Er ástæða til að sleppa greiðsludreifingu þessi jólin? Björn Berg Gunnarsson skrifar 29. október 2020 08:01 Nú styttist í mánaðamót, þau síðustu áður en jólamánuðurinn gengur í garð. Búast má við að hátíðirnar verði með breyttu sniði þetta árið vegna kórónuveirunnar sem líklega mun auka tilteknar tegundir neyslu og draga úr öðrum. Búast má við að vefverslun aukist enn eitt árið en minna verði sem dæmi um jólatónleika, veislur og veitingahúsaferðir auk þess sem verslunarferðir til útlanda þurfa að bíða betri tíma. Það verður þó tæplega umflúið að eitthvað munu jólin kosta. Almennt eykst kortavelta okkar Íslendinga um í námunda við fjórðung í mánuðinum og svo virðist sem þessi auknu útgjöld komi mörgum alltaf jafn mikið á óvart, þó svo jólin séu almennt árlega og þá í desembermánuði. Meðal afleiðinga þess er að greiðslum og reikningum er dreift, yfirdráttur er nýttur og vandamálinu frestað með tilheyrandi kostnaði. Ekki þarf að fjölyrða um hversu óheppilegt slíkt er en fjölyrðum nú samt. Undanfarin ár hefur fjölgað þeim leiðum sem fólk hefur til að dreifa jólaútgjöldunum og getur slíkt eflaust hljómað freistandi við fyrstu sýn. Með því að grípa til slíkra ráðstafana verða jólin þó að líkindum mun dýrari en ella. Auðvelt á að vera að nálgast svokallaða árlega hlutfallstölu kostnaðar í smáa letrinu en hún gefur til kynna kostnaðinn við greiðsludreifingu sem numið getur tugum prósenta. Auðvitað vonum við að allt fari hér á besta veg og það er ástæða til að halda að svo verði. En óvissan er mikil og atvinnuástandið ótryggt. Jólagjöfin í ár Því tel ég ástæðu til að stinga upp á breyttum jólum þetta árið. Ef einhver kostur er og fjárhagsleg staða býður upp á skulum við gefa sjálfum okkur þá jólagjöf að dreifa engum greiðslum og engum reikningum. Reynum, ef kostur er, að leggja sem mest fyrir af útborguninni nú um mánaðamótin og lágmarka neyslu í nóvember. Nýtum hugmyndaflugið hvað jólagjafir varðar, þær þurfa ekki alltaf að kosta hvítuna úr augunum. Það getur sömuleiðis farið saman að spara duglega og huga að kolefnisfótsporinu. Í stað þess að gefa hluti má gefa upplifun. Í stað þess að gefa nýtt má gefa notað og þar fram eftir götunum. Vissulega hjálpa neysluútgjöld fjölda fyrirtækja sem beðið hafa skaða af kórónuveirunni, eins og sást glögglega í sumar. En það er þó, í mörgum tilvikum, óþarfi að steypa sér í skuldir í neyslugleðinni. Þó svo Oscar Wilde hafi sagt að sá sem lifir ekki um efni fram hafi ekkert hugmyndaflug skulum við nýta hugmyndaflugið í sparnað þessi jólin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Neytendur Jól Fjármál heimilisins Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í mánaðamót, þau síðustu áður en jólamánuðurinn gengur í garð. Búast má við að hátíðirnar verði með breyttu sniði þetta árið vegna kórónuveirunnar sem líklega mun auka tilteknar tegundir neyslu og draga úr öðrum. Búast má við að vefverslun aukist enn eitt árið en minna verði sem dæmi um jólatónleika, veislur og veitingahúsaferðir auk þess sem verslunarferðir til útlanda þurfa að bíða betri tíma. Það verður þó tæplega umflúið að eitthvað munu jólin kosta. Almennt eykst kortavelta okkar Íslendinga um í námunda við fjórðung í mánuðinum og svo virðist sem þessi auknu útgjöld komi mörgum alltaf jafn mikið á óvart, þó svo jólin séu almennt árlega og þá í desembermánuði. Meðal afleiðinga þess er að greiðslum og reikningum er dreift, yfirdráttur er nýttur og vandamálinu frestað með tilheyrandi kostnaði. Ekki þarf að fjölyrða um hversu óheppilegt slíkt er en fjölyrðum nú samt. Undanfarin ár hefur fjölgað þeim leiðum sem fólk hefur til að dreifa jólaútgjöldunum og getur slíkt eflaust hljómað freistandi við fyrstu sýn. Með því að grípa til slíkra ráðstafana verða jólin þó að líkindum mun dýrari en ella. Auðvelt á að vera að nálgast svokallaða árlega hlutfallstölu kostnaðar í smáa letrinu en hún gefur til kynna kostnaðinn við greiðsludreifingu sem numið getur tugum prósenta. Auðvitað vonum við að allt fari hér á besta veg og það er ástæða til að halda að svo verði. En óvissan er mikil og atvinnuástandið ótryggt. Jólagjöfin í ár Því tel ég ástæðu til að stinga upp á breyttum jólum þetta árið. Ef einhver kostur er og fjárhagsleg staða býður upp á skulum við gefa sjálfum okkur þá jólagjöf að dreifa engum greiðslum og engum reikningum. Reynum, ef kostur er, að leggja sem mest fyrir af útborguninni nú um mánaðamótin og lágmarka neyslu í nóvember. Nýtum hugmyndaflugið hvað jólagjafir varðar, þær þurfa ekki alltaf að kosta hvítuna úr augunum. Það getur sömuleiðis farið saman að spara duglega og huga að kolefnisfótsporinu. Í stað þess að gefa hluti má gefa upplifun. Í stað þess að gefa nýtt má gefa notað og þar fram eftir götunum. Vissulega hjálpa neysluútgjöld fjölda fyrirtækja sem beðið hafa skaða af kórónuveirunni, eins og sást glögglega í sumar. En það er þó, í mörgum tilvikum, óþarfi að steypa sér í skuldir í neyslugleðinni. Þó svo Oscar Wilde hafi sagt að sá sem lifir ekki um efni fram hafi ekkert hugmyndaflug skulum við nýta hugmyndaflugið í sparnað þessi jólin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun