Keypti fyrirtækið þremur vikum fyrir bankahrun Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 07:00 Hildur Guðnadóttir. Vísir/Vilhelm Það er engan bilbug á Hildi Guðnadóttur að finna, sem nú fer í gegnum sitt annað samdráttarskeið með fyrirtækið sem hún keypti þremur vikum fyrir bankahrun. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að kaupa þetta fyrirtæki var sú að frá árinu 1998 hef ég unnið hjá sambærilegum fyrirtækjum, byggt upp þekkingu og haft ánægju af,“ segir Hildur og vísar þar til kaupa á fyrirtækinu Satúrnus, sem hún hefur verið eigandi að frá því árið 2007. Satúrnus er heildverslun sem stofnuð var árið 1958 og hefur frá upphafi flutt inn hannyrðavörur. Árið 2010 opnaði Hildur síðan verslunina Amma mús – handavinnuhús. Síðustu vikurnar hefur Atvinnulífið á Vísi rætt við fólk sem stofnaði fyrirtæki í kjölfar bankahruns og kreppu. En hvernig er að stýra fyrirtæki sem var keypt skömmu fyrir bankahrun? Rödd lítilla fyrirtækja of veik Þótt Hildur hefði starfað hjá sambærilegu fyrirtæki áður, var framtíðarsýnin hennar fyrir rekstur sem þennan annar en hjá því fyrirtæki sem hún hafði starfað fyrir. „Þar sem ég starfaði 2007 var á þeim tíma skortur á framtíðarsýn að mínu mati þ.a. ég sagði upp og ákvað að gera eitthvað annað,“ segir Hildur og bætir við: „Svo leið tíminn og ég sá það að ég tímdi ekki að sóa allri minni þekkingu og reynslu, vissi af þessu fyrirtæki og kannaði hvort að það væri til sölu. Framhaldið er þekkt.“ Hjá fyrirtækinu starfa sex konur í föstu starfi. Hildur segir rödd lítilla fyrirtækja vera of veika á Íslandi. Í stóru myndinni gleymist of oft mikilvægi lítilla fyrirtækja sem skapa fjölbreytni en þeirra rödd er of veik. Ríkisvaldið mætti til dæmis styðja við með þeim hætti að hafa tryggingagjaldið þrepaskipt eftir árlegri veltu, lægra hjá smærri fyrirtækjum,“ segir Hildur. Hildur segir samdráttarskeiðið eftir hrun og í kjölfar Covid kannski helst ólíkt að því leytinu til að fólk heldur sig meira heima fyrir nú. Prjóna- og saumaskapur og hannyrðir ýmsar eru þó vinsælar á tímum sem þessum.Vísir/Vilhelm En hvaða ráð myndir þú gefa öðrum sem mögulega skoða að hefja sinn fyrirtækjarekstur nú, á krepputímum í kjölfar kórónufaraldurs? Til að fara í rekstur þarf að mínu mati að hafa heildarsýn, stefnu, gott starfsfólk, góða vöru og þol til að taka á þeim verkefnum sem koma. Í litlum fyrirtækjum, eins og mínu, er ekki val um deild eða einhvern annan sem á að gera hlutina,“ segir Hildur. Þá segir hún líka skipta máli að taka réttar ákvarðanir miðað við þá starfsemi sem farið er í. Hjá henni skipti til dæmis miklu máli að vera með verslunina á góðri staðsetningu en Amma mús – handavinnuhús er staðsett í Fákafeni. „Rétta“ staðsetningin skiptir líka máli þar sem þú getur í leiðinni kíkt við,“ segir Hildur. Að sögn Hildar er kórónufaraldurinn ekki að hafa neikvæð áhrif á söluna hjá sér. Prjóna- og saumaskapur sé einfaldlega of samtvinnaður í okkar menningu, auk annarra hannyrða. „Þegar kreppir að í þjóðfélaginu heldur fólk sig meira heima við og grípur í þessa þekkingu til að hafa ofan af fyrir sér. Það er líka gefandi og veitir hugarró að skapa,“ segir Hildur. Þá segir hún unga fólkið sýna áhuga. „Hvað varðar stöðuna í Covid og eftir bankahrun þá er samnefnarinn sá að fleiri eru heima og það sama gerist líka að unga fólkið vill vera með. Þannig að menningunni er líka viðhaldið að þessu leiti. Gott mál að viðhalda þekkingunni,“ segir Hildur. Stjórnun Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Prjónaskapur Tengdar fréttir Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Alvican er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa orðið til eftir bankahrun og þróað hefur nýjar lausnir í velferðatækni fyrir eldri borgara. 26. október 2020 07:00 Hringdu í fjárfesta í níu ár og velta nú milljarði Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks segir umhverfi fjármögnunar nokkuð vanþróað á Íslandi fyrir nýsköpun. Fyrirtækið veltir nú tæpum milljarði og gerir ráð fyrir miklum vexti næstu árin. 19. október 2020 07:01 Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03 Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Það er engan bilbug á Hildi Guðnadóttur að finna, sem nú fer í gegnum sitt annað samdráttarskeið með fyrirtækið sem hún keypti þremur vikum fyrir bankahrun. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að kaupa þetta fyrirtæki var sú að frá árinu 1998 hef ég unnið hjá sambærilegum fyrirtækjum, byggt upp þekkingu og haft ánægju af,“ segir Hildur og vísar þar til kaupa á fyrirtækinu Satúrnus, sem hún hefur verið eigandi að frá því árið 2007. Satúrnus er heildverslun sem stofnuð var árið 1958 og hefur frá upphafi flutt inn hannyrðavörur. Árið 2010 opnaði Hildur síðan verslunina Amma mús – handavinnuhús. Síðustu vikurnar hefur Atvinnulífið á Vísi rætt við fólk sem stofnaði fyrirtæki í kjölfar bankahruns og kreppu. En hvernig er að stýra fyrirtæki sem var keypt skömmu fyrir bankahrun? Rödd lítilla fyrirtækja of veik Þótt Hildur hefði starfað hjá sambærilegu fyrirtæki áður, var framtíðarsýnin hennar fyrir rekstur sem þennan annar en hjá því fyrirtæki sem hún hafði starfað fyrir. „Þar sem ég starfaði 2007 var á þeim tíma skortur á framtíðarsýn að mínu mati þ.a. ég sagði upp og ákvað að gera eitthvað annað,“ segir Hildur og bætir við: „Svo leið tíminn og ég sá það að ég tímdi ekki að sóa allri minni þekkingu og reynslu, vissi af þessu fyrirtæki og kannaði hvort að það væri til sölu. Framhaldið er þekkt.“ Hjá fyrirtækinu starfa sex konur í föstu starfi. Hildur segir rödd lítilla fyrirtækja vera of veika á Íslandi. Í stóru myndinni gleymist of oft mikilvægi lítilla fyrirtækja sem skapa fjölbreytni en þeirra rödd er of veik. Ríkisvaldið mætti til dæmis styðja við með þeim hætti að hafa tryggingagjaldið þrepaskipt eftir árlegri veltu, lægra hjá smærri fyrirtækjum,“ segir Hildur. Hildur segir samdráttarskeiðið eftir hrun og í kjölfar Covid kannski helst ólíkt að því leytinu til að fólk heldur sig meira heima fyrir nú. Prjóna- og saumaskapur og hannyrðir ýmsar eru þó vinsælar á tímum sem þessum.Vísir/Vilhelm En hvaða ráð myndir þú gefa öðrum sem mögulega skoða að hefja sinn fyrirtækjarekstur nú, á krepputímum í kjölfar kórónufaraldurs? Til að fara í rekstur þarf að mínu mati að hafa heildarsýn, stefnu, gott starfsfólk, góða vöru og þol til að taka á þeim verkefnum sem koma. Í litlum fyrirtækjum, eins og mínu, er ekki val um deild eða einhvern annan sem á að gera hlutina,“ segir Hildur. Þá segir hún líka skipta máli að taka réttar ákvarðanir miðað við þá starfsemi sem farið er í. Hjá henni skipti til dæmis miklu máli að vera með verslunina á góðri staðsetningu en Amma mús – handavinnuhús er staðsett í Fákafeni. „Rétta“ staðsetningin skiptir líka máli þar sem þú getur í leiðinni kíkt við,“ segir Hildur. Að sögn Hildar er kórónufaraldurinn ekki að hafa neikvæð áhrif á söluna hjá sér. Prjóna- og saumaskapur sé einfaldlega of samtvinnaður í okkar menningu, auk annarra hannyrða. „Þegar kreppir að í þjóðfélaginu heldur fólk sig meira heima við og grípur í þessa þekkingu til að hafa ofan af fyrir sér. Það er líka gefandi og veitir hugarró að skapa,“ segir Hildur. Þá segir hún unga fólkið sýna áhuga. „Hvað varðar stöðuna í Covid og eftir bankahrun þá er samnefnarinn sá að fleiri eru heima og það sama gerist líka að unga fólkið vill vera með. Þannig að menningunni er líka viðhaldið að þessu leiti. Gott mál að viðhalda þekkingunni,“ segir Hildur.
Stjórnun Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Prjónaskapur Tengdar fréttir Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Alvican er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa orðið til eftir bankahrun og þróað hefur nýjar lausnir í velferðatækni fyrir eldri borgara. 26. október 2020 07:00 Hringdu í fjárfesta í níu ár og velta nú milljarði Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks segir umhverfi fjármögnunar nokkuð vanþróað á Íslandi fyrir nýsköpun. Fyrirtækið veltir nú tæpum milljarði og gerir ráð fyrir miklum vexti næstu árin. 19. október 2020 07:01 Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03 Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Alvican er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa orðið til eftir bankahrun og þróað hefur nýjar lausnir í velferðatækni fyrir eldri borgara. 26. október 2020 07:00
Hringdu í fjárfesta í níu ár og velta nú milljarði Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks segir umhverfi fjármögnunar nokkuð vanþróað á Íslandi fyrir nýsköpun. Fyrirtækið veltir nú tæpum milljarði og gerir ráð fyrir miklum vexti næstu árin. 19. október 2020 07:01
Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03
Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03
„Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09