdóttir, þá tvítug, náði að þröngva boltanum í markið eftir sendingu Dóru Maríu Lárusdóttir þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Svo fór að Frakkar unnu þó riðilinn sem liðin léku í en bæði liðin komust þó í lokakeppnina, á EM í Finnlandi 2009, sem jafnframt var fyrsta stórmót Íslands. Sigri Íslands gegn Frakklandi var lýst sem besta sigri liðsins frá upphafi.Úr DV 18. júní 2007 Þó að árangur Frakka í lokakeppnum stórmóta hafi valdið vonbrigðum hefur liðið ekki stigið feilspor í undankeppnunum frá því í leiknum gegn Íslandi. Það er að segja þar til í gær. Liðið vann því alla sína leiki í fimm undankeppnum í röð. Í gær gerðu Frakkar markalaust jafntefli við Austurríki á útivelli. Liðin eru því með 16 stig hvort í baráttunni um efsta sæti G-riðils en eiga eftir að mætast í Frakklandi eftir mánuð. Liðið sem endar í 2. sæti gæti endað fyrir ofan Ísland í baráttunni um að komast beint á EM og jafnteflið í gær hentar Íslandi því ekki vel. Kurr hefur verið í franska hópnum eftir að fyrirliðinn Amandine Henry var ekki valin í hópinn fyrir síðustu leiki, en landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre hélt því fram að hún þyrfti meiri tíma til að komast í leikæfingu eftir meiðsli. Þó hafði Henry leikið síðustu leiki með Söru Björk Gunnarsdóttur og öðrum liðsfélögum sínum í Evrópumeistaraliði Lyon.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira